Ferðamönnum gæti fækkað um tíu til tólf prósent Sunna Sæmundsdóttir skrifar 14. desember 2018 20:30 Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Gangi áætlanir um fækkun flugvéla WOW air eftir gæti ferðamönnum á Íslandi fækkað um tíu til tólf prósent, ef ekkert annað kemur á móti. Indigo Partners mun fjárfesta í WOW air fyrir 9,4 milljarða króna ef skuldabréfaeigendur samþykkja að gefa eftir ýmis réttindi. Greint var frá því í dag að fjárfesting Indigo Partners í WOW air gæti numið allt að 75 milljónum Bandaríkjadala, eða 9,4 milljarða króna, gangi nokkur atriði eftir. Ekki er ljóst hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu en til samanburðar var eigið fé WOW metið á einn og hálfan milljarð króna í sumar. Fjárfestingin er í fyrsta lagi háð áreiðanleikakönnun sem er ókláruð og í öðru lagi snýr ein helsta hindrunin að því að ná samningum við skuldabréfaeigendur sem tóku þátt í útboði WOW air í haust. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á bréfunum, falla frá gjaldfellingarheimildum og gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW air. Skuldabréfaeigendur hafa frest til 17. janúar og samþykki þeirra fellur niður ef ekki verður gengið frá fjármögnun fyrir 28. febrúar. Í samtali við fréttastofu í gær sagði Skúli viðræðurnar standa yfir ásamt því sem unnið er að uppfylla fleiri skilyrði. „Jafnframt erum við að vinna með flugvélaeigendum, leigusölum okkar, um að fá að skila þessum tilteknu vélum og jafnframt að selja nokkrar vélar. Sú vinna gengur vel," sagði Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banki.Til þess að einfalda reksturinn mun WOW fækka flugvélum félagsins úr tuttugu og niður í ellefu. Sérfræðingur hjá Greiningardeild Arion banka segir það geta haft töluvert áhrif á ferðamannastrauminn. „Það er áætlað að WOW air sé að flytja um 650 þúsund farþega hingað til lands á þessu ári. Og ef félagið dregur saman seglin um svona hátt í helming gætum við verið að horfa á eitthvað um 10 til 12 prósenta samdrátt í komum ferðamanna," segir Elvar Ingi Möller, sérfræðingur hjá greiningardeild Arion banka. Önnur flugfélög gætu þó gripið hluta og mildað höggið. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair að fundað hefði verið um stöðuna í dag og að fyrirtækið muni grípa leiðir sem gætu talist arðbærar. Á hluthafafundi Icelandair á dögunum kom fram að félagið gæti stækkað leiðarkerfi sitt um 35% milli ára komi til verulegs framboðsskells. „Það gæti þá þýtt að félagið gæti komið með um 350 þúsund ferðamenn hingað til lands til viðbótar, miðað við það sem þegar hefur verið áætlað. En síðan er framboð bara ein hliðin og eftirspurn hin hliðin, og hver hún verður á að sjálfsögðu bara eftir að koma í ljós," segir Elvar.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43 Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22 Mest lesið Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Viðskipti innlent Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Viðskipti innlent Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Viðskipti innlent Smá kvef, hausverkur eða flensa og vinnan Atvinnulíf Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Viðskipti innlent Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Viðskipti innlent Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Svona lögðu Kínverjar framtíðina undir sig Viðskipti erlent Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skynjar kvíða og ótta meðal starfsmanna Gengi Eimskips lækkar vegna bilunarinnar Fleiri hundruð kröfur og líklegt að óeðlilegum greiðslum verði rift Seldu fyrir 634 milljónir og græddu 182 Selja Adalvo og stjórnandi frá Alvotech fylgir Hanna María nýr forstöðumaður hjá ELKO Úrvinnslusjóður svarar Sorpu Eigandi Remax ákærður fyrir markaðsmisnotkun Grunnlán nær nú aðeins til helmings kaupverðs Íslandsbanki bætist í hópinn og gerir hlé á verðtryggðum lánveitingum Skipti bús Magnúsar tekin upp sextán árum frá þroti Ragnhildur til Datera Lagaleg óvissa og kaupendur byrjaðir að fá nei frá bankanum Steypti ég mér í algjöra glötun með lántökunni fyrir þremur árum? Lánveitendum vex Vaxtamálið í augum Gera hlé á veitingu verðtryggðra íbúðalána Gætu þurft að draga úr framleiðslu á Grundartanga Boeing 777-fraktþotur bætast í flota Atlanta Nathan & Olsen og Ekran verða Nathan Þórunn seld og tuttugu sagt upp Telja menningarframlag vinna gegn yfirlýstum tilgangi sínum Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. 14. desember 2018 14:43
Hópuppsagnir geti haft áhrif á stöðugleika á vinnumarkaði Atvinnuleysi hefur verið í lágmarki og gætu hópuppsagnir í tengslum við WOW air haft áhrif á þær tölur ef allt fer á versta veg. 14. desember 2018 11:22