Indigo kemur með allt að 9,3 milljarða inn í WOW Air Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. desember 2018 14:43 Bill Franke stofnandi og aðaleigandi Indigo Partners og Skúli Mogensen stofnandi og forstjóri WOW air. Vísir/samsett mynd Bandarískja fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frá þessu er greint á tilkynningasíðu WOW air. Í yfirlýsingu sem WOW sendi fréttastofu nú fyrir skömmu vill flugfélagið þó ítreka að enn eigi eftir að uppfylla ýmis skilyrði svo að fjárfestingin gangi í gegn. Í fyrrnefndri tilkynningu er tekið fram að þegar niðurstöður áreiðanleikakönnunar liggja fyrir verði unnið að því að ganga sem fyrst frá fyrrnefndri fjárfestingu. Indigo mun samkvæmt samkomulagi kaupa hlutabréf í WOW en ekki er tekið fram um hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu. Stofnað verður eignarhaldsfélag utan um umrædda fjárfestingu sem lúta mun stjórn Indigo Partners og annarra hluthafa WOW Air, þ.e. Skúla Mogensen. Þá segist Indigo einnig vera að kanna möguleikann á því að gefa út breytanlegt skuldabréf til WOW, svo að styðja megi við uppbyggingu flugfélagsins. Þó er tekið fram í tilkynningunni að fjárfestingin sé háð því að jákvæð niðurstaða fáist úr viðræðum við skuldabréfaeigendur WOW, sem keyptu í útboði flugfélagsins í september síðastliðnum. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Það ferli er hafið sem vonir standa til að verði búið að ljúka þann 17. janúar næstkomandi. Eftirgjöf skuldabréfaeigendanna er háð því að kaup Indigo Partners á hlut í WOW air verði frágengin í síðasta lagi 28. febrúar 2019. Verði ekki búið að ganga frá kaupunum fyrir þann tíma falla vilyrði þeirra um eftirgjöf hagsmuna sinna niður. WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu og flugvélum fækkar sömuleiðis úr 20 í 11. Skúli Mogensen sagði í Fréttablaðinu í dag að verið væri að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem rekin eru sem ofurlággjaldaflugfélög. „Okkar upprunalega stefna er hins vegar sama stefna og hjá Indigo en því miður gerðum við þau mistök að fara út fyrir þá stefnu,“ sagði Skúli og bætti við að skipulagsbreytingar gærdagsins væru til marks um að viðræðurnar við Indigo gengu vel. WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Bandarískja fjárfestingafélagið Indigo Partners LLC og WOW Air hafa komist að samkomulagi um það að fyrrnefnda félagið muni fjárfesta í flugfélaginu. Fjárfesting Indigo gæti numið allt að 75 milljónum bandaríkjadala, næstum 9,3 milljörðum króna. Frá þessu er greint á tilkynningasíðu WOW air. Í yfirlýsingu sem WOW sendi fréttastofu nú fyrir skömmu vill flugfélagið þó ítreka að enn eigi eftir að uppfylla ýmis skilyrði svo að fjárfestingin gangi í gegn. Í fyrrnefndri tilkynningu er tekið fram að þegar niðurstöður áreiðanleikakönnunar liggja fyrir verði unnið að því að ganga sem fyrst frá fyrrnefndri fjárfestingu. Indigo mun samkvæmt samkomulagi kaupa hlutabréf í WOW en ekki er tekið fram um hversu stóran hlut Indigo mun eignast í flugfélaginu. Stofnað verður eignarhaldsfélag utan um umrædda fjárfestingu sem lúta mun stjórn Indigo Partners og annarra hluthafa WOW Air, þ.e. Skúla Mogensen. Þá segist Indigo einnig vera að kanna möguleikann á því að gefa út breytanlegt skuldabréf til WOW, svo að styðja megi við uppbyggingu flugfélagsins. Þó er tekið fram í tilkynningunni að fjárfestingin sé háð því að jákvæð niðurstaða fáist úr viðræðum við skuldabréfaeigendur WOW, sem keyptu í útboði flugfélagsins í september síðastliðnum. Þeir þurfa að samþykkja skilmálabreytingar á þeim bréfum sem þeir hafa keypt, auk þess sem þeir verða að falla frá gjaldfellingarákvæðum. Þá þurfa þeir einnig að gefa eftir tryggingar í formi hlutabréfa í WOW Air. Það ferli er hafið sem vonir standa til að verði búið að ljúka þann 17. janúar næstkomandi. Eftirgjöf skuldabréfaeigendanna er háð því að kaup Indigo Partners á hlut í WOW air verði frágengin í síðasta lagi 28. febrúar 2019. Verði ekki búið að ganga frá kaupunum fyrir þann tíma falla vilyrði þeirra um eftirgjöf hagsmuna sinna niður. WOW air greindi í gær frá hagræðingaraðgerðum sem fela í sér uppsagnir á 111 fastráðnum starfsmönnum. Að sama skapi munu samningar við verktaka og tímabundna starfsmenn ekki verða endurnýjaðir að svo stöddu og flugvélum fækkar sömuleiðis úr 20 í 11. Skúli Mogensen sagði í Fréttablaðinu í dag að verið væri að laga reksturinn að rekstrarlíkani flugfélaga í eigu Indigo Partners sem rekin eru sem ofurlággjaldaflugfélög. „Okkar upprunalega stefna er hins vegar sama stefna og hjá Indigo en því miður gerðum við þau mistök að fara út fyrir þá stefnu,“ sagði Skúli og bætti við að skipulagsbreytingar gærdagsins væru til marks um að viðræðurnar við Indigo gengu vel.
WOW Air Tengdar fréttir WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30 Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
WOW hverfur aftur til fortíðar Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. 13. desember 2018 19:30
Ferðamönnum fækki og verðið hækki Talið er að WOW air muni ferja um 30 prósent ferðamanna til landsins í ár. Hátt í helmingsminnkun flugflotans mun að öllum líkindum leiða til færri ferðamanna á næsta ári. Nema önnur flugfélög grípi boltann. 14. desember 2018 06:00
Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00