UEFA heimtar að Wembley verði tekinn í gegn Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. desember 2018 12:00 Völlurinn hefur séð grænni daga vísir/getty Forráðamenn evrópska knattspyrnusambandsins UEFA hafa skipað enska knattspyrnusambandinu að taka völlinn á Wembleyleikvanginum í gegn fyrir EM 2020.Daily Mirror greinir frá þessu í dag en ástandið á Wembley hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda álagið á honum mikið. Nokkrir NFL leikir hafa farið fram á vellinum, Tottenham hefur þurft að nota hann sem heimavöll þar sem þeirra nýi völlur er enn ekki tilbúinn og stór hnefaleikabardagi fór fram á Wembley. Fyrrum markvörður Tottenham Carlo Cudicini gekk svo langt að kalla ástandið á vellinum svipta til kartöflugarðar. Wembley á að vera vettvangur undanúrslitanna og úrslitaleiksins á EM eftir tvö ár, ásamt því að England leikur leiki sína í riðlakeppninni þar að því gefnu að England tryggi sér sæti í mótinu. „Fyrir þremur mánuðum höfðum við engar áhyggjur af þessu,“ sagði Martin Kallen, framkvæmdarstjóri viðburðasviðs UEFA. „Við funduðum með starfsfólki Wembley eftir leiki í Meistaradeildinni á dögunum og það sagðist ætla að skipta algjörlega um grasið á vellinum fyrir lokakeppni EM.“ „Við treystum vallarstarfsfólkinu, vandamálið er bara að það hafa of margir íþróttaviðburðir farið fram á of stuttum tíma.“ Þá er UEFA búið að staðfesta að Tottenham fær að spila leiki sína í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, komist þeir þangað, á nýja heimavellinum. Reglur UEFA segja að lið verði að spila heimaleiki sína á sama vellinum út eina keppni, en Tottenham fær undanþágu á þeirri reglu. EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona er staðan á nýja Tottenham Hotspur leikvanginum í dag Það ætlar að ganga hægt hjá Tottenham að komast inn á nýja leikvanginn sinn en liðið átti að byrja að spila á vellinum í haust. 16. nóvember 2018 21:00 Fleiri NFL leikir í London á næstu leiktíð NFL nýtur mikilla vinsælda í Lundúnum og á næstu leiktíð verða fjórir leikir leiknir í ensku höfuðborginni. 31. október 2018 08:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Forráðamenn evrópska knattspyrnusambandsins UEFA hafa skipað enska knattspyrnusambandinu að taka völlinn á Wembleyleikvanginum í gegn fyrir EM 2020.Daily Mirror greinir frá þessu í dag en ástandið á Wembley hefur verið mikið í umræðunni í vetur enda álagið á honum mikið. Nokkrir NFL leikir hafa farið fram á vellinum, Tottenham hefur þurft að nota hann sem heimavöll þar sem þeirra nýi völlur er enn ekki tilbúinn og stór hnefaleikabardagi fór fram á Wembley. Fyrrum markvörður Tottenham Carlo Cudicini gekk svo langt að kalla ástandið á vellinum svipta til kartöflugarðar. Wembley á að vera vettvangur undanúrslitanna og úrslitaleiksins á EM eftir tvö ár, ásamt því að England leikur leiki sína í riðlakeppninni þar að því gefnu að England tryggi sér sæti í mótinu. „Fyrir þremur mánuðum höfðum við engar áhyggjur af þessu,“ sagði Martin Kallen, framkvæmdarstjóri viðburðasviðs UEFA. „Við funduðum með starfsfólki Wembley eftir leiki í Meistaradeildinni á dögunum og það sagðist ætla að skipta algjörlega um grasið á vellinum fyrir lokakeppni EM.“ „Við treystum vallarstarfsfólkinu, vandamálið er bara að það hafa of margir íþróttaviðburðir farið fram á of stuttum tíma.“ Þá er UEFA búið að staðfesta að Tottenham fær að spila leiki sína í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar, komist þeir þangað, á nýja heimavellinum. Reglur UEFA segja að lið verði að spila heimaleiki sína á sama vellinum út eina keppni, en Tottenham fær undanþágu á þeirri reglu.
EM 2020 í fótbolta Tengdar fréttir Svona er staðan á nýja Tottenham Hotspur leikvanginum í dag Það ætlar að ganga hægt hjá Tottenham að komast inn á nýja leikvanginn sinn en liðið átti að byrja að spila á vellinum í haust. 16. nóvember 2018 21:00 Fleiri NFL leikir í London á næstu leiktíð NFL nýtur mikilla vinsælda í Lundúnum og á næstu leiktíð verða fjórir leikir leiknir í ensku höfuðborginni. 31. október 2018 08:30 Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Sjá meira
Svona er staðan á nýja Tottenham Hotspur leikvanginum í dag Það ætlar að ganga hægt hjá Tottenham að komast inn á nýja leikvanginn sinn en liðið átti að byrja að spila á vellinum í haust. 16. nóvember 2018 21:00
Fleiri NFL leikir í London á næstu leiktíð NFL nýtur mikilla vinsælda í Lundúnum og á næstu leiktíð verða fjórir leikir leiknir í ensku höfuðborginni. 31. október 2018 08:30