Friðjón Einarsson: „Ég held að kosning fari fram“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. desember 2018 22:56 Kísilververksmiðja Stakkbergs í Helguvík Vísir/Ernir Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka. United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Friðjón Einarsson formaður bæjarráðs í Reykjanesbæ telur líklegt að íbúar fái að greiða atkvæði um framtíð kísilversins í Helguvík og þá hvort kísilverksmiðja Thorsil verði reist í bæjarfélaginu. Þetta sagði hann í viðtali á RÚV. „Hvort sem nógu margir skrifa undir eða ekki þá höfum við alltaf sagt að við viljum leita álits íbúa með framtíðina í Helguvík og það hefur ekkert breyst hjá okkur þannig að, já, ég held að kosning fari fram.“ Hátt í þrjú þúsund manns hafa skrifað undir áskorun til bæjarstjórnar Reykjanesbæjar um að efna til bindandi íbúakosningar um framtíð stóriðju í Helguvík. Rafræna undirskriftalistanum var lokað á miðnætti en skriflegum undirskriftum verður safnað til áramóta. Bæjaryfirvöldum er skylt að bregðast við þegar 20% íbúa eða fleiri óska eftir íbúakosningu. Íbúar á kosningaaldri í Reykjanesbæ eru um 13.500 og alls þarf því 2.700 undirskriftir. Samtökin Andstæðingar stóriðju í Helguvík standa að söfnuninni. Friðjón sagði þá einnig að Stakksberg, eigandi kísilverksmiðjunnar, þurfi að líta í eigin barm. Hann telur bæjarfélagið ekki vera skaðabótaskylt ákveði íbúar að hafna starfsemi kísilverksmiðjunnar í atkvæðagreiðslu. Stakksberg tók við rekstri kísilverksmiðjunnar þegar United Silicon varð gjaldþrota. Stakksberg er í eigu Arion banka.
United Silicon Tengdar fréttir Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45 Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56 Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45 Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Innlent Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Innlent Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Innlent Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Innlent Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Innlent Fleiri fréttir Þota á Egilsstaði í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Þjóðkirkjan kynnir nýtt merki og vefsíðu Á spítala eftir hnífaárás og örstutt í flug en lét til skarar skríða daginn eftir Sjá meira
Vilja fjórfalda afköst kísilverksmiðjunnar í Helguvík Eigendur kísilversins í Helguvík vilja fjórfalda afköst verksmiðjunnar og lofa íbúum Reykjanesbæjar að gera betur en forverar þeirra. 22. nóvember 2018 18:45
Efins þrátt fyrir fögur fyrirheit í Helguvík Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur litla trú á því, í ljósi sögunnar, að kísilmálmverksmiðjan í Helguvík fari aftur í rekstur þrátt fyrir að nýtt rekstrarfélag ætli að leggja milljarða í úrbætur. Nýtt rekstrarfélag hefur boðað til íbúafundar i kvöld um framtíð verksmiðjunnar. 21. nóvember 2018 15:56
Vilja koma kísilverinu í Helguvík í gang Íbúafundur í Hljómahöllinni í kvöld þar sem spilin um hvernig uppbyggingu verði háttað, verða lögð á borðið 21. nóvember 2018 18:45
Margir krefjast íbúakosningar Andstæðingar stóriðju í Helguvík hafa stofnað til undirskriftasöfnunar á vefsíðunni island.is þar sem þess er krafist að efnt verði til bindandi íbúakosningar um framtíð kísilvera Stakksbergs og Thorsil. 28. nóvember 2018 07:00