Héraðsdómur hafnaði kröfu þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. desember 2018 12:06 Bára naut mikils stuðnings í héraðsdómi í vikunni þegar málið var tekið fyrir. Vísir/Vilhelm Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Greint er frá þessu á vef Stundarinnar en úrskurður var kveðinn upp nú rétt fyrir hádegi. Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmanna Báru Halldórsdóttur, segir í samtali við Vísi að þessi úrskurður dómsins hafi ekki komið á óvart. Samkvæmt fordæmum Hæstaréttar séu gerðar mjög strangar kröfur til sóknaraðila til þess að hann fái að afla gagna með þessum hætti áður en hann höfðar mál. Í upphafi hafi ekki verið ljóst hver tók samræður þingmannanna á Klaustur Bar upp en daginn eftir að beiðni barst til dómsins um gagnaöflun steig Bára fram og greindi frá því að hún væri sú sem tók samræðurnar. Þar með megi segja að forsendurnar hafi meira og minna horfið. Málflutningur um kröfu þingmannanna fór fram síðastliðinn mánudag. Fjöldi fólks mætti til að styðja Báru í héraðsdómi en óljóst er hver næstu skref eru nú í málinu. Þingmennirnir geta áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar en ekki liggur fyrir hvort það verði gert. Þeir hafa enn ekki tilkynnt að þeir ætli að höfða mál gegn Báru að sögn Ragnars en þeir eru hafa leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Fréttin hefur verið uppfærð. Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. 18. desember 2018 06:45 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Kröfu fjögurra þingmanna Miðflokksins um gagnaöflun og vitnaleiðslur fyrir dómi vegna hugsanlegrar málssóknar gegn Báru Halldórsdóttur hefur verið hafnað af Héraðsdómi Reykjavíkur. Greint er frá þessu á vef Stundarinnar en úrskurður var kveðinn upp nú rétt fyrir hádegi. Ragnar Aðalsteinsson, annar lögmanna Báru Halldórsdóttur, segir í samtali við Vísi að þessi úrskurður dómsins hafi ekki komið á óvart. Samkvæmt fordæmum Hæstaréttar séu gerðar mjög strangar kröfur til sóknaraðila til þess að hann fái að afla gagna með þessum hætti áður en hann höfðar mál. Í upphafi hafi ekki verið ljóst hver tók samræður þingmannanna á Klaustur Bar upp en daginn eftir að beiðni barst til dómsins um gagnaöflun steig Bára fram og greindi frá því að hún væri sú sem tók samræðurnar. Þar með megi segja að forsendurnar hafi meira og minna horfið. Málflutningur um kröfu þingmannanna fór fram síðastliðinn mánudag. Fjöldi fólks mætti til að styðja Báru í héraðsdómi en óljóst er hver næstu skref eru nú í málinu. Þingmennirnir geta áfrýjað úrskurði héraðsdóms til Landsréttar en ekki liggur fyrir hvort það verði gert. Þeir hafa enn ekki tilkynnt að þeir ætli að höfða mál gegn Báru að sögn Ragnars en þeir eru hafa leitað til Persónuverndar vegna upptökunnar.Fréttin hefur verið uppfærð.
Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36 Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. 18. desember 2018 06:45 Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sjá meira
Telja að upptökur af Klaustur bar muni sýna að Bára segi ekki allan sannleikann Reimar Pétursson, lögmaður fjögurra Miðflokksmanna, segir að brotið hafi verið á einkarétti þingmannanna til einkalífs. Þett hafi gerst þegar Bára Halldórsdóttir tók upp einkasamtal sem þau hafi átt á Klaustur bar. 17. desember 2018 15:36
Líkamlega örþreytt en andlega hamingjusöm eftir gærdaginn Fjölmenni beið Báru Halldórsdóttur, sem hljóðritaði samtal þingmanna á Klaustri bar 20. nóvember síðastliðinn, er hún gekk inn í Héraðsdóm Reykjavíkur í gær. Fólk hvatti hana til dáða og sýndi henni stuðning með nærveru sinni. 18. desember 2018 06:45
Segir Klaustursmenn vilja kalla dómkirkjuprest til vitnis Þingfesting í máli fjögurra þingmanna Miðflokksins vegna Klaustursupptakanna fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 17. desember 2018 12:59