Anna Kolbrún segir það ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. desember 2018 23:14 Anna Kolbrún Árnadóttir vísir/vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. Hún segir að það sé ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna. Þetta segir Anna Kolbrún í viðtali við mbl.is þar sem hún segir að hún hafi fengið símtal umrætt kvöld og verið boðið að slást í hóp þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um þau ummæli sem látin voru falla í samtali þingmannanna. Rætt var á ónærgætinn hátt um aðra þingmenn á Alþingi sem og þjóðþekkta einstaklinga. Áfengi var haft um hönd þá rúmu þrjá tíma sem þingmennirnir sátu að sumbli. Þingmennirnir voru þó mislengi á barnum og segir Anna Kolbrún að hún hafi verið með þeim fyrstu til þess að yfirgefa samsætið, ásamt Ólafi.Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmSegist hún hafa sagt við Ólaf er þau yfirgáfu samsætið að „þetta væri of mikið“ og vísar þar í samræður þeirra sem eftir sátu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“,“ segir Anna Kolbrún í samtali við Mbl.is.Ætlar ekki að segja af sér Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Önnu Kolbrúnu án árangurs undanfarna daga og segist hún í viðtalinu við Mbl.is hafa legið undir feldi til þess að íhuga stöðu sína. Hún hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Hún segir einnig að síðustu dagar hafi tekið verulega á sig og hún hafi aldrei grátið eins mikið og að undanförnu. Hún hafi meðal annars brostið í grát á þingflokksfundi. Anna Kolbrún mætir í viðtal í Bítið á morgun klukkan 8.05 ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, til að fara yfir málið eins og það horfir við þeim tveimur. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins, ætlar ekki að segja af sér vegna þátttöku hennar í umræðum sexmenninganna úr hópi Flokki fólksins og Miðflokksins á barnum Klaustri á dögunum. Hún segir að það sé ekki á hennar ábyrgð að stöðva tal drukkinna manna. Þetta segir Anna Kolbrún í viðtali við mbl.is þar sem hún segir að hún hafi fengið símtal umrætt kvöld og verið boðið að slást í hóp þeirra Gunnars Braga Sveinssonar, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bergþórs Ólasonar, þingmanna Miðflokksins og Ólafs Ísleifssonar og Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanna Flokks fólksins. Fjölmiðlar hafa að undanförnu fjallað um þau ummæli sem látin voru falla í samtali þingmannanna. Rætt var á ónærgætinn hátt um aðra þingmenn á Alþingi sem og þjóðþekkta einstaklinga. Áfengi var haft um hönd þá rúmu þrjá tíma sem þingmennirnir sátu að sumbli. Þingmennirnir voru þó mislengi á barnum og segir Anna Kolbrún að hún hafi verið með þeim fyrstu til þess að yfirgefa samsætið, ásamt Ólafi.Anna Kolbrún Árnadóttir vildi lítið ræða við fréttamann á leið sinni frá nefndarsviði Alþingis og yfir í þinghúsið í gærVísir/VilhelmSegist hún hafa sagt við Ólaf er þau yfirgáfu samsætið að „þetta væri of mikið“ og vísar þar í samræður þeirra sem eftir sátu. „Ég geri mér grein fyrir því að ég lét þetta viðgangast. En á sama tíma geri ég mér fulla grein fyrir því að það er ekki á mína ábyrgð að stoppa það þegar drukknir menn tala. Ég hefði átt að fara fyrr en ég gerði. Það eru alveg ótrúlega mörg „Ég hefði“,“ segir Anna Kolbrún í samtali við Mbl.is.Ætlar ekki að segja af sér Fréttastofa hefur ítrekað reynt að ná tali af Önnu Kolbrúnu án árangurs undanfarna daga og segist hún í viðtalinu við Mbl.is hafa legið undir feldi til þess að íhuga stöðu sína. Hún hafi hins vegar komist að þeirri niðurstöðu að hún ætli ekki að segja af sér þingmennsku vegna málsins. Hún segir einnig að síðustu dagar hafi tekið verulega á sig og hún hafi aldrei grátið eins mikið og að undanförnu. Hún hafi meðal annars brostið í grát á þingflokksfundi. Anna Kolbrún mætir í viðtal í Bítið á morgun klukkan 8.05 ásamt Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, til að fara yfir málið eins og það horfir við þeim tveimur.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00 Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55 Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Segir Önnu Kolbrúnu hafa látið Alþingi fá réttar upplýsingar um æviferil Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, hóf þingfund í dag á því að minnast á fjölmiðlaumfjöllun um æviágrip Önnu Kolbrúnar Árnadóttur, þingmanns Miðflokksins. 4. desember 2018 14:00
Sunna segir Önnu Kolbrúnu hafa verið litla í sér Fundi formanna þingflokkanna með forseta Alþingis lauk á skrifstofum Alþingis á tólfta tímanum. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingflokksformaður Pírata, sagði að nefndin væri einhuga um meðferðina sem málið ætti að fara. 3. desember 2018 11:55
Þingmenn á Klaustri svara ekki Þing kom saman í fyrsta skipti í gær eftir að samtal sex þingmanna á Klaustri komst í fjölmiðla. Forseti braut blað í sögu þingsins og bað þjóðina afsökunar á hegðun þingmanna sinna. 4. desember 2018 07:30
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent