Stálið bráðnaði í sögulegu tapi Pittsburgh liðsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2018 10:00 Mike Badgley var hetjan í sögulegum endurkomusigri Los Angeles Chargers. Vísir/Getty Spennan er ekkert minni í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir viðburðarríkan sunnudag í ameríska fótboltanum. Hrútarnir urðu fyrstir til að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni.Los Angeles Chargers vann frábæran 33-30 endurkomusigur í Pittsburgh en þetta var í fyrsta sinn sem Pittsburgh Steelers tapar niður sextán stiga forystu á heimavelli sínum í Stálborginni. Þetta var 176. leikurinn sem liðið hefur verið í slíkri stöðu, Steelers höfði unnið 174 og einn hafði endaði með jafntefli. Nú bráðnaði Stálið og Chargers liðið vann sögulegan sigur. Pittsburgh Steelers gat stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í nótt og allt leit út fyrir að það yrði raunin eftir frábæra byrjun á móti Los Angeles Chargers.FINAL: The @Chargers win on #SNF! #FightForEachOther#LACvsPIT (by @Lexus) pic.twitter.com/0VdgEuv6QK — NFL (@NFL) December 3, 2018Steelers-liðið komst í 13-0 og var 23-7 yfir í hálfleik. Chargers menn svöruðu með sannkölluðu áhlaupi þegar þeir skoruðu 23 stig og komust yfir í 30-23. Pittsburgh jafnaði metin í 30-30 en það var nægur tími fyrir Philip Rivers og félaga til að fara upp völlinn og tryggja sér sigurinn með vallarmarki sparkarans Mike Badgley. Philip Rivers nýtti alla sína reynslu á frábæran hátt og setti á svið sýnikennslu í hvernig leikstjórnandi á að grafa liðið sitt upp úr holu. Antonio Brown, útherji Pittsburgh Steelers, átti frábæran leik með 154 jördum og snertimarki og þá skoraði hlauparinn James Conner tvö snertimörk.@Keenan13Allen The @Chargers score 16 unanswered points to tie it up! #FightForEachOther : #LACvsPIT on NBC pic.twitter.com/fxtR0cN8CO — NFL (@NFL) December 3, 2018Hlutirnir duttu vissulega með Chargers mönnum. Þeir skoruðu eitt snertimark eftir klárt leikbrot og annað í beinu framhaldi að Pittsburgh Steelers spörkuðu boltanum frá sér. Los Angeles Chargers liðið hefur nú unnið 9 af 12 leikjum sínum og er í mjög góðri stöðu í Ameríkudeildinni. Pittsburgh Steelers er enn á toppi síns riðils en Baltimore Ravens vann sinn leik og það verður því hörð barátta milli liðanna tveggja í lokaumferðunum.Óvænt tap Green Bay Packers á heimavelli á móti Arizona Cardinals hafði stórar afleiðingar. Það er ekki nóg með að vonir Packers liðsins um sæti í úrslitakeppninni yrðu að engu þá var þjálfari liðsins, Mike McCarthy, einnig rekinn eftir leik. McCarthy var búinn að þjálfa Green Bay í þrettán tímabil eða frá árinu 2006.Marcus Mariota.@TheCDavis84. Touchdown, @TITANS : CBS #TitanUppic.twitter.com/YqZODnsGpZ — NFL (@NFL) December 3, 2018Nokkur lið unnu lífsnauðsynlega sigra í baráttu fyrir að halda voninni lifandi um sæti í úrslitakeppninni. Þetta er lið eins og Tennessee Titans (26-22 sigur á New York Jets), Denver Broncos (24-10 sigur á Cincinnati Bengals), Miami Dolphins (21-17 sigur á Buffalo Bills), New York Giants (30-27 sigur á Chicago Bears) og Tampa Bay Buccaneers (24-17 sigur á Carolina Panthers).Jacksonville Jaguars á enn pínulitla von en liðið endaði sjö leikja sigurgöngu sína þrátt fyrir að skora bara sex stig. Jaguars liðið vann eitt stigahæsta deildarinnar Indianapolis Colts 6-0.“This is special but we got more work to do!" Inside the locker room of your NFC West Champions! pic.twitter.com/1eemF7Yuza — Los Angeles Rams (@RamsNFL) December 2, 2018Los Angeles Rams vann 30-16 sigur á Detroit Lions og varð um leið fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í sínum riðli og um leið sæti í úrslitakeppnini. Rams-liðið hefur unnið 11 af 12 leikjum sínum á tímabilinu.Seattle Seahawks er með Rams í riðli en á nú samt góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir þriðja sigurinn í röð. Seahawks liðið vann sannfærandi 43-16 sigur á San Francisco 49ers.FINAL: The @Seahawks win their 3rd straight! #Seahawks#SFvsSEApic.twitter.com/XTa7c5HBpj — NFL (@NFL) December 3, 2018Kansas City Chiefs, New England Patriots og Houston Texans unnu öll sína leiki og eru í frábærri stöðu í Ameríkudeildinni. Houston Texans kældi niður Cleveland Browns liðið með 29-13 en þetta var níundi sigurleikur Houston í röð sem er lengsta lifandi sigurgangan í NFL-deildinni.Öll úrslitin í NFL-deildinni í gær: Pittsburgh Steelers - Los Angeles Chargers 30-33 New England Patriots - Minnesota Vikings 24-10 Seattle Seahawks - San Francisco 49ers 43-16 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 33-40 Tennessee Titans - New York Jets 26-22 Atlanta Falcons - Baltimore Ravens 16-26 Cincinnati Bengals - Denver Broncos 10-24 Detroit Lions - Los Angeles Rams 16-30 Green Bay Packers - Arizona Cardinals 17-20 Houston Texans - Cleveland Browns 29-13 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 6-0 Miami Dolphins - Buffalo Bills 21-17 New York Giants - Chicago Bears 30-27 (27-27) Tampa Bay Buccaneers - Carolina Panthers 24-17Catching up with Landon Collins after the Giants big OT win (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/R2HcNgHL86 — NFL (@NFL) December 2, 2018 NFL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Spennan er ekkert minni í baráttunni um sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar eftir viðburðarríkan sunnudag í ameríska fótboltanum. Hrútarnir urðu fyrstir til að tryggja sér öruggt sæti í úrslitakeppninni.Los Angeles Chargers vann frábæran 33-30 endurkomusigur í Pittsburgh en þetta var í fyrsta sinn sem Pittsburgh Steelers tapar niður sextán stiga forystu á heimavelli sínum í Stálborginni. Þetta var 176. leikurinn sem liðið hefur verið í slíkri stöðu, Steelers höfði unnið 174 og einn hafði endaði með jafntefli. Nú bráðnaði Stálið og Chargers liðið vann sögulegan sigur. Pittsburgh Steelers gat stigið stórt skref í átta að úrslitakeppninni í nótt og allt leit út fyrir að það yrði raunin eftir frábæra byrjun á móti Los Angeles Chargers.FINAL: The @Chargers win on #SNF! #FightForEachOther#LACvsPIT (by @Lexus) pic.twitter.com/0VdgEuv6QK — NFL (@NFL) December 3, 2018Steelers-liðið komst í 13-0 og var 23-7 yfir í hálfleik. Chargers menn svöruðu með sannkölluðu áhlaupi þegar þeir skoruðu 23 stig og komust yfir í 30-23. Pittsburgh jafnaði metin í 30-30 en það var nægur tími fyrir Philip Rivers og félaga til að fara upp völlinn og tryggja sér sigurinn með vallarmarki sparkarans Mike Badgley. Philip Rivers nýtti alla sína reynslu á frábæran hátt og setti á svið sýnikennslu í hvernig leikstjórnandi á að grafa liðið sitt upp úr holu. Antonio Brown, útherji Pittsburgh Steelers, átti frábæran leik með 154 jördum og snertimarki og þá skoraði hlauparinn James Conner tvö snertimörk.@Keenan13Allen The @Chargers score 16 unanswered points to tie it up! #FightForEachOther : #LACvsPIT on NBC pic.twitter.com/fxtR0cN8CO — NFL (@NFL) December 3, 2018Hlutirnir duttu vissulega með Chargers mönnum. Þeir skoruðu eitt snertimark eftir klárt leikbrot og annað í beinu framhaldi að Pittsburgh Steelers spörkuðu boltanum frá sér. Los Angeles Chargers liðið hefur nú unnið 9 af 12 leikjum sínum og er í mjög góðri stöðu í Ameríkudeildinni. Pittsburgh Steelers er enn á toppi síns riðils en Baltimore Ravens vann sinn leik og það verður því hörð barátta milli liðanna tveggja í lokaumferðunum.Óvænt tap Green Bay Packers á heimavelli á móti Arizona Cardinals hafði stórar afleiðingar. Það er ekki nóg með að vonir Packers liðsins um sæti í úrslitakeppninni yrðu að engu þá var þjálfari liðsins, Mike McCarthy, einnig rekinn eftir leik. McCarthy var búinn að þjálfa Green Bay í þrettán tímabil eða frá árinu 2006.Marcus Mariota.@TheCDavis84. Touchdown, @TITANS : CBS #TitanUppic.twitter.com/YqZODnsGpZ — NFL (@NFL) December 3, 2018Nokkur lið unnu lífsnauðsynlega sigra í baráttu fyrir að halda voninni lifandi um sæti í úrslitakeppninni. Þetta er lið eins og Tennessee Titans (26-22 sigur á New York Jets), Denver Broncos (24-10 sigur á Cincinnati Bengals), Miami Dolphins (21-17 sigur á Buffalo Bills), New York Giants (30-27 sigur á Chicago Bears) og Tampa Bay Buccaneers (24-17 sigur á Carolina Panthers).Jacksonville Jaguars á enn pínulitla von en liðið endaði sjö leikja sigurgöngu sína þrátt fyrir að skora bara sex stig. Jaguars liðið vann eitt stigahæsta deildarinnar Indianapolis Colts 6-0.“This is special but we got more work to do!" Inside the locker room of your NFC West Champions! pic.twitter.com/1eemF7Yuza — Los Angeles Rams (@RamsNFL) December 2, 2018Los Angeles Rams vann 30-16 sigur á Detroit Lions og varð um leið fyrsta liðið til að tryggja sér sigur í sínum riðli og um leið sæti í úrslitakeppnini. Rams-liðið hefur unnið 11 af 12 leikjum sínum á tímabilinu.Seattle Seahawks er með Rams í riðli en á nú samt góða möguleika á sæti í úrslitakeppninni eftir þriðja sigurinn í röð. Seahawks liðið vann sannfærandi 43-16 sigur á San Francisco 49ers.FINAL: The @Seahawks win their 3rd straight! #Seahawks#SFvsSEApic.twitter.com/XTa7c5HBpj — NFL (@NFL) December 3, 2018Kansas City Chiefs, New England Patriots og Houston Texans unnu öll sína leiki og eru í frábærri stöðu í Ameríkudeildinni. Houston Texans kældi niður Cleveland Browns liðið með 29-13 en þetta var níundi sigurleikur Houston í röð sem er lengsta lifandi sigurgangan í NFL-deildinni.Öll úrslitin í NFL-deildinni í gær: Pittsburgh Steelers - Los Angeles Chargers 30-33 New England Patriots - Minnesota Vikings 24-10 Seattle Seahawks - San Francisco 49ers 43-16 Oakland Raiders - Kansas City Chiefs 33-40 Tennessee Titans - New York Jets 26-22 Atlanta Falcons - Baltimore Ravens 16-26 Cincinnati Bengals - Denver Broncos 10-24 Detroit Lions - Los Angeles Rams 16-30 Green Bay Packers - Arizona Cardinals 17-20 Houston Texans - Cleveland Browns 29-13 Jacksonville Jaguars - Indianapolis Colts 6-0 Miami Dolphins - Buffalo Bills 21-17 New York Giants - Chicago Bears 30-27 (27-27) Tampa Bay Buccaneers - Carolina Panthers 24-17Catching up with Landon Collins after the Giants big OT win (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/R2HcNgHL86 — NFL (@NFL) December 2, 2018
NFL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Körfubolti Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira