Hlutabréfamarkaður sem drifkraftur atvinnulífs Páll Harðarson skrifar 5. desember 2018 07:00 Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Þar sem best hefur tekist til erlendis hefur hlutabréfamarkaður stutt myndarlega við vöxt efnahagslífsins. Lítil fyrirtæki hafa stækkað og áhugaverð og vel launuð störf orðið til fyrir tilstuðlan fjármögnunar á markaði. Eftir því sem hlutabréfamarkaðurinn braggast eygjum við að hann geti orðið jafn mikilvægur drifkraftur í atvinnulífinu hér eins og í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við. Þróunin undanfarið lofar góðu en fyrirtæki hafa aflað meira en 30 milljarða króna til vaxtar á hlutabréfamarkaði síðastliðið ár. Nýleg úttekt hins virta vísitölufyrirtækis FTSE Russell á íslenska markaðnum sýnir að við erum í seilingarfjarlægð frá þessu markmiði og gætum, ef markaðsaðilar og stjórnvöld taka höndum saman, náð í flokk þeirra landa sem uppfylla ströngustu gæðakröfur FTSE Russell og annarra svipaðra fyrirtækja. Íslenskur hlutabréfamarkaður stenst 15 af 21 skilyrði FTSE Russell að fullu, fimm að hluta, en einungis eitt ekki (skilyrði um skipulegan afleiðumarkað). Að komast í flokk fremstu hlutabréfamarkaða heims væri ómetanlegt fyrir íslenskt atvinnulíf, einkum vegna greiðari aðgangs fyrirtækja, lítilla og stórra, að fjármagni til vaxtar. Til þess að þetta takist þarf fyrst og fremst að fjölga skráðum fyrirtækjum og stækka markaðinn. Til að komast í efstu flokkun hjá alþjóðlegum fyrirtækjum á borð við FTSE Russell þyrftum við líkast til að tvöfalda til þrefalda stærð markaðarins á mælikvarða markaðsvirðis. Skráning Landsbankans og Íslandsbanka hefði mikið að segja í þessu tilliti. Miðað við hóflegar forsendur um vöxt markaðarins að öðru leyti á komandi árum gæti skráning bankanna þýtt að settu marki yrði náð innan 5-10 ára. Hún er því ekki aðeins mikilvæg fyrir bankana og ríkissjóð heldur alla umgjörð fjármögnunar íslenskra fyrirtækja.Höfundur er forstjóri Kauphallarinnar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar