Alvanalegt að kápuhönnuðir notist við myndabanka: „Ég sé nú ekki alveg glæpinn í þessu máli“ Atli Ísleifsson skrifar 13. desember 2018 20:48 Kápa Útlagamorðanna svipar óneitanlega til kápa annarra bóka, enda mynd úr myndabanka notuð við hönnunina. Alvanalegt er að hönnuðir bókakápa notist við listrænar myndir úr myndabönkum við hönnun bókakápa. Þetta segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts, sem gefur út Útlagamorðin, nýjustu bók Ármanns Jakobssonar. Bent var á það á Twitter fyrr í dag að kápa Útlagamorðanna svipi um margt til kápu bókarinnar Fooled: Stories about Love eftir höfundinn Tali Nay. Jón Ásgeir Hreinsson, hönnuður kápu Útlagamorðanna, segist hafa fengið valið myndina úr myndabankanum Shutterstock – mynd sem hann sagði hæfa sögunni vel. Það sé alþekkt að hönnuður notist við myndir úr myndbanka og þá geti þetta gerst. „Í þessu tilviki eru það hönnuðir sem kaupa myndir eftir sama ljósmyndarann án þess að vita hvor af öðrum.“Víðförull sleikipinni Rauði sleikipinninn, sem rússneski ljósmyndarinn Stas Knop festi á filmu, virðist þó ekki einungis hafa ratað á kápur bóka Ármanns og Tali Nay. Hann er einnig að finna á kápum bókanna Red Flags: Major Signs HE‘S Cheating on You eftir Alexis Jewelle og Narcissism: How to Break Free from a Narcissistic Partner eftir Erica Wright. Þá notaðist söngkonan Alyson Stoner sleikjóinn á efni tengdu útgáfu lags síns Who Do You Love.Jón Ásgeir rataði í fréttirnar fyrir tveimur árum vegna kápu sinnar við bók Vigdísar Grímsdóttur, Elsku Drauma mín – Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur. Var bent á að kápan svipaði mjög til veggspjalds bandarísku hljómsveitarinnar Lady Danville í tengslum við plötuna Operating. Sagði Jón Ásgeir þá að þarna hafi átt sér stað mistök af hans hálfu, sem hann harmi og baðst hann afsökunar á þeim.Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts, segir að kápuhönnuður sendi útgefandanum vanalega fimm til tíu tillögur að kápuMynd/BjarturSér ekki glæpinn í þessu Pétur Már tekur í sama streng og Jón Ásgeir. „Þetta er það sem getur gerst þegar menn nota myndabanka. Það er ekkert við því að segja að hönnuðir í ólíkum löndum með ólíkar bækur velji myndir úr sömu myndaseríu. Það eru fleiri dæmi um kápur með brotnum sleikjóum, ekki endilega myndir úr þessari seríu heldur með sama þema. Í þessu tilviki er sama myndin úr þessari seríu í myndabankanum notuð á þrjár kápur sem ég veit um. Jón Ásgeir notar aðra mynd á þá fjórðu. Ég sé nú ekki alveg glæpinn í þessu máli.“ Hann segir að allir hönnuðir noti myndabanka, enda væru myndabankar ekki til ef enginn notaði þá. „Ég myndi halda að bæði á Íslandi og um allan heim væru menn í langflestum tilvikum að notast við myndabanka. Menn eru með einhverja hugmynd í kollinum og leita fanga í myndabönkum og svo geta menn verið með svipað þema á kápunni þótt það sé ekki endilega sama mynd. Það eru vafalaust mýmörg sambærileg dæmi til. Jón Ásgeir er einn af okkar reyndustu og bestu kápuhönnuðum og við höfum unnið mikið með honum.“Margar myndatökur keyra bók í kaf Pétur Már segir að kápuhönnuður sendi útgefandanum vanalega fimm til tíu tillögur að kápu í útgáfuferlinu. „Ef hann ætti að leigja stúdíó og taka mynd af hverri hugmynd færi kostnaðurinn við kápuna fljótt úr böndunum. Þetta er bara veruleikinn, menn nota myndabanka. En það er líka af því að þar er mikið úrval góðra mynda.“Jón Ásgeir strikes again. #hönnunartwitter pic.twitter.com/toy2jMs4KE— dauður (@daudurart) December 13, 2018 Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Skjálfti meðal rithöfunda Forlagsins: Vigdís miður sín yfir kápustuldi "Þjófnaður er alltaf fyrirlitlegur og ætti að dæmast sem slíkur.“ 18. desember 2016 18:19 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Alvanalegt er að hönnuðir bókakápa notist við listrænar myndir úr myndabönkum við hönnun bókakápa. Þetta segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts, sem gefur út Útlagamorðin, nýjustu bók Ármanns Jakobssonar. Bent var á það á Twitter fyrr í dag að kápa Útlagamorðanna svipi um margt til kápu bókarinnar Fooled: Stories about Love eftir höfundinn Tali Nay. Jón Ásgeir Hreinsson, hönnuður kápu Útlagamorðanna, segist hafa fengið valið myndina úr myndabankanum Shutterstock – mynd sem hann sagði hæfa sögunni vel. Það sé alþekkt að hönnuður notist við myndir úr myndbanka og þá geti þetta gerst. „Í þessu tilviki eru það hönnuðir sem kaupa myndir eftir sama ljósmyndarann án þess að vita hvor af öðrum.“Víðförull sleikipinni Rauði sleikipinninn, sem rússneski ljósmyndarinn Stas Knop festi á filmu, virðist þó ekki einungis hafa ratað á kápur bóka Ármanns og Tali Nay. Hann er einnig að finna á kápum bókanna Red Flags: Major Signs HE‘S Cheating on You eftir Alexis Jewelle og Narcissism: How to Break Free from a Narcissistic Partner eftir Erica Wright. Þá notaðist söngkonan Alyson Stoner sleikjóinn á efni tengdu útgáfu lags síns Who Do You Love.Jón Ásgeir rataði í fréttirnar fyrir tveimur árum vegna kápu sinnar við bók Vigdísar Grímsdóttur, Elsku Drauma mín – Minningabók Sigríðar Halldórsdóttur. Var bent á að kápan svipaði mjög til veggspjalds bandarísku hljómsveitarinnar Lady Danville í tengslum við plötuna Operating. Sagði Jón Ásgeir þá að þarna hafi átt sér stað mistök af hans hálfu, sem hann harmi og baðst hann afsökunar á þeim.Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts, segir að kápuhönnuður sendi útgefandanum vanalega fimm til tíu tillögur að kápuMynd/BjarturSér ekki glæpinn í þessu Pétur Már tekur í sama streng og Jón Ásgeir. „Þetta er það sem getur gerst þegar menn nota myndabanka. Það er ekkert við því að segja að hönnuðir í ólíkum löndum með ólíkar bækur velji myndir úr sömu myndaseríu. Það eru fleiri dæmi um kápur með brotnum sleikjóum, ekki endilega myndir úr þessari seríu heldur með sama þema. Í þessu tilviki er sama myndin úr þessari seríu í myndabankanum notuð á þrjár kápur sem ég veit um. Jón Ásgeir notar aðra mynd á þá fjórðu. Ég sé nú ekki alveg glæpinn í þessu máli.“ Hann segir að allir hönnuðir noti myndabanka, enda væru myndabankar ekki til ef enginn notaði þá. „Ég myndi halda að bæði á Íslandi og um allan heim væru menn í langflestum tilvikum að notast við myndabanka. Menn eru með einhverja hugmynd í kollinum og leita fanga í myndabönkum og svo geta menn verið með svipað þema á kápunni þótt það sé ekki endilega sama mynd. Það eru vafalaust mýmörg sambærileg dæmi til. Jón Ásgeir er einn af okkar reyndustu og bestu kápuhönnuðum og við höfum unnið mikið með honum.“Margar myndatökur keyra bók í kaf Pétur Már segir að kápuhönnuður sendi útgefandanum vanalega fimm til tíu tillögur að kápu í útgáfuferlinu. „Ef hann ætti að leigja stúdíó og taka mynd af hverri hugmynd færi kostnaðurinn við kápuna fljótt úr böndunum. Þetta er bara veruleikinn, menn nota myndabanka. En það er líka af því að þar er mikið úrval góðra mynda.“Jón Ásgeir strikes again. #hönnunartwitter pic.twitter.com/toy2jMs4KE— dauður (@daudurart) December 13, 2018
Bókmenntir Menning Tengdar fréttir Skjálfti meðal rithöfunda Forlagsins: Vigdís miður sín yfir kápustuldi "Þjófnaður er alltaf fyrirlitlegur og ætti að dæmast sem slíkur.“ 18. desember 2016 18:19 Mest lesið Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Innlent „Þau eru bara fyrir“ Innlent Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Erlent Enn annar gróðureldurinn ógnar Los Angeles Erlent Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Á bak við hvert vandamál er barn sem líður illa Erlent „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fleiri fréttir Glansmyndir á samfélagsmiðlum valdi mikilli streitu Segir Grænlendinga yndislega, harðduglega og útsjónarsama „Þau eru bara fyrir“ „Óvandaðir falsfréttamiðlar koma fram við fólk eins og fífl“ Hvammsvirkjun uppfylli ekki skilyrði Óhugnanlegt að hugsa til þess ef allt hefði ekki farið á besta veg Opið málþing Læknadaga: Næring allra, sérstaklega barna - fjárfesting fyrir framtíðina „Erfiðara að komast að rót vandans með þessum krökkum“ Efnaslys varð í grunnskóla í Reykjanesbæ Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Sjá meira
Skjálfti meðal rithöfunda Forlagsins: Vigdís miður sín yfir kápustuldi "Þjófnaður er alltaf fyrirlitlegur og ætti að dæmast sem slíkur.“ 18. desember 2016 18:19
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent