Skurðstofu sjúkrahússins á Selfossi lokað Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 19. desember 2018 19:00 Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið. Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira
Skurðstofunni á sjúkrahúsinu á Selfossi verður lokað um áramótin. Ástæðan er sú að svæfingalæknirinn er komin á aldur. Um tvö hundruð háls, nef og eyrnaaðgerðir hafa meðal annars verið gerðar á börnum á stofunni árlega, auk kvensjúkdómaaðgerða. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands boðaði sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi á sinn fund í morgun til að kynna starfsemi stofnunarinnar og þær breytingar sem framundan eru. Örfáir sveitarstjórnarmenn mættu. Helstu tíðindi dagsins er lokun skurðstofunnar á Selfossi frá áramótum. „Síðustu ár hafa verið gerðar aðgerðir hérna einn dag í viku í svæfingu. Nú horfir þannig fram á veginn hjá okkur að við erum með svæfingalæknir, sem er að láta af störfum hjá okkur um áramótin og við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera umtalsverðar endurbætur á húsnæðinu hjá okkur. Við ætlum þá að nýta þetta húsnæði sem er illa nýtt aðra daga fyrir aðra starfsemi á meðan það er verið að gera endurbætur á húsnæðinu, þannig að við þurfum að loka tímabundið fyrir ákveðnar aðgerðir hjá okkur“, segir Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands kom víða við í erindi dagsins með sveitarstjórnarmönnum.Herdís segir að breytingin í kjölfar lokunar skurðstofunnar muni helst koma niður á börnum sem hafa farið í háls, nef og eyrnaaðgerðir á Selfoss einn dag í viku en að þau munu þá þurfa að sækja þá þjónustu til Reykjavíkur. En á að loka skurðstofunni fyrir fullt og allt ? „Við þurfum minnsta kosti tvö ár hugsa ég til þess að fara í þessar nauðsynlegustu endurbætur sem við erum að gera núna á rafmagni og fleiru sem er í mjög alvarlegu ástandi í húsinu hérna hjá okkur“, segir Herdís og bætir við að Heilbrigðisráðuneytið hafi samþykkt ákvörðunina um lokun skurðstofunnar þegar sú ákvörðun var borin undir ráðuneytið.
Heilbrigðismál Húsnæðismál Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Erlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Búið að laga bilunina Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Innlent Níutíu Palestínumenn látnir lausir Erlent Fleiri fréttir Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Sjá meira