Kjóstu bestu leikmenn og tilþrif nóvember Íþróttadeild skrifar 4. desember 2018 11:00 Þessar voru bestar í nóvember S2 Sport Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15. Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson. ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum. Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk. Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum. Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni. Þeir bestu í nóvemberS2 SportÍ Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Heimir Óli Heimisson og Sveinbjörn Pétursson. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka. Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram. Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi. Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum. Tilþrif nóvember Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif nóvember Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira
Seinni bylgjan á Stöð 2 Sport stendur fyrir kosningu á bestu leikmönnum og tilþrifum Olísdeildanna í handbolta. Kosningin fer fram hér á Vísi. Sigurvegararnir fá vegleg verðlaun og því til mikils að vinna. Kosningin stendur yfir út fimmtudag en úrslitin verða kunngjörð í Seinni bylgjunni mánudaginn 10. desember klukkan 21:15. Í Olísdeild kvenna eru tilnefndar Guðný Jenný Ásmundsdóttir, Steinunn Björnsdóttir, Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Lovísa Thompson. ÍBV tapaði ekki leik í nóvember og var Guðný Jenný með 38,8 prósenta markvörslu að meðaltali í þessum þremur leikjum. Selfoss vann sinn fyrsta leik í vetur í nóvember, þær lögðu enga aðra en Íslandsmeistara Fram á útivelli. Hrafnhildur Hanna hefur farið á kostum í liði Selfoss og er langmarkahæst í deildinni með 75 mörk. Steinunn fékk 10 í heildareinkunn hjá HB Statz í jafntefli Fram og Stjörnunnar í síðustu umferð Olísdeildar kvenna. Hún var með sjö mörk, fiskaði fimm víti, stal tveimur boltum og var með átta löglegar stöðvanir í leiknum. Valur er á toppi Olísdeildarinnar og hefur Lovísa verið einn þeirra bestu leikmanna með 5,3 mörk að meðalatali í leik í deildinni. Þeir bestu í nóvemberS2 SportÍ Olísdeild karla eru tilnefndir Egill Magnússon, Ásbjörn Friðriksson, Heimir Óli Heimisson og Sveinbjörn Pétursson. Stjarnan hefur verið á miklu skriði í deildinni og vann alla sína fjóra leiki í nóvember. Það er að öðrum ólöstuðum að stórum hluta Sveinbirni og Agli að þakka. Sveinbjörn lokaði markinu og var með 41,4 prósenta markvörslu í mánuðinum, þar af nærri 50 prósent í leiknum við Akureyri. Egill skorar átta mörk að meðaltali í leik og ber sóknarleik Stjörnunnar áfram. Ásbjörn er markahæsti leikmaður deildarinnar með 77 mörk. Hann fékk 10 í sóknareinkunn í sigri FH á ÍBV þar sem hann skoraði 12 mörk og skapaði fimm færi. Haukar sitja á toppi Olísdeildarinnar og töpuðu ekki leik í nóvember. Heimir Óli er með 8,02 í meðalsóknareinkunn í deildinni og fékk 10 í síðasta leik nóvember gegn ÍBV þar sem hann skoraði átta mörk úr átta skotum. Tilþrif nóvember Klippa: Seinni bylgjan: Tilþrif nóvember
Olís-deild karla Olís-deild kvenna Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Fleiri fréttir Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Sjá meira