London og Liverpool verða rauð Hjörvar Ólafsson skrifar 3. desember 2018 08:30 Rauðu liðin fögnuðu í gær vísir/getty Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð. Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira
Stuðningsmenn Arsenal og Liverpool munu verða háværir í kaffistofuspjallinu í dag. Liðin unnu annars vegar glæsilegan og hins vegar spennuþrunginn sigur þegar þau fengu nágranna sína í heimsókn. Leikur Arsenal og Tottenham Hotspur sem fram fór á Emirates var ansi kaflaskiptur og endaði með 4-2 sigri heimamanna. Hetjan kom svo úr óvæntri átt þegar Liverpool skoraði sigurmarkið í 1-0 sigrinum gegn Everton. Divock Origi sem ekki hefur átt upp á pallborðið hjá Jürgen Klopp það sem af er leiktíðar skoraði markið sem skildi liðin að á lokaandartökum leiksins. Enn og aftur er það öflug spilamennska Arsenal í seinni hálfleik sem skilar liðinu stigunum þremur. Liðið skoraði þrjú marka sinna í síðari hálfleiknum og hefur þar af leiðandi skorað 24 af 32 deildarmörkum sínum í þeim hálfleik. Það er meira en nokkurt annað lið hefur gert í deildinni til þessa. Ef mörk liðanna í deildinni í seinni hálfleik myndu einungis gilda væri Arsenal í öðru sæti deildarinnar á eftir Manchester City sem myndi ekki haggast úr toppsætinu. Tvær ástæður gætu legið að baki þessum góða árangri hjá Arsenal þegar líða tekur á leikina undir stjórn Unay Emery sem tók við stjórnartaumunum hjá liðinu í sumar. Annað er það að leikmenn liðsins létu hafa það eftir sér í viðtölum að meiri ákafi væri á æfingum liðsins eftir að hinn spænski Emery tók við og að gott líkamlegt form veitti liðinu ákveðið forskot þegar þreytan fer að síga í andstæðinginn. Hitt er það að Emery hefur í leikjum liðsins geymt ferska fætur í framherjasveit liðsins á varamannabekknum og sett leikmenn inn á eftir um það bil klukkutíma leik til þess að breyta gangi leikjanna. Þannig hefur Alexandre Lacazette verið þó nokkuð í því hlutverki að koma inn af bekknum og sprengja upp leikina líkt og hann gerð í sigrinum gegn Tottenham Hotspur. Þá hefur Pierre Emerick-Aubameyang gert slíkt hið saman í einstaka leikjum. Arsenal jafnaði Tottenham Hotspur að stigum með þessum sigri og komst raunar upp fyrir nágrannaliðið, upp í fjórða sæti deildarinnar, þar sem liðið hefur hagstæðar markatölur. Það lítur allt út fyrir æsispennandi baráttu milli erkifjendanna um sæti á meðal fjögurra efstu liða deildarinnar og þar með sæti í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð. Liverpool heldur svo áfram eltingarleik sínum við Manchester City við topp deildarinnar, en áfram munar tveimur stigum á liðunum eftir þessa umferð.
Birtist í Fréttablaðinu Enski boltinn Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Stutt í landsleiki en meiðsli Ísaks ekki sögð alvarleg Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Frá Fram á Hlíðarenda Áhugasamur verði Amorim rekinn Hefur enga trú lengur á Amorim Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Ekki búið að ræða við mögulega eftirmenn Amorim Sjáðu endurkomusigur Arsenal og fyrsta mark Watkins Allir leikmenn ÍR hættir á einu bretti „Til að vera með í einhverri baráttu þurfum við að sýna betri frammistöðu“ „Ef menn trúa því getum við farið ansi langt“ „Strákarnir voru alltaf að stríða mér af því ég var ekki búinn að skora“ Sjá meira