Janúarfótbolti í Chicago í fyrsta sinn í átta ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. desember 2018 10:00 Khalil Mack hjá Chicago Bears fagnar sigri með stuðningsmönnum. Vísir/Getty Chicago Bears liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en Kúrekarnir frá Dallas klúðruðu aftur á móti sínu tækifæri og skoruðu ekki eitt einasta stig ekki frekar en Risarnir frá New York. Dallas eins og New England Patriots mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en fá bæði annað tækifæri í næstu viku.The @ChicagoBears took us into Club Dub after they secured the NFC North throne (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/xVKIZ3nVfN — NFL (@NFL) December 16, 2018Chicago Bears vann ekki aðeins langþráðan heimasigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers heldur tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá árinu 2010. Green Bay hafði unnið 9 af síðustu 10 leikjum liðanna en Aaron Rodgers og félagar komust lítið áleiðis gegn hinni sterku vörn Chicago Bears og missa því af úrslitakeppninni annað árið í röð. Þjálfarinn Matt Nagy hefur gjörtbreytt Chicago Bears liðinu síðan að hann tók við en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Með því að vinna 24-17 sigur á Packers þá hefur liðið tryggt sér sigur í Norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Það var mikil gleði í Chicago enda verður núna janúarfótbolti hjá félaginu í fyrsta sinn síðan 2010.For the first time since 2010, the Bears have playoff preparations to make. They clinched the NFC North on Sunday by holding off the rival Packers, 24-17. Recap and highlights via @ChiTribKane: https://t.co/WEU9fzZscKpic.twitter.com/2mb1kTEb7U — Chicago Sports (@ChicagoSports) December 16, 2018Dallas Cowboys átti líka möguleika á því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Indianapolis Colts en Kúrekarnir höfðu unnið fimm leiki í röð. Cowboys-liðið gekk hinsvegar á vegg og náði ekki að skora eitt einasta stig í 23-0 tapi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Kúrekarnir fara stigalausir í gegnum heilan leik.New York Giants varð sér til enn meiri skammar með því að skora ekki eitt einasta stig á heimavelli á móti Tennessee Titans. Titans liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og sýndi styrk sinn með 17-0 sigri á Risunm sem hafa verið afar rislitlir á þessari leiktíð.It's been a rough week for NFC East offenses. pic.twitter.com/CSiNpeVMnb — Sporting News (@sportingnews) December 16, 2018New England Patriots er líka lið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. New England Patriots tapaði öðrum leiknum í röð nú fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers. Steelers unnu leikinn 17-10 og enduðu þriggja leikja taphrinu sína með mikilvægum sigri.Seattle Seahawks er enn eitt liðið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gær en Seahawks liðið tapaði þá á móti San Francisco 49ers sem er fyrir löngu úr leik.FINAL: The @Eagles defeat the Rams on Sunday Night! #FlyEaglesFly#PHIvsLAR (by @Lexus) pic.twitter.com/3IabVIlDrE — NFL (@NFL) December 17, 2018Meistararnir í Philadelphia Eagles eiga enn möguleika á úrslitakeppni þrátt fyrir skrautlegt tímabil en þeir héldu sér á lífi með 30-23 sigri á hinu sterka liði Los Angeles Rams í nótt. Leikstjórnandinn Carson Wentz er meiddur og alveg eins og á meistaraárinu í fyrra þá tók Nick Foles við keflinu og leiddi Eagles liðið til sigurs. Þetta var í fyrsta sinn sem Los Angeles Rams tapar tveimur leikjum í röð undir stjórn Sean McVay en Hrútarnir hafa misst aðeins einbeitinguna eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Það er nú aftur komin spenna í Austurriðil Þjóðardeildarinnar eftir tap Dallas Cowboys (8 sigrar - 6 töp) og sigra hjá bæði Philadelphia Eagles (7 sigrar - 7 töp) og Washington Redskins (7 sigrar - 7 töp).Úrslitin í öllum leikjum í NFL-deildinni: Los Angeles Rams - Philadelphia Eagles 23-30 New York Jets - Houston Texans 22-29 Denver Broncos - Cleveland Browns 16-17 Atlanta Falcons - Arizona Cardinals 40-14 Baltimore Ravens - Tampa Bay Buccaneers 20-12 Buffalo Bills - Detroit Lions 14-13 Chicago Bears - Green Bay Packers 24-17 Cincinnati Bengals - Oakland Raiders 30-16 Indianapolis Colts - Dallas Cowboys 23-0 Jacksonville Jaguars - Washington Redskins 13-16 Minnesota Vikings - Miami Dolphins 41-17 New York Giants - Tennessee Titans 0-17 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 26-23 Pittsburgh Steelers - New England Patriots 17-10 NFL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira
Chicago Bears liðið tryggði sér sæti í úrslitakeppni NFL-deildarinnar í gær en Kúrekarnir frá Dallas klúðruðu aftur á móti sínu tækifæri og skoruðu ekki eitt einasta stig ekki frekar en Risarnir frá New York. Dallas eins og New England Patriots mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina en fá bæði annað tækifæri í næstu viku.The @ChicagoBears took us into Club Dub after they secured the NFC North throne (via @thecheckdown) created using Galaxy Note9 (by @SamsungMobileUS) pic.twitter.com/xVKIZ3nVfN — NFL (@NFL) December 16, 2018Chicago Bears vann ekki aðeins langþráðan heimasigur á nágrönnum sínum í Green Bay Packers heldur tryggði sér einnig sæti í úrslitakeppninni í fyrsta sinn frá árinu 2010. Green Bay hafði unnið 9 af síðustu 10 leikjum liðanna en Aaron Rodgers og félagar komust lítið áleiðis gegn hinni sterku vörn Chicago Bears og missa því af úrslitakeppninni annað árið í röð. Þjálfarinn Matt Nagy hefur gjörtbreytt Chicago Bears liðinu síðan að hann tók við en þetta var sjöundi sigur liðsins í síðustu átta leikjum. Með því að vinna 24-17 sigur á Packers þá hefur liðið tryggt sér sigur í Norðurriðli Þjóðardeildarinnar. Það var mikil gleði í Chicago enda verður núna janúarfótbolti hjá félaginu í fyrsta sinn síðan 2010.For the first time since 2010, the Bears have playoff preparations to make. They clinched the NFC North on Sunday by holding off the rival Packers, 24-17. Recap and highlights via @ChiTribKane: https://t.co/WEU9fzZscKpic.twitter.com/2mb1kTEb7U — Chicago Sports (@ChicagoSports) December 16, 2018Dallas Cowboys átti líka möguleika á því að tryggja sig inn í úrslitakeppnina með sigri á Indianapolis Colts en Kúrekarnir höfðu unnið fimm leiki í röð. Cowboys-liðið gekk hinsvegar á vegg og náði ekki að skora eitt einasta stig í 23-0 tapi. Þetta er í fyrsta sinn í fimmtán ár sem Kúrekarnir fara stigalausir í gegnum heilan leik.New York Giants varð sér til enn meiri skammar með því að skora ekki eitt einasta stig á heimavelli á móti Tennessee Titans. Titans liðið á enn möguleika á sæti í úrslitakeppninni og sýndi styrk sinn með 17-0 sigri á Risunm sem hafa verið afar rislitlir á þessari leiktíð.It's been a rough week for NFC East offenses. pic.twitter.com/CSiNpeVMnb — Sporting News (@sportingnews) December 16, 2018New England Patriots er líka lið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina. New England Patriots tapaði öðrum leiknum í röð nú fyrir erkifjendum sínum í Pittsburgh Steelers. Steelers unnu leikinn 17-10 og enduðu þriggja leikja taphrinu sína með mikilvægum sigri.Seattle Seahawks er enn eitt liðið sem mistókst að tryggja sig inn í úrslitakeppnina í gær en Seahawks liðið tapaði þá á móti San Francisco 49ers sem er fyrir löngu úr leik.FINAL: The @Eagles defeat the Rams on Sunday Night! #FlyEaglesFly#PHIvsLAR (by @Lexus) pic.twitter.com/3IabVIlDrE — NFL (@NFL) December 17, 2018Meistararnir í Philadelphia Eagles eiga enn möguleika á úrslitakeppni þrátt fyrir skrautlegt tímabil en þeir héldu sér á lífi með 30-23 sigri á hinu sterka liði Los Angeles Rams í nótt. Leikstjórnandinn Carson Wentz er meiddur og alveg eins og á meistaraárinu í fyrra þá tók Nick Foles við keflinu og leiddi Eagles liðið til sigurs. Þetta var í fyrsta sinn sem Los Angeles Rams tapar tveimur leikjum í röð undir stjórn Sean McVay en Hrútarnir hafa misst aðeins einbeitinguna eftir að þeir tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni. Það er nú aftur komin spenna í Austurriðil Þjóðardeildarinnar eftir tap Dallas Cowboys (8 sigrar - 6 töp) og sigra hjá bæði Philadelphia Eagles (7 sigrar - 7 töp) og Washington Redskins (7 sigrar - 7 töp).Úrslitin í öllum leikjum í NFL-deildinni: Los Angeles Rams - Philadelphia Eagles 23-30 New York Jets - Houston Texans 22-29 Denver Broncos - Cleveland Browns 16-17 Atlanta Falcons - Arizona Cardinals 40-14 Baltimore Ravens - Tampa Bay Buccaneers 20-12 Buffalo Bills - Detroit Lions 14-13 Chicago Bears - Green Bay Packers 24-17 Cincinnati Bengals - Oakland Raiders 30-16 Indianapolis Colts - Dallas Cowboys 23-0 Jacksonville Jaguars - Washington Redskins 13-16 Minnesota Vikings - Miami Dolphins 41-17 New York Giants - Tennessee Titans 0-17 San Francisco 49ers - Seattle Seahawks 26-23 Pittsburgh Steelers - New England Patriots 17-10
NFL Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Kærkominn sigur City Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur er Kolstad varð bikarmeistari Jason Daði kom inn af bekknum og skoraði Forest skaust upp í annað sæti Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Rydz ekki enn tapað setti á HM Í beinni: Fiorentina - Juventus | Gerir Albert gömlu konunni grikk? Kærkominn sigur City Töpuðu fyrir Napoli með minnsta mun Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Strákarnir komnir í úrslit Littler ánægður að geta sýnt grimmdina Dómari blóðugur eftir slagsmál Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Erlendur íþróttaannáll 2024: Bátnum ruggað, 2007 módelin og ótrúlegt hlaup Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Dagskráin í dag: Grindavík hefur göngu sína Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Gamli maðurinn lét Littler svitna Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Atalanta missteig sig eftir ellefu sigra í röð Sara Björk jafnaði tvisvar fyrir Al-Qadisiya Cecilía í liði ársins Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Inter á toppinn eftir sigur á Sardiníu Hafsteinn fer á HM Íslensku strákarnir komnir í undanúrslit Sjá meira