WOW hverfur aftur til fortíðar Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. desember 2018 19:30 Skúli Mogensen, forstjóri WOW air. Vísir/Friðrik Þór Halldórsson Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. Snemma í morgun var 350 starfsmönnum WOW air sagt upp, þar af 111 fastráðnum og um 240 verktökum. Uppsagnirnar dreifast á allar deildir en flugliðar eru stærsti einstaki hópurinn. Fjörtíu fastráðnum flugliðum var sagt upp og tugum lausráðinna. Engum fastráðnum flugmönnum var sagt upp en samningar við fjölda verktaka verða ekki endurnýjaðir. „Augljóslega er þetta búið að vera mjög erfiður dagur og þungbær. En þetta er því miður nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og ég væri ekki að gera þetta nema ég teldi það vera fyrir bestu fyrir WOW til lengri tíma litið," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Flugvélum verður fækkað úr tuttugu í ellefu.Vísir/VilhelmHann segir uppsagnirnar ekki beina kröfu Indigo Partners, sem ætla að fjárfesta í félaginu. Hins vegar hafi þeir talið að einfalda þyrfti reksturinn til þess að ná arðsemi á ný. Engar frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar að sögn Skúla og var ákveðið að fara í eina stóra aðgerð til þess að höggva á hnútinn. „Ég ætla alls ekki að gera þá að blóraböggli í þessu máli. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin rekstri," segir Skúli. Færa á flugfélagið aftur í einfaldari búning og er horft til ársins 2016 sem fyrirmyndar. Þotum verður fækkað úr tuttugu og niður í ellefu og áfangastöðum verður fækkað. Ef 2016 er notað sem fyrirmynd gætu áfangastaðirnir farið úr 37 og niður í 29. En eina sem er ljóst núna með leiðarkerfið er að breiðþotur verða teknar úr notkun og flugi til Los Angeles og Nýju Delí verður hætt. „En ég legg áherslu á ða það verða engar breytingar gerðar núna um hátíðirnar heldur ganga breytingarnar í gegn um miðjan janúar," segir Skúli. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni, hann hafi ætlað sér of mikið og misst sjónar á því að ná árangri sem lággjaldaflugfélag. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," segir Skúli. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Um 350 manns var sagt upp störfum hjá WOW air í dag. Forstjóri segir aðgerðina hafa verið nauðsynlega til að einfalda reksturinn og hverfa aftur til sama rekstrarmódels og var notað árið 2016. Það þýðir engar breiðþotur, færri flugvélar og færri áfangastaðir. Skúli Mogensen segist hafa gert mistök og ætlað sér of mikið. Snemma í morgun var 350 starfsmönnum WOW air sagt upp, þar af 111 fastráðnum og um 240 verktökum. Uppsagnirnar dreifast á allar deildir en flugliðar eru stærsti einstaki hópurinn. Fjörtíu fastráðnum flugliðum var sagt upp og tugum lausráðinna. Engum fastráðnum flugmönnum var sagt upp en samningar við fjölda verktaka verða ekki endurnýjaðir. „Augljóslega er þetta búið að vera mjög erfiður dagur og þungbær. En þetta er því miður nauðsynlegt í ljósi aðstæðna og ég væri ekki að gera þetta nema ég teldi það vera fyrir bestu fyrir WOW til lengri tíma litið," segir Skúli Mogensen, forstjóri WOW air.Flugvélum verður fækkað úr tuttugu í ellefu.Vísir/VilhelmHann segir uppsagnirnar ekki beina kröfu Indigo Partners, sem ætla að fjárfesta í félaginu. Hins vegar hafi þeir talið að einfalda þyrfti reksturinn til þess að ná arðsemi á ný. Engar frekari uppsagnir eru fyrirhugaðar að sögn Skúla og var ákveðið að fara í eina stóra aðgerð til þess að höggva á hnútinn. „Ég ætla alls ekki að gera þá að blóraböggli í þessu máli. Við þurfum að bera ábyrgð á eigin rekstri," segir Skúli. Færa á flugfélagið aftur í einfaldari búning og er horft til ársins 2016 sem fyrirmyndar. Þotum verður fækkað úr tuttugu og niður í ellefu og áfangastöðum verður fækkað. Ef 2016 er notað sem fyrirmynd gætu áfangastaðirnir farið úr 37 og niður í 29. En eina sem er ljóst núna með leiðarkerfið er að breiðþotur verða teknar úr notkun og flugi til Los Angeles og Nýju Delí verður hætt. „En ég legg áherslu á ða það verða engar breytingar gerðar núna um hátíðirnar heldur ganga breytingarnar í gegn um miðjan janúar," segir Skúli. Hann segist sjálfur bera ábyrgð á stöðunni, hann hafi ætlað sér of mikið og misst sjónar á því að ná árangri sem lággjaldaflugfélag. „Við fórum að haga okkur eins og gömlu legacy-flugfélögin, því miður. Við vorum komin út um víðan völl og vorum farin að reyna gera allt fyrir alla. Það er náttúrulega mun flóknara en að hafa reksturinn einfaldan. Því miður voru þetta mikil mistök og það er þá jafnframt mikilvægt að horfast í augu við það og takast á við vandamálið. Það er það sem ég er að gera hér í dag," segir Skúli.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Setur út á aðbúnað og umgjörð starfseminnar á neyðarvistun Stuðla Kristrún sögð verða forsætisráðherra í nýrri stjórn Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Ummælin hörð gagnrýni sem ekki eigi að flokka sem hatursorðræðu Eldstöðvar sem ógnað gætu Vestlendingum minna á sig Máttu ekki selja í stæði við Engjaveg fyrir Jólagesti Björgvins Andlátið á Stuðlum hafði mikil áhrif Valkyrjur ná saman, yfirfullar flugvélar og mistök ársins Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. 13. desember 2018 16:00
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36
Icelandair rýkur upp í Kauphöllinni Mikið flökt hefur verið á hlutabréfaverði flugfélagsins undanfarið. 13. desember 2018 11:34