Tveir í leyfi og tveir reknir til áhrifaleysis Sveinn Arnarsson skrifar 1. desember 2018 08:15 Ákveðið var að vísa Ólafi og Karli Gauta úr Flokki fólksins. Fréttablaðið/Stefán Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér. Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira
Fyrrverandi utanríkisráðherra og andlit herferðar gegn kynbundnu misrétti flýr í launalaust leyfi vegna ummæla sinna í garð kvenna. Bergþór Ólason fer sömu leið. Tveir þingmenn Flokks fólksins reknir úr flokknum.Alþingi Bergþór Ólason og Gunnar Bragi Sveinsson, þingmenn Miðflokksins, eru farnir í leyfi um óákveðinn tíma og Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason hafa verið reknir úr Flokki fólksins í kjölfar þess að hljóðupptaka af samtali þeirra við drykkju á barnum Klaustri rataði til fjölmiðla. Tveir þingmenn eru því eftir í þingflokki Flokks fólksins eftir vendingar gærdagsins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tjáði flokksfólki sínu þá niðurstöðu í gær að Gunnar Bragi og Bergþór ætluðu sér að stíga til hliðar. Ekki er í bréfi Sigmundar tiltekið hversu lengi þeir félagar ætla að sitja í launalausu leyfi. Eva Heiða Önnudóttir stjórnmálafræðingur segir Gunnar Braga og Bergþór geta líkast til átt afturkvæmt. „Ég myndi alveg halda að þeir gætu átt afturkvæmt í stjórnmál. Það skiptir hins vegar máli hvaða vinna á að fara fram á meðan þeir eru í leyfi. Ef það er bara þannig að þeir eru sendir í leyfi og ekkert gerist þá gætu þeir átt erfitt,“ segir Eva Heiða. „Mögulega mun forsætisnefnd taka málið fyrir og vega og meta hvort siðareglur hafi verið brotnar. Svo þarf að vinna með þá niðurstöðu. Ef það ferli fer af stað gætu þingmennirnir sagt að búið sé að gera upp málin og þeir ættu því afturkvæmt.“ Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason eru ekki lengur í Flokki fólksins og óskað verður eftir því að þeir hætti í þingflokknum sömuleiðis. Þó eftir standi aðeins tveir einstaklingar í Flokki fólksins getur sá þingflokkur starfað sem slíkur. Hins vegar geta Ólafur og Karl Gauti ekki stofnað nýjan þingflokk og þurfa þá að sitja utan þingflokks eða fara inn í annan. Eva Heiða segir að á einhvern hátt séu Ólafur og Karl Gauti dæmdir til áhrifaleysis í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. „Þeir náttúrulega verða ekki í neinni stöðu til að koma málum í gegn og eru búnir að missa þennan samtakamátt. Í þeirra dæmi snýst þetta fyrst og fremst um traust milli þingmanna. Ólafs og Karls Gauta annars vegar og svo hinna þingmannanna.“ Þeir kumpánar Ólafur og Karl Gauti eiga rétt á setu í þingnefnd en ekki er vitað í hvaða nefndum það verður. Líklegt þykir að nokkur kapall fari af stað í næstu viku við að raða niður í fastanefndir þingsins. Hvorki náðist í Karl Gauta Hjaltason né Ólaf Ísleifsson við vinnslu fréttarinnar. Ekki náðist heldur í Gunnar Braga Sveinsson eða Bergþór Ólason. Af þeim þingmönnum Miðflokksins sem voru á upptökunum sem fjallað hefur verið um síðustu daga hefur aðeins Anna Kolbrún Árnadóttir sagst velta sinni stöðu fyrir sér.
Upptökur á Klaustur bar Mest lesið Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Erlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Fleiri fréttir Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Sjá meira