Jólatónleikar fyrir milljarð Sighvatur Jónsson skrifar 1. desember 2018 19:00 Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip. Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira
Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip.
Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Fleiri fréttir „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Sjá meira