Mótmælendur söfnuðust saman í borginni El Paso í Texas við landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó í dag. Krafist var rannsóknar á andláti Jakelin Caal Maquin sjö ára stúlku sem lést í síðustu viku í haldi landamæravarða einungis nokkrum klukkustundum eftir að hún kom ólöglega til Bandaríkjanna ásamt föður sínum.
Fjölskylda stúlkunnar stóð fyrir blaðamanna fundi í gær þar sem þau sögðu stúlkuna hafa verið við góða heilsu við komuna til Bandaríkjanna.
„Við vitum öll að hún týndi lífi sökum vægðarlausrar stefnu Trumps sem kemur í veg fyrir að þessir pólitísku flóttamenn komist yfir brýrnar. Af þessum sökum grípur þetta fólk til óyndisúrræða og tekur stefnuna á eyðimörkina.
Stúlkan týndi lífi sökum strangrar stefnu stjórnvalda gegn innflytjendum,“ sagði einn mótmælandinn.

