Íslenski boltinn

ÍBV fær miðjumann sem var á mála hjá Lokeren

Anton Ingi Leifsson skrifar
Evariste handsalar samninginn.
Evariste handsalar samninginn. mynd/íbv
ÍBV hefur skrifað undir eins árs samning við Evariste Ngolok en ÍBV tilkynnti þetta í gærkvöldi.

Evariste er miðjumaður að upplagi en hann var síðasta á mála hjá Aris Limassol í Kýpur. Þar lék hann sautján leiki og skoraði eitt mark.

Þar áður hafði hann verið lengi í Belgíu en hann ólst meðal annars upp hjá Anderlecht. Einnig lék hann með Lokeren.

Evariste er þrítugur en hann er ekki fyrsti leikmaðurinn sem skrifar undir samning við ÍBV eftir að Pedro Hipolito tók við Eyjaskútunni af Kristjáni Guðmundssyni.

Áður höfðu Guðmundur Magnússon, Jonathan Glenn og Rafael Veloso skrifað undir við ÍBV. Óskar Elías Zoega er einnig kominn aftur eftir að leikið með Þór síðustu tvö tímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×