Telur rétt að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort lögbrot hafi verið framið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. desember 2018 12:27 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á "Klaustursupptökunum“ svokölluðu. vísir/hanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á „Klaustursupptökunum“ svokölluðu. Þetta sagði Þórhildur Sunna í Silfrinu í morgun. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Þegar Gunnar Bragi var inntur eftir viðbrögðum við frásögn hans á upptökunni sagðist hann hafa verið að ljúga. Þrátt fyrir það greinir Stundin frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hafi á upptökunni staðfest frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni hafi fylgt málinu vel eftir og að Gunnar ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðsiflokksins sagði flokkinn ekki skulda neinum neitt vegna skipunarinnar.Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér.Vísir/Vilhelm„Þarna er verið að tala um spillingu sem varðar við að ég tel 128. gr. almennra hegningarlaga og mér finnst einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort um brot á þessu ákvæði hafi verið að ræða,“ segir Þórhildur Sunna sem segir að á upptökunum hafi spillingin verið játuð og staðfest. „Og að sjálfsögðu á að opna rannsókn á því hvort það sé búið að brjóta gegn þessu ákvæði.“ 128. gr. almennra hegningarlaga: „Ef opinber starfsmaður, [alþingismaður eða gerðarmaður] 1) heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta … 2) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. [Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, erlendur kviðdómandi, erlendur gerðarmaður, maður sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.]“Siðanefnd komi saman sem fyrst Þórhildur Sunna segir að það sé mikilvægt að Siðanefndin komi saman sem allra fyrst og helst strax á mánudag til að vinna í málinu. „Þarna erum við aðtala um hegðun þingmanna gagnvart samstarfsfólki sínu og það stendur fólkinu í forsætisnefnd allt of nærri, held ég allavega að mínu viti, til þess að vera dómbært á það sjálft. Við viljum að sjálfsögðu óhlutdræga málsmeðferð og að það sé hafið yfir allan vafa að þetta sé skoðað án fordóma til þess einmitt að það sé hægt að leggja skýrt traust á niðurstöðuna.“ Þórhildur segir að það sé mikilvægt að utanaðkomandi aðili skoði málið því það standi þingmönnum of nærri. „Við erum kannski ekki alveg rétti aðilinn til að dæma um þetta akkúrat núna vegna þess að við erum flest hver í sárum út af þessum ummælum,“ segir Þórhildur Sunna. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir þingflokksformaður Pírata telur einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort þingmenn hafi brotið gegn 128. gr. almennra hegningarlaga, sem fjalla um brot í opinberu starfi, með meintum pólitískum hrossakaupum þingmanna með sendiherraembætti en fullyrðingar þess efnis náðust á „Klaustursupptökunum“ svokölluðu. Þetta sagði Þórhildur Sunna í Silfrinu í morgun. Samkvæmt fréttum Stundarinnar og DV sem unnar eru upp úr upptökunum kemur fram að Gunnar Bragi Sveinsson þingmaður Miðflokksins eigi að hafa greint félögum sínum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn ætti inni hjá honum greiða fyrir að hafa skipað Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra í embætti sendiherra í Washington. Þegar Gunnar Bragi var inntur eftir viðbrögðum við frásögn hans á upptökunni sagðist hann hafa verið að ljúga. Þrátt fyrir það greinir Stundin frá því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins hafi á upptökunni staðfest frásögn Gunnars með því að segja að Bjarni hafi fylgt málinu vel eftir og að Gunnar ætti inni hjá Sjálfstæðismönnum. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðsiflokksins sagði flokkinn ekki skulda neinum neitt vegna skipunarinnar.Gunnar Bragi hefur sagt í samtali við fréttastofu að hann telji enga ástæðu fyrir þingmennina á Klaustursupptökunum að segja af sér.Vísir/Vilhelm„Þarna er verið að tala um spillingu sem varðar við að ég tel 128. gr. almennra hegningarlaga og mér finnst einboðið að ríkissaksóknari opni rannsókn á því hvort um brot á þessu ákvæði hafi verið að ræða,“ segir Þórhildur Sunna sem segir að á upptökunum hafi spillingin verið játuð og staðfest. „Og að sjálfsögðu á að opna rannsókn á því hvort það sé búið að brjóta gegn þessu ákvæði.“ 128. gr. almennra hegningarlaga: „Ef opinber starfsmaður, [alþingismaður eða gerðarmaður] 1) heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns, þá skal hann sæta … 2) fangelsi allt að 6 árum, eða sektum, ef málsbætur eru. [Sömu refsingu skal sæta erlendur opinber starfsmaður, erlendur kviðdómandi, erlendur gerðarmaður, maður sem á sæti á erlendu fulltrúaþingi sem hefur stjórnsýslu með höndum, starfsmaður alþjóðastofnunar, maður sem á sæti á þingi slíkrar stofnunar eða á opinberu löggjafarþingi í erlendu ríki, dómari sem á sæti í alþjóðlegum dómstóli eða starfsmaður við slíkan dómstól, sem heimtar, tekur við eða lætur lofa sér eða öðrum gjöfum eða öðrum ávinningi, sem hann á ekki tilkall til, í sambandi við framkvæmd starfa síns.]“Siðanefnd komi saman sem fyrst Þórhildur Sunna segir að það sé mikilvægt að Siðanefndin komi saman sem allra fyrst og helst strax á mánudag til að vinna í málinu. „Þarna erum við aðtala um hegðun þingmanna gagnvart samstarfsfólki sínu og það stendur fólkinu í forsætisnefnd allt of nærri, held ég allavega að mínu viti, til þess að vera dómbært á það sjálft. Við viljum að sjálfsögðu óhlutdræga málsmeðferð og að það sé hafið yfir allan vafa að þetta sé skoðað án fordóma til þess einmitt að það sé hægt að leggja skýrt traust á niðurstöðuna.“ Þórhildur segir að það sé mikilvægt að utanaðkomandi aðili skoði málið því það standi þingmönnum of nærri. „Við erum kannski ekki alveg rétti aðilinn til að dæma um þetta akkúrat núna vegna þess að við erum flest hver í sárum út af þessum ummælum,“ segir Þórhildur Sunna.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58 Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22 Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41 Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Krefjast tafarlausrar afsagnar Klausturshópsins og rannsóknar á mögulegum lögbrotum Þá krefjast skipuleggjendur þess einnig að frumvarp stjórnlagaráðs um nýja stjórnarskrá verði tekið upp án tafar. 1. desember 2018 17:58
Telur ástæðu til að virkja siðanefnd Alþingis vegna Klaustursupptakanna Klaustursupptökurnar gefa fullt tilefni til þess að virkja siðanefnd Alþingis í fyrsta sinn að mati prófessors sem leiddi starfshóp um leiðir til að auka traust á stjórnmálum. Hann telur nokkuð ljóst að siðareglur hafi verið brotnar. 1. desember 2018 20:22
Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins: „Þetta er einhver lágkúrulegasta tilraun til yfirklórs sem ég hef orðið vitni að“ Gunnar Gíslason þykir ekki mikið til orðræðu sexmenninganna í Klaustursupptökunum koma. 2. desember 2018 11:41