Anna Kolbrún enn undir feldi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. desember 2018 11:34 Anna Kolbrún Árnadóttir, starfandi þingflokksformaður Miðflokksins, á leiðinni á fund þingflokksformanna í morgun. Vísir/Vilhelm Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og starfandi þingflokksformaður, segist enn vera að hugsa stöðu sína sem þingmaður. Anna Kolbrún var ásamt öðrum þingmönnum, sem jafnframt eru stjórnarmenn Miðflokksins, og tveimur sem nú hafa verið reknir úr Flokki fólksins á Klausturbar í samnefndum upptökum sem fjallað hefur verið um undanfarna daga. Anna Kolbrún er sú eina af þingmönnunum sex sem sagst hefur vera að íhuga stöðu sína á Alþingi. Þó er líklega óhætt að fullyrða að ummæli hennar á fyrrnefndum upptökum séu ekkert í líkingu við ummæli flokksfélaga hennar þeirra Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar, sem komnir eru í ótilgreint launalaust leyfi, og flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti Önnu Kolbrúnu á skrifstofum Alþingis í morgun þar sem hún var á hlaupum á þingflokksformannafund. Hún er nú starfandi þingflokksformaður á meðan Gunnar Bragi er í leyfi. „Ég ætla að ræða við fréttamenn eftir fund,“ sagði Anna Kolbrún en spurð hvort von væri á viðbrögðum eftir fundinn í forsætisnefnd sagði Anna Kolbrún: „Dagurinn er ekki búinn. Ég er enn að hugsa.“ Aðspurð sagði hún viðbrögð almennings við Klaustursupptökunum „skiljanleg.“Ræddi stjórnin málið um helgina?„Stjórn Miðflokksins hefur rætt þetta mjög lengi,“ sagði Anna Kolbrún sem fram til þessa hefur ekki treyst sér í viðtal við fréttastofu vegna málsins. Aðspurð hvort formaðurinn væri að íhuga stöðu sína sagðist hún aðeins geta svarað fyrir sig. Þá vissi hún ekki hvenær væri von á frekari viðbrögðum. Anna Kolbrún sagðist á fimmtudag vera að íhuga stöðu sína. Síðan eru liðnir fimm dagar.Þetta er orðinn langur tími?„Já, mjög. Það verður bara að hafa sinn gang.“ Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Anna Kolbrún Árnadóttir, þingmaður Miðflokksins og starfandi þingflokksformaður, segist enn vera að hugsa stöðu sína sem þingmaður. Anna Kolbrún var ásamt öðrum þingmönnum, sem jafnframt eru stjórnarmenn Miðflokksins, og tveimur sem nú hafa verið reknir úr Flokki fólksins á Klausturbar í samnefndum upptökum sem fjallað hefur verið um undanfarna daga. Anna Kolbrún er sú eina af þingmönnunum sex sem sagst hefur vera að íhuga stöðu sína á Alþingi. Þó er líklega óhætt að fullyrða að ummæli hennar á fyrrnefndum upptökum séu ekkert í líkingu við ummæli flokksfélaga hennar þeirra Bergþórs Ólasonar og Gunnars Braga Sveinssonar, sem komnir eru í ótilgreint launalaust leyfi, og flokksformaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Jóhann K. Jóhannsson, fréttamaður Stöðvar 2, hitti Önnu Kolbrúnu á skrifstofum Alþingis í morgun þar sem hún var á hlaupum á þingflokksformannafund. Hún er nú starfandi þingflokksformaður á meðan Gunnar Bragi er í leyfi. „Ég ætla að ræða við fréttamenn eftir fund,“ sagði Anna Kolbrún en spurð hvort von væri á viðbrögðum eftir fundinn í forsætisnefnd sagði Anna Kolbrún: „Dagurinn er ekki búinn. Ég er enn að hugsa.“ Aðspurð sagði hún viðbrögð almennings við Klaustursupptökunum „skiljanleg.“Ræddi stjórnin málið um helgina?„Stjórn Miðflokksins hefur rætt þetta mjög lengi,“ sagði Anna Kolbrún sem fram til þessa hefur ekki treyst sér í viðtal við fréttastofu vegna málsins. Aðspurð hvort formaðurinn væri að íhuga stöðu sína sagðist hún aðeins geta svarað fyrir sig. Þá vissi hún ekki hvenær væri von á frekari viðbrögðum. Anna Kolbrún sagðist á fimmtudag vera að íhuga stöðu sína. Síðan eru liðnir fimm dagar.Þetta er orðinn langur tími?„Já, mjög. Það verður bara að hafa sinn gang.“
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49 Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09 Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02 Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Sjá meira
Anna Kolbrún og Inga mættu á þingflokksformannafund Formenn þingflokkanna hittust á fundi í Alþingishúsinu klukkan 10:30. 3. desember 2018 10:49
Bergþóri fannst bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum „miklu minna hot í ár“ Ummæli á klaustursupptökunum um "helvíti sæta stelpu“ í prófkjöri fyrir Sjálfstæðisflokkinn reyndust ekki vera um Áslaugu Örnu þingkonu flokksins heldur Írisi Róbertsdóttur bæjarstjóra í Vestmannaeyjum. 30. nóvember 2018 11:09
Héldu að uppljóstrarinn væri erlendur ferðamaður Upptökurnar eru rúmlega þrjár klukkustundir að lengd, í sjö hlutum og gæðin misjöfn. 30. nóvember 2018 08:02