Fá að kaupa áskriftarréttindi í Kviku Kristinn Ingi Jónsson skrifar 19. desember 2018 08:00 Ármann Þorvaldsson, forstjóri Kviku banka. Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. Er af þeim sökum stefnt að því að auka heimild bankans til þess að gefa út slík réttindi á næsta aðalfundi. Starfsmönnum Kviku hefur hingað til staðið til boða að kaupa sams konar áskriftarréttindi í bankanum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í kynningu Kviku banka vegna kaupanna á GAMMA sem fjallað var um á hluthafafundi bankans síðdegis í gær. Í kynningunni kemur jafnframt fram að Kvika hyggist halda eftir hluta kaupverðsins, nánar tiltekið 200 milljóna króna greiðslu árangurstengdra þóknana, til þess að verja sig fyrir mögulegu tjóni vegna sekta, dómsmála eða annarra krafna sem rekja megi til atvika sem eigi sér stað fyrir kaupin. Eins og fram hefur komið er kaupverðið á GAMMA ríflega 2,4 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok júní síðastliðins en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum. Fram kemur í kynningu Kviku að ekki liggi fyrir áform um að sameina GAMMA og önnur félög í samstæðu fjárfestingarbankans. Þó sé ljóst að mikil tækifæri séu fólgin í því að samþætta ýmsa hluta starfsemi félagsins við starfsemi Kviku en í því sambandi er meðal annars nefnd sameining á sjóðum sem eru sambærilegir hjá GAMMA og Júpíter, dótturfélagi Kviku, og útvistun á ýmissi stoðþjónustu til Kviku. Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á GAMMA á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Eins og fram kom í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar í gær hefur stjórn bankans ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok fyrsta fjórðungs næsta árs. Ekki er gert ráð fyrir að hlutafjárútboð verði haldið samhliða skráningunni. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira
Fyrirhugað er að bjóða starfsmönnum GAMMA Capital Management að kaupa áskriftarréttindi að hlutum í Kviku banka í kjölfar yfirtöku fjárfestingarbankans á verðbréfafyrirtækinu. Er af þeim sökum stefnt að því að auka heimild bankans til þess að gefa út slík réttindi á næsta aðalfundi. Starfsmönnum Kviku hefur hingað til staðið til boða að kaupa sams konar áskriftarréttindi í bankanum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í kynningu Kviku banka vegna kaupanna á GAMMA sem fjallað var um á hluthafafundi bankans síðdegis í gær. Í kynningunni kemur jafnframt fram að Kvika hyggist halda eftir hluta kaupverðsins, nánar tiltekið 200 milljóna króna greiðslu árangurstengdra þóknana, til þess að verja sig fyrir mögulegu tjóni vegna sekta, dómsmála eða annarra krafna sem rekja megi til atvika sem eigi sér stað fyrir kaupin. Eins og fram hefur komið er kaupverðið á GAMMA ríflega 2,4 milljarðar króna miðað við bókfært virði árangurstengdra þóknana hjá verðbréfafyrirtækinu í lok júní síðastliðins en verðið getur breyst til hækkunar eða lækkunar eftir því hvernig rekstur og verðmæti fyrirtækisins þróast á næstu misserum. Fram kemur í kynningu Kviku að ekki liggi fyrir áform um að sameina GAMMA og önnur félög í samstæðu fjárfestingarbankans. Þó sé ljóst að mikil tækifæri séu fólgin í því að samþætta ýmsa hluta starfsemi félagsins við starfsemi Kviku en í því sambandi er meðal annars nefnd sameining á sjóðum sem eru sambærilegir hjá GAMMA og Júpíter, dótturfélagi Kviku, og útvistun á ýmissi stoðþjónustu til Kviku. Gert er ráð fyrir að áhrif kaupanna á GAMMA á afkomu Kviku fyrir skatta verði um 300 til 400 milljónir króna á ársgrundvelli. Eins og fram kom í tilkynningu Kviku til Kauphallarinnar í gær hefur stjórn bankans ákveðið að stefna að skráningu hlutabréfa bankans á aðalmarkað Kauphallarinnar fyrir lok fyrsta fjórðungs næsta árs. Ekki er gert ráð fyrir að hlutafjárútboð verði haldið samhliða skráningunni.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Viðskipti innlent Leik lokið hjá Play Viðskipti innlent Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Viðskipti innlent Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Viðskipti innlent „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Viðskipti innlent Hrun í makríl og kolmunna Viðskipti innlent Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Viðskipti innlent Eigandinn hættir sem forstjóri Viðskipti erlent Norðlensk framleiðsla sem er að slá í gegn á Íslandi Samstarf Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Arnar Þór og Unnur skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Sjá meira