Anna Kolbrún enn undir feldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 11:34 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í morgun. Vísir/Vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og starfandi þingflokksformaður, segist enn vera að hugsa stöðu sína sem þingmaður. Anna Kolbrún var ásamt öðrum þingmönnum, sem jafnframt eru stjórnarmenn Miðflokksins, og tveimur sem nú hafa verið reknir úr Flokki fólksins á Klausturbar í samnefndum upptökum sem fjallað hefur verið um undanfarna daga. Anna Kolbrún er sú eina af þingmönnunum sex sem sagst hefur vera að íhuga stöðu sína á Alþingi. Þó er líklega óhætt að fullyrða að ummæli hennar á fyrrnefndum upptökum séu ekkert í líkingu við ummæli flokksfélaga hennar þeirra Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar, sem komnir eru í ótilgreint launalaust leyfi, og flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti Önnu Kolbrúnu á skrifstofum Alþingis í morgun þar sem hún var á hlaupum á þingflokksformannafund. Hún er nú starfandi þingflokksformaður á meðan Gunnar Bragi er í leyfi. „Ég ætla að ræða við fréttamenn eftir fund,“ sagði Anna Kolbrún en spurð hvort von væri á viðbrögðum eftir fundinn í forsætisnefnd sagði Anna Kolbrún: „Dagurinn er ekki búinn. Ég er enn að hugsa.“ Aðspurð sagði hún viðbrögð almennings við Klaustursupptökunum „skiljanleg.“Ræddi stjórnin málið um helgina?„Stjórn Miðflokksins hefur rætt þetta mjög lengi,“ sagði Anna Kolbrún sem fram til þessa hefur ekki treyst sér í viðtal við fréttastofu vegna málsins. Aðspurð hvort formaðurinn væri að íhuga stöðu sína sagðist hún aðeins geta svarað fyrir sig. Þá vissi hún ekki hvenær væri von á frekari viðbrögðum. Anna Kolbrún sagðist á fimmtudag vera að íhuga stöðu sína. Síðan eru liðnir fimm dagar.Þetta er orðinn langur tími?„Já, mjög. Það verður bara að hafa sinn gang.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og starfandi þingflokksformaður, segist enn vera að hugsa stöðu sína sem þingmaður. Anna Kolbrún var ásamt öðrum þingmönnum, sem jafnframt eru stjórnarmenn Miðflokksins, og tveimur sem nú hafa verið reknir úr Flokki fólksins á Klausturbar í samnefndum upptökum sem fjallað hefur verið um undanfarna daga. Anna Kolbrún er sú eina af þingmönnunum sex sem sagst hefur vera að íhuga stöðu sína á Alþingi. Þó er líklega óhætt að fullyrða að ummæli hennar á fyrrnefndum upptökum séu ekkert í líkingu við ummæli flokksfélaga hennar þeirra Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar, sem komnir eru í ótilgreint launalaust leyfi, og flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti Önnu Kolbrúnu á skrifstofum Alþingis í morgun þar sem hún var á hlaupum á þingflokksformannafund. Hún er nú starfandi þingflokksformaður á meðan Gunnar Bragi er í leyfi. „Ég ætla að ræða við fréttamenn eftir fund,“ sagði Anna Kolbrún en spurð hvort von væri á viðbrögðum eftir fundinn í forsætisnefnd sagði Anna Kolbrún: „Dagurinn er ekki búinn. Ég er enn að hugsa.“ Aðspurð sagði hún viðbrögð almennings við Klaustursupptökunum „skiljanleg.“Ræddi stjórnin málið um helgina?„Stjórn Miðflokksins hefur rætt þetta mjög lengi,“ sagði Anna Kolbrún sem fram til þessa hefur ekki treyst sér í viðtal við fréttastofu vegna málsins. Aðspurð hvort formaðurinn væri að íhuga stöðu sína sagðist hún aðeins geta svarað fyrir sig. Þá vissi hún ekki hvenær væri von á frekari viðbrögðum. Anna Kolbrún sagðist á fimmtudag vera að íhuga stöðu sína. Síðan eru liðnir fimm dagar.Þetta er orðinn langur tími?„Já, mjög. Það verður bara að hafa sinn gang.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Fleiri fréttir Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Götulokanir vegna kvennaverkfalls Kröftug skjálftahrina í Mýrdalsjökli Skikkar bændur í meirapróf Moskítóflugan mætt til Íslands Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Sjá meira
Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02