Telur Skúla hafa skamman tíma til að bjarga WOW air Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. desember 2018 16:00 Skúli Mogensen í höfuðstöðvum WOW air í dag. vísir/vilhelm Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. Flugfélagið sagði upp 111 fastráðnum starfsmönnum og yfir 200 verktökum og starfsmönnum á tímabundnum samningi. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi flugfélagsins, sagði í viðtali við fréttastofu að dagurinn væri sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð WOW air. „Við vorum búnir að skrifa um það sjálfir og gefa það út að við myndum sjá líklega fram á einhvers konar framboðsminnkun hjá báðum flugfélögum, sérstaklega væntanlega hjá WOW, að það færi í einhvers konar endurskipulagningu af því að við sáum að það var ákveðið offramboð, sérstaklega á ákveðnum flugleiðum,“ segir Sveinn í samtali við Vísi.Sveinn Þórarinsson er hlutabréfasérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.„Í þessu ástandi kemur í raun fátt á óvart“ Vélum WOW air fækkar úr tuttugu í ellefu með hagræðingaraðgerðunum sem kynntar voru í dag. Sveinn segir að uppsagnirnar séu hlutfallslega ekki miklar miðað við fækkun véla og það sé jákvætt. Hann kveðst aðspurður hreinlega ekki vita hvort að fleiri uppsagnir séu í kortunum. „Í þessu ástandi kemur í raun fátt á óvart. Þetta er svolítið í hendi flugfélaganna sem sjá bókunarstöður og eru að gera sitt leiðakerfi fyrir næsta ár. Það eru náttúrulega bara stjórnendur þessara fyrirtækja sem að ákveða þetta,“ segir Sveinn en bendir á að fækkun véla hjá WOW air þýði töluvert minna framboð af flugferðum hingað til lands. Enn sé þó of snemmt að segja til um það hvaða áhrif það muni hafa á fjölda ferðamanna hér á landi eða á efnahagslífið almennt. „Eina sem er klárt er að ef þetta plan hjá WOW air gengur að keyra á ellefu vélum í stað tuttugu þá mun félagið væntanlega flytja inn færri ferðamenn til Íslands, að óbreyttu. En ef það verður enn eftirspurn til staðar þá eru hugsanlega önnur flugfélög sem eru tilbúin til að grípa það. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Sveinn. Þetta sé í raun óþægilegasti óvissuþátturinn nú, það er hvernig flugumferðin verði hér næsta sumar.Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst.VÍSIR/VILHELMMjög langt frá því að allt sé að fara í vaskinn Sveinn kveðst þó halda að það sé erfitt að sjá mikla fjölgun ferðamanna hér á landi á næsta ári. Það þurfi þó ekki endilega að vera nauðsynlegt þar sem mikil fjölgun hafi verið síðustu ár. „Þannig að það er kannski bara gott fyrir alla að anda og að það verði ákveðin hagræðing. Þetta er kannski bara fyrsti liðurinn í því að einhverju leyti. En að það séu frekari fjöldauppsagnir í kortunum og að allt sé að fara í vaskinn, það er mjög langt frá því að hægt sé að teikna þá mynd upp núna.“ WOW air á í samningaviðræðum við bandaríska félagið Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu. Sveinn telur að Skúli hafi ekki langan tímaramma til þess að landa þeim samningi. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót. Ég get ekki ímyndað mér annað en að menn séu að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er,“ segir Sveinn.Einn óvissuþátturinn varðandi hagræðingu WOW air er fjöldi flugferða hingað til lands næsta sumar.vísir/vilhelmÁkveðinnar þreytu gæti á markaði varðandi stöðu WOW air Óvissan um WOW air hefur nú varað í töluvert langan tíma, eða nánast frá því í ágúst. Svartasta sviðsmyndin varðandi framtíð félagsins er að það fari í þrot en Sveinn segist halda að enginn óski þess. Ákveðinnar þreytu gæti þó á markaði vegna stöðu félagsins. „Eins og ég skynja markaðinn núna, eins og þú segir þetta er búið að vera svo lengi og menn eru að teikna upp alls konar sviðsmyndir og kjaftasögur um þetta og hitt. Ég held að það sé komin þreyta hvað þetta varðar, menn vilja fá niðurstöðu og það liggur við hvort sem að félagið fari í þrot eða hvort það sé búið að ná samningum,“ segir Sveinn.Stjórnvöld hafa verið nokkuð afgerandi í þeirra afstöðu að ekki komi til greina að bjarga WOW air frá þroti.fréttablaðið/ernirDæmi um að ríki stígi inn í til að ferja farþega þegar flugfélög fara í þrotRíkisstjórnin hefur sagt það alveg skýrt að hún muni ekki bjarga WOW air fari allt á versta veg. Sveinn bendir þó á að þótt ríkið bjargi ekki flugfélaginu frá gjaldþroti þá séu fordæmi fyrir því annars staðar frá að ríki stígi tímabundið inn í rekstur flugfélaga sem farið hafa á hausinn til þess að tryggja að fólk komist á áfangastað. „Ef að tug þúsundir ferðamanna eru fastir hér á Íslandi þá er það rosaleg áhætta fyrir orðsporið. Þess vegna eru dæmi um það að ríkið stígi inn í, taki stjórn á þrotabúinu og leysi félagið niður. Í öllum þessum tilvikum hafa félögin ekki starfað lengur þannig að það er ekki verið að bjarga fyrirtækinu heldur viðskiptavinum.“ Sveinn tekur það fram að hann sé ekki að segja ríkinu hvað það ætti að gera kæmi svona staða upp heldur séu einfaldlega mörg fordæmi erlendis frá um svona björgunaraðgerðir. WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Sveinn Þórarinsson, hlutabréfasérfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir að uppsagnir WOW air í morgun hafi ekki komið á óvart. Flugfélagið sagði upp 111 fastráðnum starfsmönnum og yfir 200 verktökum og starfsmönnum á tímabundnum samningi. Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi flugfélagsins, sagði í viðtali við fréttastofu að dagurinn væri sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð WOW air. „Við vorum búnir að skrifa um það sjálfir og gefa það út að við myndum sjá líklega fram á einhvers konar framboðsminnkun hjá báðum flugfélögum, sérstaklega væntanlega hjá WOW, að það færi í einhvers konar endurskipulagningu af því að við sáum að það var ákveðið offramboð, sérstaklega á ákveðnum flugleiðum,“ segir Sveinn í samtali við Vísi.Sveinn Þórarinsson er hlutabréfasérfræðingur í hagfræðideild Landsbankans.„Í þessu ástandi kemur í raun fátt á óvart“ Vélum WOW air fækkar úr tuttugu í ellefu með hagræðingaraðgerðunum sem kynntar voru í dag. Sveinn segir að uppsagnirnar séu hlutfallslega ekki miklar miðað við fækkun véla og það sé jákvætt. Hann kveðst aðspurður hreinlega ekki vita hvort að fleiri uppsagnir séu í kortunum. „Í þessu ástandi kemur í raun fátt á óvart. Þetta er svolítið í hendi flugfélaganna sem sjá bókunarstöður og eru að gera sitt leiðakerfi fyrir næsta ár. Það eru náttúrulega bara stjórnendur þessara fyrirtækja sem að ákveða þetta,“ segir Sveinn en bendir á að fækkun véla hjá WOW air þýði töluvert minna framboð af flugferðum hingað til lands. Enn sé þó of snemmt að segja til um það hvaða áhrif það muni hafa á fjölda ferðamanna hér á landi eða á efnahagslífið almennt. „Eina sem er klárt er að ef þetta plan hjá WOW air gengur að keyra á ellefu vélum í stað tuttugu þá mun félagið væntanlega flytja inn færri ferðamenn til Íslands, að óbreyttu. En ef það verður enn eftirspurn til staðar þá eru hugsanlega önnur flugfélög sem eru tilbúin til að grípa það. Það á eftir að koma í ljós,“ segir Sveinn. Þetta sé í raun óþægilegasti óvissuþátturinn nú, það er hvernig flugumferðin verði hér næsta sumar.Ekkert varð af kaupum Icelandair á WOW air í nóvember síðastliðnum en segja má að óvissa hafi ríkt um framtíð WOW allt frá því í ágúst.VÍSIR/VILHELMMjög langt frá því að allt sé að fara í vaskinn Sveinn kveðst þó halda að það sé erfitt að sjá mikla fjölgun ferðamanna hér á landi á næsta ári. Það þurfi þó ekki endilega að vera nauðsynlegt þar sem mikil fjölgun hafi verið síðustu ár. „Þannig að það er kannski bara gott fyrir alla að anda og að það verði ákveðin hagræðing. Þetta er kannski bara fyrsti liðurinn í því að einhverju leyti. En að það séu frekari fjöldauppsagnir í kortunum og að allt sé að fara í vaskinn, það er mjög langt frá því að hægt sé að teikna þá mynd upp núna.“ WOW air á í samningaviðræðum við bandaríska félagið Indigo Partners um að fjárfesta í félaginu. Sveinn telur að Skúli hafi ekki langan tímaramma til þess að landa þeim samningi. „Ég myndi segja að þetta þyrfti að klárast allavega fyrir áramót. Ég get ekki ímyndað mér annað en að menn séu að reyna að gera þetta eins hratt og hægt er,“ segir Sveinn.Einn óvissuþátturinn varðandi hagræðingu WOW air er fjöldi flugferða hingað til lands næsta sumar.vísir/vilhelmÁkveðinnar þreytu gæti á markaði varðandi stöðu WOW air Óvissan um WOW air hefur nú varað í töluvert langan tíma, eða nánast frá því í ágúst. Svartasta sviðsmyndin varðandi framtíð félagsins er að það fari í þrot en Sveinn segist halda að enginn óski þess. Ákveðinnar þreytu gæti þó á markaði vegna stöðu félagsins. „Eins og ég skynja markaðinn núna, eins og þú segir þetta er búið að vera svo lengi og menn eru að teikna upp alls konar sviðsmyndir og kjaftasögur um þetta og hitt. Ég held að það sé komin þreyta hvað þetta varðar, menn vilja fá niðurstöðu og það liggur við hvort sem að félagið fari í þrot eða hvort það sé búið að ná samningum,“ segir Sveinn.Stjórnvöld hafa verið nokkuð afgerandi í þeirra afstöðu að ekki komi til greina að bjarga WOW air frá þroti.fréttablaðið/ernirDæmi um að ríki stígi inn í til að ferja farþega þegar flugfélög fara í þrotRíkisstjórnin hefur sagt það alveg skýrt að hún muni ekki bjarga WOW air fari allt á versta veg. Sveinn bendir þó á að þótt ríkið bjargi ekki flugfélaginu frá gjaldþroti þá séu fordæmi fyrir því annars staðar frá að ríki stígi tímabundið inn í rekstur flugfélaga sem farið hafa á hausinn til þess að tryggja að fólk komist á áfangastað. „Ef að tug þúsundir ferðamanna eru fastir hér á Íslandi þá er það rosaleg áhætta fyrir orðsporið. Þess vegna eru dæmi um það að ríkið stígi inn í, taki stjórn á þrotabúinu og leysi félagið niður. Í öllum þessum tilvikum hafa félögin ekki starfað lengur þannig að það er ekki verið að bjarga fyrirtækinu heldur viðskiptavinum.“ Sveinn tekur það fram að hann sé ekki að segja ríkinu hvað það ætti að gera kæmi svona staða upp heldur séu einfaldlega mörg fordæmi erlendis frá um svona björgunaraðgerðir.
WOW Air Tengdar fréttir Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09 Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52 Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Á fjórða hundrað missa vinnuna hjá WOW air Skúli Mogensen, stofnandi og forstjóri WOW air, segir að dagurinn í dag sé sorglegur en nauðsynlegur til þess að tryggja framtíð flugfélagsins. 13. desember 2018 12:09
Engum að kenna nema mér segir Skúli í bréfi til starfsmanna Skúli Mogensen, eigandi WOW Air, segir að nauðsynlegt hafi verið að ráðast í hinar sársaukafullu uppsagnir, sem tilkynnt var um í dag, til þess að bjarga flugfélaginu. 13. desember 2018 11:52
Vonast enn til að geta dregið stóran hluta uppsagna á flugvellinum til baka Sigþór Kristinn Skúlason, framkvæmdastjóri Airport Associates, segir tíðindi af uppsögnum hjá WOW air afar leiðinleg. Staðan sé óbreytt hjá Airport Associates sem sagði í nóvember upp 237 starfsmönnum. 13. desember 2018 13:36