Skrifaði undir viljayfirlýsingu um byggingu í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 20:45 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. AP/Evan Vucci Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump. Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Fjórum mánuðum eftir að Donald Trump tilkynnti að hann væri í framboði til embættis forseta Bandaríkjanna, skrifaði hann undir viljayfirlýsingu um að byggja Trump-turn í Moskvu. Christopher C. Cuomo, fréttamaður CNN, sagði frá þessu í þætti sínum seint í gærkvöldi en Rudy Giuliani, lögmaður Trump, sagði á sunnudaginn að bréf þetta hefði verið skrifað en enginn hefði skrifað undir það.Auk Trump, skrifaði Andrey Rozov, eigandi rússnesks fyrirtækis sem hefði einnig komið að verkefninu, einnig undir viljayfirlýsinguna. Samkvæmt henni hefði fyrirtæki Trump fengið fjórar milljónir dala greiðslu við upphaf byggingar, án þess að þurfa að koma að kostnaði með nokkrum hætti. Þá fengi fyrirtækið hluta af söluhagnaði byggingarinnar og kom til greina að nefna heilsulind byggingarinnar í höfuðið á dóttur Trump, Ivönku Trump. Hér má sjá hluta þáttar Cuomo í gær.CNN obtains letter of intent for the proposed Trump Tower Moscow signed by Trump@ChrisCuomo: "This is a very negotiate situation. It didn't bind anybody anything. A letter of intent is just that. It means we're going to try to make this happen. But it was very well negotiated." pic.twitter.com/b1F9dWf3DS — Cuomo Prime Time (@CuomoPrimeTime) December 19, 2018 Á þeim tíma sem Trump skrifaði undir yfirlýsinguna jós hann hrósi yfir Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Hann sagði hann gáfaðan og hæfileikaríkan, lofaði hann fyrir leiðtogahæfileika sína og varði hann gagnvart morðum á blaðamönnum og pólitískum andstæðingum hans.Michael Cohen, lögmaður Trump, sagði þingmönnum í fyrra að forsetinn hefði skrifað undir yfirlýsinguna en það hafði ekki verið sannað fyrr en nú. Þá hefur Trump ítrekað haldið því fram að hann hefði ekkert með Rússland að gera, þekkti ekki til Rússlands og ætti ekki í viðskiptum þar. Nokkrum dögum áður en Trump sór embættiseið ítrekaði hann að hann tengdist Rússlandi ekki á nokkurn hátt. „Ég er ekki með neina samninga við Rússland. Ég er ekki með neina samninga í Rússlandi. Ég er ekki með neina samninga sem gætu gerst í Rússlandi því við héldum okkur frá Rússlandi. Við hefðum auðveldlega getað gert samninga í Rússlandi ef við vildum. Ég vil það ekki því ég held að það myndi skapa hagsmunaárekstur. Þannig að ég er ekki með lán, enga samninga og enga samninga í burðarliðum,“ sagði Trump.
Bandaríkin Donald Trump Rússland Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira