FÍB vill að ráðamenn skili bílasköttum til vegagerðar Kristján Már Unnarsson skrifar 17. desember 2018 20:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson. Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. Rætt var við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í fréttum Stöðvar 2. Þótt Alþingi sé núna komið í jólahlé munu þingnefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd nota tímann fram til janúarloka til að móta nánar meginramma vegtollanna og þá sést betur hvort og hversu breið sátt muni nást um málið. Hagsmunasamtök bílaeigenda hafa hins vegar verulegar efasemdir. „Það er búið að gefa núna mánaðarfrest til þess að leiða þetta að einhverju leyti til lykta. En við vörum við því að þarna vantar allar kostnaðartölur. Og við óttumst að þarna eigi bara að búa til nýja skatta ofan á þá áttatíu milljarða króna sem eru lagðir árlega á bíleigendur. Og við óttumst að þetta leggist þyngst á þá sem eru hérna á suðvesturhorninu,“ segir Runólfur.Gjaldtakan á Reykjanesbraut yrði líklega skammt frá Straumsvík, þar sem gamla gjaldhliðið var.Hugmyndin er vegtollarnir leggist á stofnæðarnar þrjár út frá Reykjavík en einnig á öll jarðgöng landsins og á innheimtan að verða rafræn með myndavélahliðum. Lægsta gjald með mesta afslætti fyrir fólksbíla verði allt að 150 krónur en gjald fyrir staka ferð allt að 1.200 krónur. „Það leggst ellefu prósenta virðisaukaskattur ofan á vegtoll. Og það er eitthvað sem færi upp úr okkar vösum, - ofan á allan annan kostnað. Og innheimtukerfin kosta helling. Þannig að menn þurfa bara að leiða það til lykta hvort þetta sé ekki bara allt of dýr lausn fyrir örríki eins og okkar.“ Þegar Runólfur er spurður hvaða lausn hann sjái til að fjármagna vegakerfið bendir hann á að þann hluta bílaskatta sem komi af beinni notkun bíla, það er eldsneytisskatta, bifreiðagjöld og fleira. „Og það eru fjörutíu milljarðar. Og við teljum eðlilegt að þeim fjármunum sé varið til vegaframkvæmda.“ Til samanburðar má geta þess að vegtollunum er ætlað að skila fjórum milljörðum króna á ári.Frá tollskýlinu við Hvalfjarðargöng. Innheimtu veggjalda lauk þar í haust.vísir/pjeturÞað er auðheyrt að verulegrar tortryggni gætir í garð alþingismanna í ljósi áratugareynslu af eyrnamerktum sérsköttum. Þeir hafa nær undantekningalaust verið teknir í annað. „Því miður. Og ég held að menn sjái þarna ákveðin tækifæri til að losa um aðra fjármuni í samgönguáætlun. Og hvort sem það verður notað til að niðurgreiða innanlandsflugið eða í eitthvað annað veit ég ekki.“ Og skattar sem einu sinni komast á, þeir virðast aldrei hætta. „Ég minni á að fyrir rúmum þrjátíu árum þá var bifreiðagjaldið lagt á og það átti verða bráðabirgðaskattur til eins árs. Bifreiðagjaldið er að gefa í tekjur í ríkissjóð tæplega átta milljarða á ári. Það er enn á, núna rúmum þrjátíu árum seinna,“ segir Runólfur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. 15. desember 2018 23:36 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Félag íslenskra bifreiðaeigenda óttast að innheimtukerfi vegtolla verði of dýr lausn fyrir örríki eins og Ísland og hvetur ráðamenn frekar til að láta þá skatta, sem þegar eru teknir af bíleigendum, renna til vegagerðar. Rætt var við Runólf Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, í fréttum Stöðvar 2. Þótt Alþingi sé núna komið í jólahlé munu þingnefndarmenn í umhverfis- og samgöngunefnd nota tímann fram til janúarloka til að móta nánar meginramma vegtollanna og þá sést betur hvort og hversu breið sátt muni nást um málið. Hagsmunasamtök bílaeigenda hafa hins vegar verulegar efasemdir. „Það er búið að gefa núna mánaðarfrest til þess að leiða þetta að einhverju leyti til lykta. En við vörum við því að þarna vantar allar kostnaðartölur. Og við óttumst að þarna eigi bara að búa til nýja skatta ofan á þá áttatíu milljarða króna sem eru lagðir árlega á bíleigendur. Og við óttumst að þetta leggist þyngst á þá sem eru hérna á suðvesturhorninu,“ segir Runólfur.Gjaldtakan á Reykjanesbraut yrði líklega skammt frá Straumsvík, þar sem gamla gjaldhliðið var.Hugmyndin er vegtollarnir leggist á stofnæðarnar þrjár út frá Reykjavík en einnig á öll jarðgöng landsins og á innheimtan að verða rafræn með myndavélahliðum. Lægsta gjald með mesta afslætti fyrir fólksbíla verði allt að 150 krónur en gjald fyrir staka ferð allt að 1.200 krónur. „Það leggst ellefu prósenta virðisaukaskattur ofan á vegtoll. Og það er eitthvað sem færi upp úr okkar vösum, - ofan á allan annan kostnað. Og innheimtukerfin kosta helling. Þannig að menn þurfa bara að leiða það til lykta hvort þetta sé ekki bara allt of dýr lausn fyrir örríki eins og okkar.“ Þegar Runólfur er spurður hvaða lausn hann sjái til að fjármagna vegakerfið bendir hann á að þann hluta bílaskatta sem komi af beinni notkun bíla, það er eldsneytisskatta, bifreiðagjöld og fleira. „Og það eru fjörutíu milljarðar. Og við teljum eðlilegt að þeim fjármunum sé varið til vegaframkvæmda.“ Til samanburðar má geta þess að vegtollunum er ætlað að skila fjórum milljörðum króna á ári.Frá tollskýlinu við Hvalfjarðargöng. Innheimtu veggjalda lauk þar í haust.vísir/pjeturÞað er auðheyrt að verulegrar tortryggni gætir í garð alþingismanna í ljósi áratugareynslu af eyrnamerktum sérsköttum. Þeir hafa nær undantekningalaust verið teknir í annað. „Því miður. Og ég held að menn sjái þarna ákveðin tækifæri til að losa um aðra fjármuni í samgönguáætlun. Og hvort sem það verður notað til að niðurgreiða innanlandsflugið eða í eitthvað annað veit ég ekki.“ Og skattar sem einu sinni komast á, þeir virðast aldrei hætta. „Ég minni á að fyrir rúmum þrjátíu árum þá var bifreiðagjaldið lagt á og það átti verða bráðabirgðaskattur til eins árs. Bifreiðagjaldið er að gefa í tekjur í ríkissjóð tæplega átta milljarða á ári. Það er enn á, núna rúmum þrjátíu árum seinna,“ segir Runólfur. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Bílar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09 Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00 Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00 Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. 15. desember 2018 23:36 Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00 Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15 Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20 Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Skattar eins og náttúrupassi allir orðið bandormi að bráð Náttúrupassinn verður ekki fyrsta tilraun stjórnvalda til sérstakrar skattlagningar til að endurbæta ferðamannastaði. 19. desember 2014 22:09
Vegtollum ætlað að fara í sérfélag um flýtiverkefnin Tekjur af veggjöldum eiga ekki að renna í ríkissjóð heldur inn í sérfélag sem hafi það eina hlutverk að greiða tiltekin verkefni og þegar þau eru uppgreidd verður innheimtu hætt. 15. desember 2018 14:00
Samgönguáætlun sögð stríðshanski inn í þingið Áform stjórnarflokkanna um að ná vegtollum inn í samgönguáætlun fyrir jólahlé Alþingis eru í uppnámi eftir að stjórnarandstæðingar hótuðu málþófi. 11. desember 2018 22:00
Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára Breikkun Reykjanesbrautar gæti lokið innan fimm ára og framkvæmdir við Öxi og Dynjandisheiði hafist innan tveggja ára, verði verkefnum flýtt með veggjöldum. Þetta er mat Jóns Gunnarssonar formanns þingnefndarinnar sem fjallar um málið. 15. desember 2018 23:36
Vegtollar og aukin vegagerð á hraðferð í gegnum Alþingi Veggjöld verða tekin upp á stofnbrautum út frá Reykjavík og í jarðgöngum landsins, og framkvæmdir í samgöngumálum stórauknar, samkvæmt breytingartillögu við samgönguáætlun, sem gæti hlotið samþykki Alþingis fyrir lok vikunnar. 10. desember 2018 20:00
Ráðherra boðar núna vegtolla sem hann mælti gegn í fyrra Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra boðar sérstakt frumvarp um vegtolla eftir áramót. Sjálfur gagnrýndi hann forvera sinn fyrir slík áform í fyrra. 10. október 2018 21:15
Upp úr sauð á Alþingi vegna samgönguáætlunar: „Herra forseti, þetta er fúsk“ Það ætlaði allt um koll að keyra á Alþingi í kvöld þegar rætt var um breytingartillögur á samgönguáætlun en fjölmargir þingmenn stjórnarandstöðunnar sökuðu ríkisstjórnina um að vilja keyra samgönguáætlunina í gegn á Alþingi fyrir jólafrí án nokkurs samráðs við stjórnarandstöðuna. 11. desember 2018 21:20