„Geitin“ í NFL-deildinni grínast með að nú sé öllum markmiðum náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2018 14:30 Tom Brady fagnar því að þúsund jardar eru í höfn. Vísir/Getty Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan. NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira
Tom Brady er að mati flestra spekinga besti leikmaðurinn í sögu NFL-deildarinnar en enginn leiktjórnandi hefur unnið fleiri titla í ameríska fótboltanum en þessi einstaki leikmaður. Brady er líka með húmorinn í lagi og sannar það í nýjustu færslu sinni á samfélasmiðlum. Brady hefur því unnið sér inn hið velþekkta viðurnefni „Geitin“ eða „GOAT“ sem þýðir „Greatest of all time“ eða sá besti í sögunni upp á íslenska tungu. Tom Brady varð NFL-meistari í fimmta sinn með New England Patriots liðinu árið 2016 og hefur síðan að verið að elta þann sjötta þrátt fyrir að vera kominn inn á fimmtugsaldurinn. Eða það héldu menn þar til að menn sáu nýjasta myndbandið inn á samfélagsmiðlum Tom Brady. Aðalverkefni leikstjórnanda er að stýra sóknarleik sinna liða og senda boltann fram völlinn á liðsfélaga sína. Sumir hlaupa mikið með boltann en Tom Brady er hinsvegar ekki mjög mikið í því. Í sigurleik New England Patriots um síðustu helgi þá náði hann samt að komast yfir 1000 hlaupajarda á ferlinum en hann hafði vantað örfáa upp á það í nokkurn tíma. Markmiðið náðist hinsvegar í 265. leiknum á móti Minnesota Vikings um helgina. Tom Brady grínaðist með það á samfélagsmiðlum að nú væri markmiðinu náð. „Vitiði hvað? Eina ástæðan fyrir því að ég er búinn að spila í þessi nítján ár var svo að ég gæti náð þessum þúsund jördum. Ég náði því þannig og nú er ég hættur. Tími til að keyra inn sólarlagið,“ segir Tom Brady í upphafi myndbandsins. Hann heldur þó ekki andlitinu lengi og heldur áfram. „Nei, núna er tími til að drífa sig aftur í vinnuna,“ segir Brady og svo er sýnt myndband af því þegar hann fagnar því að þúsund jardarnir séu í höfn. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.
NFL Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Hætti við að giftast fótboltastjörnunni af því að allt var skráð á móður hans Fótbolti Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Handbolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti Nýja Liverpool stjarnan fær sultarlaun Enski boltinn Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjör: Virtus-Breiðablik 1-3 | Blikar lönduðu öllum milljónunum Fótbolti Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Fótbolti „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ Körfubolti Landsliðsþjálfarinn vissi ekkert um útspil Haaland Fótbolti Fleiri fréttir Skrautlegar aðstæður hjá Valsstelpunum á Ítalíu Auðveldara hjá Arsenal og Tottenham í Meistaradeildinni Hefur ekki gerst hjá enska landsliðinu í 33 ár Romano segir Real Betis hafa dregið samþykkt tilboð í Antony til baka Tommi Steindórs fór á kostum í framburðarprófi Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Fyrsta tapið hjá Willum og félögum kom í Leicester Modric lagði upp í fyrsta sigri AC Milan Markkanen skoraði 43 stig á 23 mínútum á EM í kvöld Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Brynjólfur með tvö í kvöld og er orðinn markahæstur í hollensku deildinni Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Tottenham borgar 8,6 milljarða fyrir Xavi Simons Tveir nýliðar en ekkert pláss fyrir Trent og Grealish EM í dag: Rússablokkin, lélegt samstarf og pjúrismi með Herði Unnsteins „Ég er alltaf í slagsmálum“ Sjáðu markaveislurnar í Kaplakrika og á Sauðarkróki „Sérfræðingurinn má hringja í mig og koma með þetta plan B“ „Stundum hata ég leikmenn mína“ Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ „Negldi Tryggva með hnénu, hoppaði á hann og fór í höndina“ Framtíð Maríu hjá Marseille í óvissu eftir uppþotið í æfingaleik Hákon mætir Frey, Sævari og Eggerti í Evrópudeildinni Risaskipti í NFL: Launahæstur í sögunni fyrir utan leikstjórnendur Sjáðu Breiðablik tryggja sér sæti í Sambandsdeildinni Sandra María fer aftur út í atvinnumennsku Blikar mæta Loga, Shakhtar og Shamrock Sjá meira