Erlent

Röng viðbrögð við gagnastuldi

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Marriott í Kína.
Marriott í Kína. Nordicphotos/AFP
Viðbrögð Marriott-hótelsamsteypunnar við stuldi á upplýsingum um 500 milljón hótelgesti eru ekki bara ófullnægjandi heldur hættuleg. Þetta kom fram í frétt Techcrunch í gær. Hundruð milljóna eru talin kunna hafa lent í því að bankaupplýsingum, jafnvel kortanúmerum, hafi verið stolið.

Marriott sendi gestum, sem urðu fyrir stuldinum tölvupóst. Hann kom hins vegar frá einkennilegu léni, email-marriott.com, sem er í vörslu samsteypunnar en skilar ekki niðurstöðu sé það slegið inn í vafra.

Aðstandendur netöryggisfyrirtækisins Rendition Infosec keyptu lénið email-marriot.com til þess að benda á að óprúttnir aðilar gætu nýtt sér mistök hótelsamsteypunnar. Sé þetta lén slegið inn í vafra stendur : „Þetta gæti verið netveiða­síða (e. phishing site).“




Tengdar fréttir

Einn mesti gagnaleki sögunnar

Persónulegum upplýsingum 500 milljóna gesta Starwood-hótelfyrirtækisins stolið. Meðal annars bankaupplýsingum, netföngum, vegabréfsnúmerum og heimilisföngum. Lekinn langt frá því að vera sá mesti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×