Jólatónleikar fyrir milljarð Sighvatur Jónsson skrifar 1. desember 2018 19:00 Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip. Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Áætlað heildarverðmæti miða á jólatónleika og hátíðarviðburði á Íslandi í ár nemur tæpum milljarði króna. Framboð jólatónleika hefur aukist með hverju árinu og þeir hafa aldrei verið fleiri en nú.Samtals eru 167.515 sæti í boði á 446 tónleikum og öðrum viðburðum í kringum hátíðarnar.Vísir/Tótla446 viðburðir fyrir helming þjóðarinnar Einhverjir listamenn selja sjálfir á tónleika sína og viðburði en flestir nýta sér þjónustu miðasölufyrirtækjanna midi.is og tix.is. Upplýsingar frá báðum miðasölum leiða í ljós að samtals eru 446 viðburðir á tímabilinu 20. nóvember 2018 - 5. janúar 2019. Ef alls staðar væri uppselt gætu 167.515 manns notið jólatónleika og annarra hátíðarskemmtana. Samtals er því pláss fyrir um helming þjóðarinnar á viðburðunum.Hrefna Sif Jónsdóttir er framkvæmdastjóri Tix Miðasölu.Vísir/ArnarMet í fjölda jólatónleika Hrefna Sif Jónsdóttir framkvæmdastjóri Tix Miðasölu segir fleiri jólatónleika nú en nokkru sinni fyrr.„Það gengur vel, það hefur selst alveg fullt af miðum en fólk virðist vera lengur að ákveða sig og er ekkert eins mikið að stressa sig, vill aðeins sjá hvernig stemmningin er í desember og aðeins halda að sér höndum.“ Hrefna Sif segir dæmi um að listamenn hafi ákveðið að hætta við viðburði eða breyta umfangi þeirra, til dæmis með því að fækka tónleikum.Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti.Vísir/Friðrik Þór18 jólatónleikar Baggalúts Þrátt fyrir að sumu listafólki reynist erfiðar að fylla tónleikasali en áður í kringum hátíðarnar gengur vel hjá þeim vinsælustu. Hljómsveitin Baggalútur heldur flesta tónleika sem fyrr, í ár eru þeir 18 eins og í fyrra. Bragi Valdimar Skúlason tónlistarmaður í Baggalúti segir að jólatónleikar sveitarinnar í Háskólabíói séu þétt settnari en í fyrra.„Ég á til dæmis í töluverðum vandræðum með að koma móður minni fyrir ef það segir eitthvað.“ Bragi Valdimar svarar neitandi þegar hann er spurður að því hvort hljómsveitin þurfi að fækka jólatónleikum í ár. Þvert á móti hafi sveitin ákveðið að fjölga ekki viðburðum að þessu sinni þrátt fyrir að eftirspurn hafi verið meiri en áður. „Það verða nú einhverjir aðrir að selja eitthvað...líka,“ segir Bragi Valdimar kíminn á svip.
Jólalög Neytendur Tónlist Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira