Fyrsta stöðin til að bjóða upp á fjórar tegundir aflgjafa Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 19:15 Fyrsti viðskiptavinurinn til þess að nýta sér þjónustuna var Natalie Ouellette, sem er kanadískur ríkisborgari. Hún er búsett á Íslandi og ekur á VW e-Golf. Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“ Bensín og olía Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Olíuverzlun Íslands tók í notkun nýja hraðhleðslustöð í Álfheimum fyrir rafmagnsbíla í dag og verður þjónustustöðin fyrsta fjölorkustöð landsins sem býður upp á fjórar tegundir aflgjafa. Það er rafmagn, metan, bensín og dísil. Innflutningur rafmagns- og tengiltvinnbíla hefur aukist mikið á síðustu árum, samkvæmt upplýsingum frá Orkusetrinu, og notkun hreinna rafbíla hefur einnig aukist jafnt og þétt. Þetta kemur fram í tilkynningu. „Við hjá Olís viljum mæta aukinni eftirspurn eftir fjölbreyttum orkugjöfum og koma þannig til móts við þarfir viðskiptavina okkar og jafnframt hafa jákvæð áhrif á umhverfið,“ segir Jón Ólafur Halldórsson, forstjóri félagsins, samkvæmt tilkynningunni. Þar segir einnig að Olís hafi allt frá árinu 1995 unnið eftir skýrri umhverfisstefnu, sem var samþykkt af þáverandi stjórn félagsins, þar sem umhverfisvernd er höfð að leiðarljósi í starfsemi félagsins. Með fjölgun rafhleðslustöðva hefur Olís tekið nýtt grænt skref. „Við stefnum að því að fjölga hraðhleðslustöðvum og öðrum grænum orkugjöfum jafnt og þétt á þjónustustöðvum okkar vítt og breitt um landið. En við viljum líka stuðla að umhverfisvernd við förgun úrgangsefna, endurnýtingu umbúða og byggingu mannvirkja. Allt skiptir þetta máli og það er nauðsynlegt að standa vörð um náttúru landsins og skila auðlindum okkar í betra horfi til komandi kynslóða,“ segir Jón Ólafur. Hann segir enn fremur að Olís vilji nýta auðlindir landsins á sjálfbæran hátt í þágu atvinnulífsins, landsmönnum og komandi kynslóðum til efnahagslegs og félagslegs ábata, án þess að ganga á höfuðstól auðlindanna. „Félagið vill stuðla að sjálfbærum vexti auðlinda svo sem kostur er með skynsamlegri nýtingu þeirra og leggur áherslu á uppgræðslu landsins þar sem tekið er tillit til atvinnustarfseminnar í landinu og fjölbreytileika náttúru þess.“
Bensín og olía Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira