Lyfjaframleiðsla Coripharma í Hafnarfirði hófst í dag Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. desember 2018 18:30 Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni. Hafnarfjörður Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Lyfjastofnun staðfesti í gær framleiðsluleyfi fyrir lyfjaverksmiðju Coripharma í Hafnarfirði og hófst lyfjaframleiðsla í verksmiðjunni í dag. Verksmiðjan er í sama húsnæði og Actavis var í áður. Starfsmenn eru 37 en langflestir þeirra eru fyrrverandi starfsmenn Actavis. Coripharma var stofnað utan um kaup fyrrverandi starfsmanna Actavis og hóps fjárfesta á verksmiðjunni auk fasteigna við Reykjavíkurveg 76 af alþjóðlega lyfjarisanum Teva Pharmaceutical Industries í júní á þessu ári. „Hér er búið að byggjast upp gríðarleg þekking á sviði lyfjaframleiðslu og það hefði verið mikil synd fyrir bæði Hafnarfjarðarbæ og Ísland ef hún hefði dáið drottni sínum. Það var samt ekki aðeins það að okkur rann blóðið til skyldunnar heldur var það einfaldlega virkilega gott viðskiptatækifæri að hefja þessa framleiðslu aftur,“ segir Bjarni K. Þorvarðarson forstjóri Coripharma og einn hluthafa. Á meðal annarra hluthafa í Coripharma er vátryggingafélagið VÍS með tæplega 20 prósenta hlut, sjóðurinn tækifæri II á vegum Íslenskra verðbréfa, Sigurður Gísli Pálmason, fjárfestir og eigandi IKEA á Íslandi auk starfsmanna Coripharma. Lyfjastofnun staðfesti framleiðsluleyfi verksmiðjunnar í gær og hófst framleiðsla í strax í dag með framleiðslu á útbreiddu sýklalyfi. „Við réðum fyrsta starfsmanninn í maí og erum þrjátíu og sjö núna. Af þeim eru þrjátíu og fimm fyrrverandi starfsmenn Actavis. Mér finnst líklegt að við tvöföldum starfsmannafjöldann á næsta ári og tvöföldum hann aftur í lok árs 2020 ef allar okkar áætlanir ganga eftir,“ segir Bjarni. Coripharma framleiðir eingöngu samheitalyf í verktöku fyrir aðra lyfjaframleiðendur. „Eftir því sem okkur vex ásmegin ætlum við að byrja að þróa okkar eigin samheitalyf, eins og hér var gert áður. Og þá skapast tækifæri til að framleiða lyf sem ekki hafa verið framleidd hér áður, ekki eingöngu í verktöku,“ segir Bjarni.
Hafnarfjörður Mest lesið Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Kerecis fólk fjárfestir í flugi Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira