Tileinkar Bjarka Má bókina Íslensk knattspyrna 2018 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. desember 2018 16:30 Bjarki og Ástrós með dóttur sína. Skjámynd/S2 Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira
Víðir Sigurðsson kemur að venju með bókina Íslensk knattspyrna út fyrir jólin en þetta er 38. bókin í þessum bókarflokki. Fyrsta bókin kom út árið 1981. Víðir hélt útgáfuhóf fyrir bókina sína í gær og meðal gesta var Bjarki Már Sigvaldason. Víðir kallaði hann upp í hófinu en í fyrsta sinn í sögu bókarflokksins þá tileinkar Víðir einhverjum bók sína. Víðir ákvað að tileinka Bjarka bókina Íslensk knatttspyrna 2018. Eftir sex ára baráttu segja læknar að ekkert sé við ráðið og að Bjarki Már eigi nú stutt eftir. Bjarki og kona hans, Ástrós eiga tveggja mánaða dóttur en Bjarki talaði um veikindin í áhrifamiklu viðtali í Ísland í dag á Stöð 2 á dögunum. Bjarki segir það hafa verið mikið áfall að heyra að hann ætti bara nokkra mánuði eftir. Þau hafi ákveðið að reyna að njóta þeirra eins vel og hægt væri. „Það er það eina sem ég hugsa um núna. Að vakna á hverjum degi og lifa einn dag í einu.“ Það má sjá viðtalið hér fyrir neðan. Bjarki Már Sigvaldason mætti í útgáfuhóf Víðis í gær og fékk þá þessa sögulega bók í hendurnar en Víðir talaði þá um að þetta sé í fyrsta sinn sem hann ákveður að tileinka einhverjum bókina sína sem hann hefur nú skrifað á hverju ári í að verða fjóra áratugi.Hér fyrir neðan má sjá tileinkun Víðis í bókinni: „Þessa bók tileinka ég annars Bjarka Má Sigvaldasyni, 31 árs gömlum knattspyrnuáhugamanni sem ég hef þekkt og fylgst með nánast frá því hann fæddist. Bjarki var sjálfur einn efnilegasti knattspyrnumaður landsins og lykilmaður í drengjalandsliði Íslands á sínum tíma en meiðsli settu stórt strik í hans feril,“ skrifar Víðir og hélt áfram. „Undanfarin sex ár hefur hann síðan glímt við krabbamein og hefur á þeim tíma látið mikið til sín taka í umræðu og baráttu við slík veikindi á opinskáan hátt, þannig að þjóðin hefur tekið eftir, ásamt eiginkonu sinni og nú nýfæddri dóttur,“ skrifar Víðir í formála bókarinnar. Þar kemur einnig fram að Bjarki Már er einn af fjölmörgum ljósmyndurum í bókinni Íslensk knattspyrna í ár. „Bjarki er sjálfur á meðal þeirra sem eiga ljósmyndir í þessari bók en hann var í búningsklefa síns félags, HK, eftir að það tryggði sér úrvalsdeildarsæti í haust og tók þare skemmtilega mynd sem er á forsíðu kaflans um Inkasso-deild karl,“ skrifar Víðir en myndina má sjá hér fyrir neðan.ÍSLENSK KNATTSPYRNA 2018 Bókaútgáfan Tindur hefur gefið út bókina Íslensk knattspyrna 2018 eftir Víði Sigurðsson íþróttafréttamann en þetta er 38. bókin í þessum flokki sem hóf göngu sína árið 1981. Bókin er 272 blaðsíður, prýdd rúmlega 370 myndum, og í henni er að finna allt sem gerðist í íslenskum fótbolta á árinu 2018. Þar er umfjöllun um Íslandsmótið í öllum deildum karla og kvenna, alla landsleiki Íslands í öllum aldursflokkum og sérstaklega um þátttöku Íslands í lokakeppni HM í Rússlandi. Bikarkeppnin, Evrópuleikirnir, allt um atvinnumennina erlendis, allir yngri flokkarnir, úrslit og stöður. Mjög ítarleg tölfræði um leikmenn og lið í öllum deildum, deildaleiki og landsleiki, ásamt ferilskrá atvinnumannanna okkar. Viðtöl í bókinni eru við Heimi Hallgrímsson, Hallberu Guðnýju Gísladóttur, Birki Má Sævarsson og Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hörður Magnússon skrifar pistil um Pepsi-deild karla, Edda Garðarsdóttir um Pepsi-deild kvenna og Helena Ólafsdóttir um Inkasso-deild kvenna og þá segir Wentzel Steinarr Kamban fyrirliði Aftureldingar frá keppninni í 2. deild karla.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Íslenski boltinn Stólarnir fastir í München Körfubolti Íslensk hetja sendi Bergen upp í sjöunda himinn: Ein bestu kaup félagsins Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Körfubolti Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár Fótbolti Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enski boltinn „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Golf Semenya hættir baráttu sinni Sport Bjóða upp á Frank Booker-árskort Körfubolti Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Sjá meira