Hvetjum ungmenni til að rækta góðar svefnvenjur Sigurbjörn Árni og Steinn Jóhannsson skrifar 14. desember 2018 14:15 Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinn Jóhannsson Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Mannasættir Teitur Atlason Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Sjá meira
Nýlega var fjallað um að svefntími og hreyfing ungmenna færi minnkandi samkvæmt rannsóknum fræðimanna í íþrótta- og heilsufræði við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Í rannsókninni kom fram að „svefntími unglinga styttist að meðaltali um nærri hálfa klukkustund milli 15 og 17 ára aldurs og á sama tíma dregur töluvert úr hreyfingu á virkum dögum hjá þessum hópi.“ Það er vissulega áhyggjuefni ef íslensk ungmenn fá minni svefntíma en áður og ekki nægan svefn fyrir nám og dagleg störf. Samkvæmt þeim niðurstöðum sem fjallað var um bendir allt til þess að íslensk ungmenni vanti nokkra klukkutíma til að uppfylla viðmið um ráðlagða hreyfingu og svefn. Á vef Landlæknis kemur fram að unglingar þurfi að jafnaði 8-10 klukkustunda svefn. Góður svefn ungmenna er undirstaða fyrir árangur í námi og vinnu og nauðsynlegt að skólar og foreldrar/forráðamenn veiti ungmennum aðhald og hvatningu um mikilvægi svefns. Svefn er mikilvægur því þá erum við að vinna úr þeim upplýsingum sem við meðtökum yfir daginn. Í því ljósi hlýtur að vera enn mikilvægara fyrir ungmenni í námi að fá næga hvíld. Líf ungmenna er að vissu leyti flóknara en á árum áður og áreitið sem dynur á unga fólkinu meira en fyrir 20-30 árum. Það er staðreynd að ungmenni eyða miklum tíma á samskiptamiðlum, þ.e. Snapchat, Twitter, Instagram, Facebook, o.fl. Samskiptamiðlar eru órjúfanlegur hluti af lífi ungmenna og því verður ekki breytt. Það sem þarf að gera er að kenna börnum og ungmennum að umgangast samskiptamiðlana á þann máta að þeir snúi ekki sólarhringnum við. Því er afar mikilvægt að foreldrar og forráðamenn fylgist vel með hvernig börn og ungmenni eru að nota samskiptamiðla og hversu mikið á hverjum degi. Fjölmörg ungmenni nota samskiptamiðla í námi sem er jákvætt en það sem e.t.v. skiptir mestu máli er að gleyma sér ekki í notkun samskiptamiðla og vita sín takmörk um tímanotkun. Skólar og foreldrar/forráðamenn ættu að setja reglur um notkun til að tryggja að ungmennin séu með fulla athygli í skólanum en einnig heima hjá sér. Með reglum um notkun þá má t.d. auka samverustundir fjölskyldunnar og jafnvel verja meiri tíma í hreyfingu. Annar hugsanlegur áhrifaþáttur á æ minni svefntíma ungmenna er neysla koffeindrykkja. Neysla ungmenna á koffeindrykkjum hefur farið vaxandi og áhyggjuefni að margir af þeim drykkjum sem eru í boði innihalda koffein og einnig vítamín í margföldum ráðlögðum dagskömmtun. Slík neysla ruglar auðveldlega líkamsklukkuna og getur haft mikil áhrif á svefn. Einnig ber að nefna áhrif vinnu ungmenna með skóla. Fjölmargir nemendur í framhaldsskólum vinna mikið með námi og í góðu atvinnuástandi kallar atvinnulífið á unga fólkið. Nám er full vinna og kallar á fulla athygli og því þurfa skólasamfélagið og foreldrar/forráðamenn að vinna stöðugt í forvörnum til að tryggja hag íslenskra ungmenna. Það er staðreynd að ungmenni sem fá nægan svefn eru að standa sig betur í námi, eru líklegri til að hreyfa sig reglulega og eru ánægðari með lífið og tilveruna. Hvetjum því ungmennin okkar til að sofa nóg og vera þannig móttækilegri fyrir lærdómi í skólum landsins og ekki síður í daglegu lífi. Sigurbjörn Árni Arngrímsson, skólameistari Framhaldsskólans á Laugum Steinn Jóhannsson, rektor Menntaskólans við Hamrahlíð
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar