Þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort lögleiða eigi kannabis mun fram í Nýja-Sjálandi árið 2020. Dómsmálaráðherra landsins, Andrew Little, greindi frá því í morgun að atkvæðagreiðslan muni fara fram samhliða þingkosningum.
Samkomulag náðist um að halda skyldi slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarmyndunarviðræðum á síðasta ári sem leiddi til myndunar stjórnar undir forsæti Jacindu Ardern, leiðtoga Verkamannaflokksins.
Verkamannaflokkurinn, Græningjar og popúlistaflokkurinn NZF (New Zealand First) mynda saman ríkisstjórn í Nýja-Sjálandi. Nýsjálenska þingið samþykkti í síðustu viku að heimila notkun kannabis í lækningaskyni.
Skoðanakannanir benda til að um tveir þriðju Nýsjálendinga séu hlynntir lögleiðingu kannabis.
Ekki er langt síðan að kannabis var lögleitt í Kanada og Úrúgvæ.
Nýsjálendingar kjósa um lögleiðingu kannabis 2020
Atli Ísleifsson skrifar
