Viðskiptafélagar fyrrum þjóðaröryggisráðgjafa Trump ákærðir Kjartan Kjartansson skrifar 17. desember 2018 16:08 Flynn hefur unnið með saksóknurum Roberts Mueller. Refsing hans fyrir að hafa logið að FBI verður ákvörðuð á morgun. Vísir/EPA Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Tveir fyrrverandi viðskiptafélagar Michaels Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Donalds Trump Bandaríkjaforseta, hafa verið ákærðir fyrir að hafa unnið sem málsvarar tyrkneskra stjórnvalda á laun. Flynn játaði sig sjálfur sekan um að hafa logið um samskipti við rússneskan sendiherra. Bijan Kian og Ekim Alptekin eru ákærðir fyrir að hafa ekki skráð sig sem málsvarar erlends ríkis eins og bandarísk lög kveða á um. Þeir eru taldir hafa tekið þátt í herferð sem Recep Erdogan, forseti Tyrklands, háði til að þrýsta á Bandaríkjastjórn um að vísa Fetullah Gulen, klerki og einum helsta pólitíska andstæðingi Erdogan, úr landi, að sögn New York Times. Flynn skrifaði skoðanagrein í bandarískt dagblað á kjördag árið 2016 þar sem hann gagnrýndi Gulen sem er búsettur í Pennsylvaníu. Tyrknesk stjórnvöld hafa sakað Gulen um að hafa skipulagt misheppnað valdarán. Þúsundir manna hafa verið handteknir eða reknir úr opinberum störfum í kjölfar þess. Robert Mueller, sérstaki rannsakandi dómsmálaráðuneytisins sem kannar meint samráð Trump-framboðsins við Rússa, vísaði máli viðskiptafélaga Flynn til saksóknara í Virginíu. Þeir rannsökuðu málafylgjufyrirtæki Flynn og hvort það hefði starfað sem málsvarar Tyrklandsstjórnar. Kian er sagður hafa þrýst á þingmenn um að Gulen yrði framseldur til Tyrklands. Alptekin hefur náin tengsl við Erdogan forseta sem er sagður hafa fjármagnað herferðina vestanhafs. Flynn var rekinn sem þjóðaröryggisráðgjafi innan við mánuði eftir að hann tók við embættinu fyrir að hafa logið að Mike Pence varaforseta um samskipti sín við Sergei Kislyak, þáverandi sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Þegar hann játaði að hafa logið að yfirvöldum um þau samskipti játaði hann einnig að hafa ítrekað brotið lög sem skylda fyrirtæki til að gera grein fyrir störfum sínum fyrir erlenda viðskiptavini. Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Trump, var einnig ákærður fyrir að greina ekki frá málafylgjustöfum sínum við valdahafa í Úkraínu. Saksóknarar Mueller sögðu Flynn hafa veitt „verulega aðstoð“ við rannsókn þeirra. Refsing Flynn verður ákvörðuð á morgun. Saksóknararnir mæltu með að honum yrði sýnd mildi vegna samvinnu hans og krefjast ekki fangelsisdóms.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tyrkland Tengdar fréttir Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52 Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00 Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Innlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Sjá meira
Krefjast ekki fangelsisdóms yfir Flynn Robert Mueller, sérstaki saksóknarinn sem kannað hefur íhlutun Rússa í forsetakosningunum vestanhafs árið 2016, mun ekki fara fram á fangelsisdóm yfir Michael Flynn. 5. desember 2018 06:52
Minnst fjórtán Rússar ræddu við Trump-liða í kosningabaráttunni Samskiptin voru fjölmörg og Trump-liðar hafa ítrekað verið gómaðir við að segja ósatt um samskipti sín við rússneska aðila. 11. desember 2018 11:00
Nornirnar fuðra upp á báli Mueller Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, virðist ekki sáttur við að Michael Cohen, fyrrverandi lögmaður forsetans, hafi játað að hafa logið að þingmönnum um umsvif hans í Rússlandi. 30. nóvember 2018 12:00