
Fyrsti desember
Í Jólasögu Dickens sýnir Andi ókominna jóla herra Skröggi tvö skítug, hvæsandi smábörn, dreng og stúlku. Drengurinn hét Fáfræði og stúlkan Skortur. Af þeim tveimur var drengurinn skeinuhættari því í gegnum hann lá leið til glötunar. Barátta samfélags fyrir sjálfu sér er barátta við fáfræði og skort. Í hefðbundinni pólitík (að ég tali ekki um verkalýðspólitík) er áherslan gjarnan á skortinn. Það getur verið hættulegt því fáfræðin getur teymt jafnvel ríkar þjóðir á glapstigu.
Á fullveldishátíðinni 1918 gerði þjóðin sér fulla grein fyrir því að hún ætti mikið verk fyrir höndum ætti hún í raun að verða fullvalda. Hún var fyrst og fremst að fagna þeim ásetningi sínum að verða þjóð meðal þjóða. Á hátíðinni nú er okkur sárlega ljóst að enn er býsna langt í land.
Árið 1910 skrifaði íslenskur kennari þessi orð:
Börnin læra af þeim fullorðnu, og drekka að jafnaði inn
í sig skoðanir þeirra, er þau fara að stálpast. Sjá nú ekki
allir menn, hvílíkur voði er búinn allri réttsýni í landinu,
þegar börnin venjast á þessa daufu yfirborðsskynjun? Það er
blátt áfram grátlegt, þegar börnin venjast á að tala um það
með köldu blóði og með miklum dómarasvip, sem þau hafa
enga verulega þekkingu á. Sama er um það að segja, þegar
börnin venjast á að finna að því, sem þau sjálf botna ekkert
í, og það er látið óvítt. — Hvorttveggja þetta er mjög hættu-
legt; það elur upp kæruleysi og sjálfbyrgingsskap hjá börn-
unum; skoðanamál verður hjá þeim tilfinningamál, ofstopi
kemur í stað athugunar, stóryrði í stað röksemda, heimsku-
hlátrar í stað grundaðrar aðfinslu.
Í greininni er kennarinn að ræða um mikilvægi þess að ræða í fullri alvöru og af djúpri virðingu við börn. Það þarf að kenna þeim að bera næga virðingu fyrir sjálfum sér til að vanda skoðanamyndun sína.
Í dag er fullvalda, íslensk þjóð eitt hundrað ára. Í sögulegu samhengi er hún enn barn. Henni hefur gengið ágætlega í að berjast við skortinn. Verr hefur gengið að glíma við fáfræðina. Skoðanamál eru í miklum mæli tilfinningamál. Ofstopi og heimskuhlátrar eiga greiðari leið upp á pallborðið en röksemdir og ígrunduð aðfinnsla. Réttsýnin á erfitt uppdráttar gagnvart yfirborðsmennskunni.
Það má einu gilda hve auðug íslenska þjóðin verður, hve mörg frystiskip sigla um miðin, hve margir rafmagnsbílar streyma um göturnar og hve margar leikjatölvur koma upp úr jólapökkunum, ef við vanrækjum baráttuna við fáfræðina verður sigurinn á skortinum innantómur.
Hin hundrað ára saga fullvalda Íslands er saga stærsta gæfuspors þjóðarinnar. Eitt fátækasta land heims varð eitt það ríkasta. Ef við einsetjum okkur nú að taka fáfræðina sömu tökum og styðjum mynduglega við uppeldi og menntun, leggjum rækt við hið ört stækkandi þekkingarþjóðfélag og segjum yfirborðskenndri, tilfinningaknúinni skoðanamyndun stríð á hendur getum við leyst úr læðingi áður óþekkta hagsæld.
Það er ástæða til að fagna innilega fyrsta desember. Það er viðeigandi að sá fögnuður fari fram í skugga. Tilgangur þessarar merkustu hátíðar íslenskrar þjóðar er að við séum meðvituð um skuggana og tökum okkur saman um það hvert við ætlum að beina ljósinu næst.
Skoðun

Engin sátt án sannmælis
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Að finna rétt veiðigjald...
Bolli Héðinsson skrifar

Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti?
Carmen Maja Valencia skrifar

Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga!
Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar

Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt?
Davíð Bergmann skrifar

Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Og hvað svo?
Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar

Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu
Guðmundur Andri Thorsson skrifar

Sannleikurinn í tengdamömmumálinu
Ólöf Björnsdóttir skrifar

Hann breytti öllu – og gerði það með háði
Jónas Sen skrifar

Ekki fylla höfnina af grjóti
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Lengri útivistartími barna
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það?
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota
Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar

Flugan í ídýfunni
Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar

Að mennta til lífs, ekki prófa
Sandra Sigurðardóttir skrifar

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar