Greiðslur úr sjúkrasjóði BHM skertar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. desember 2018 07:33 Maríanna H. Helgadóttir er formaður stjórnar sjúkrasjóðs BHM. Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Vegna mikillar fjölgunar umsókna í sjúkrasjóð Bandalags háskólamanna, BHM, telur stjórn sjóðsins óhjákvæmilegt að breytta úthlutunarreglum hans til að tryggja rekstur sjóðsins. Þetta kemur fram í frétt á vef BHM en þar segir að undanfarna mánuði hafi umsóknum um sjúkradagpeninga úr sjúkrasjóði bandalagsins fjölgað umtalsvert. Hafi þetta haft í för með sér mjög aukinn kostnað fyrir sjóðinn en tekjur hafa ekki vaxið að sama skapi. Því þurfi að breyta úthlutunarreglunum. Nú verða sjúkradagpeningar greiddir að hámarki í níu mánuði í stað tólf mánaða áður. Þá verður gleraugnastyrkur lækkaður sem og styrkur vegna laser- eða augnsteinaskiptaaðgerða. Heilsuræktarstyrkur lækkar jafnframt sem og fæðingarstyrkur. Maríanna H. Helgadóttir, formaður stjórnar sjóðsins, sagði í samtali við RÚV í gærkvöldi að aðsókn í sjóðinn hafi keyrt um þverbak í nóvember. „Til að setja þetta í samhengi voru árið 2016 greiddar 72 milljónir í sjúkradagpeningum yfir árið en það sem af er þessu ári eru það 132 milljónir,“ sagði Maríanna. Hún sagði erfitt að segja til um hvað valdi aukinni aðsókn í sjóðinn. Heilmikil streita sé þó í samfélaginu og það gæti verið eitt af því sem skýri aukinn fjölda umsókna. Stefnt sé að því að reyna að fá sjúkradagpeningavottorð frá öllum þeim félagsmönnum sem sækja um sjúkradagpeninga. Þannig sé mögulega hægt að greina hver aðalvandinn sé. Greiðsla úr sjúkrasjóðum hefur aukist til muna hjá fleiri stéttarfélögum, til að mynda hjá VR eins og fjallað var um í fréttum Stöðvar 2 í sumar. Þá var greint frá því að greiðsla sjúkradagpeninga hefði aukist um 72,7 prósent frá árinu 2006 að teknu tilliti til þróunar launa.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00 „Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45 Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði Sjá meira
Erum að vakna upp við vondan draum Rannsóknir í Evrópu og í Bandaríkjunum benda til að hátt í 60 prósent forfalla á vinnumarkaði megi rekja til streitu. Engin ástæða er til að halda að annað gildi um íslenskan vinnumarkað. 13. desember 2018 08:00
„Svolítið í Íslendingum að finnast það vera ódugnaður að ráða ekki við streituna“ Ólafur Þór Ævarsson, geðlæknir, segir heilbrigðisstarfsmenn nú sjá nýjan hóp í heilbrigðiskerfinu, það er fólk sem glímir við það sem kallað er sjúkleg streita. 10. desember 2018 10:45