Einstæðingar feimnir við að þiggja boð í glæsilega jólaveislu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. desember 2018 14:54 Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen hvetja fólk til að hringja og boða komu sína. Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg. Jól Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira
Feðgarnir Viktor Joensen og Bergleif Joensen standa fyrir sannkallaðri jólaveislu að kvöldi aðfangadags. Þangað er þeim boðið sem reikna með að vera einir um jólin. Fjölmargir leggja hönd á plóg og hvetja feðgarnir fólk til að hafa samband og skrá sig. Engin ástæða sé til feimni en Bergleif þekkir það sjálfur vel að vera einn um hátíðarnar. Viðburðurinn er auglýstur á Facebook-síðu Cafe Orange í Ármúla 4 þar sem veislan fer fram. Um er að ræða þriggja rétta hátíðarkvöldverð auk þess sem jólagjafir verða í boði fyrir þá sem verða ekki með fjölskyldum sínum á aðfangadagskvöld. Geir Ólafsson söngvari hefur boðað komu sína. „Þetta var eiginlega bara hugmynd hjá pabba. Mér fannst hún góð og langaði að gera þetta þótt ég væri aðeins efins í fyrstu,“ segir Viktor. Pabbi hans þekki af ýmsum ástæðum hvernig það sé að vera einn um jólin. „Hann langaði bara til að halda veislu!“ Bergleif rekur Cafe Orange ásamt Tómasi Hilmar. Staðurinn tekur að sögn Viktors um 40 manns en þeir reikna með að geta tekið 50 manns í mat. „Við ætlum að gera eins mikið og við getum og reyna að koma eins mörgum fyrir og við getum,“ segir Viktor. Það sé erfitt að segja nei við fólk á þessum degi. Viktor segir nokkra hafa boðað komu sína síðan viðburðurinn var auglýstur á miðvikudaginn. Hann vill þó fylla staðinn. „Fólk virðist feimið við að hringja. Við viljum koma því á framfæri að þetta er ekkert mál og höfum algjöran skilning á því að fólk þarf á hjálp að halda,“ segir Viktor. Hann þakkar hlýjar viðtökur og þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem leggja hönd á plóg.
Jól Reykjavík Mest lesið Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Simmi vinsælasti leynigesturinn Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Innlent Gummi lögga er maður ársins 2025 Innlent „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Fleiri fréttir Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Sjá meira