Enginn Hannes í sigri Arsenal │Matthías og félagar skutu Celtic áfram Anton Ingi Leifsson skrifar 13. desember 2018 22:00 Lacazette þrumar boltanum í netið. vísir/getty Arsenal endaði E-riðilinn í Evrópudeildinni á 1-0 sigri gegn Qarabag en Hannes Þór Halldórsson var ekki í leikmannahópi Qarabag í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir stundarfjórðung en það skoraði Alexandre Lacazette eftir stoðsendingu frá Mezut Özil. Arsenal vinnur riðilinn örugglega eftir fimm sigra og eitt jafntefli. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar voru fyrir leikinn gegn Ludogorets búnir að tryggja sig áfram í 32-liða úrslitin en liðin gerðu 1- 1jafntefli í kvöld. Victor spilaði allan leikinn. Matthías Vilhjálmsson og félagar gerðu Celtic mikinn greiða í kvöld er Rosenborg gerði 1-1 jafntefli við Leipzig á útivelli. Matthías lék fyrstu 83 mínúturnar. Rosenborg var fyrir leikinn úr leik og var án stiga en í hinum leik riðilsins í kvöld vann Salzburg 2-0 sigur á Celtic. Skosku meistararnir voru því á leið úr keppni og Leipzig á leið áfram er staðan var 1-0, Leipzig í vil í Þýskalandi. Matthías og félagar voru þó ekki af baki dottnir og Norðmaðurinn Tore Reginiussen jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok. Hann tryggði því Rosenborg fyrsta stigið og skaut einnig Celtic áfram í 32-liða úrslitin.Úrslit kvöldsins:A-riðill: AEK Larnaca - Bayer Leverkusen 1-5 Ludogorets - FC Zurich 1-1B-riðill: Celtic - Salzburg 1-2 Leipzig - Rosenborg 1-1C-riðill: FCK - Bordaeux 0-1 Slavia Prague - Zenit 2-0D-riðill: Dinamo Zagreb - Anderlecht 0-0 Spartk Trnava - Fenerbache 1-0E-riðill: Arsenal - Qarabag 1-0 Sporting - Vorskla 3-0F-riðill: Dudelange - Real Betis 0-0 Olympiacos - AC Milan 3-1 Evrópudeild UEFA
Arsenal endaði E-riðilinn í Evrópudeildinni á 1-0 sigri gegn Qarabag en Hannes Þór Halldórsson var ekki í leikmannahópi Qarabag í kvöld. Eina mark leiksins kom eftir stundarfjórðung en það skoraði Alexandre Lacazette eftir stoðsendingu frá Mezut Özil. Arsenal vinnur riðilinn örugglega eftir fimm sigra og eitt jafntefli. Guðlaugur Victor Pálsson og félagar voru fyrir leikinn gegn Ludogorets búnir að tryggja sig áfram í 32-liða úrslitin en liðin gerðu 1- 1jafntefli í kvöld. Victor spilaði allan leikinn. Matthías Vilhjálmsson og félagar gerðu Celtic mikinn greiða í kvöld er Rosenborg gerði 1-1 jafntefli við Leipzig á útivelli. Matthías lék fyrstu 83 mínúturnar. Rosenborg var fyrir leikinn úr leik og var án stiga en í hinum leik riðilsins í kvöld vann Salzburg 2-0 sigur á Celtic. Skosku meistararnir voru því á leið úr keppni og Leipzig á leið áfram er staðan var 1-0, Leipzig í vil í Þýskalandi. Matthías og félagar voru þó ekki af baki dottnir og Norðmaðurinn Tore Reginiussen jafnaði metin fjórum mínútum fyrir leikslok. Hann tryggði því Rosenborg fyrsta stigið og skaut einnig Celtic áfram í 32-liða úrslitin.Úrslit kvöldsins:A-riðill: AEK Larnaca - Bayer Leverkusen 1-5 Ludogorets - FC Zurich 1-1B-riðill: Celtic - Salzburg 1-2 Leipzig - Rosenborg 1-1C-riðill: FCK - Bordaeux 0-1 Slavia Prague - Zenit 2-0D-riðill: Dinamo Zagreb - Anderlecht 0-0 Spartk Trnava - Fenerbache 1-0E-riðill: Arsenal - Qarabag 1-0 Sporting - Vorskla 3-0F-riðill: Dudelange - Real Betis 0-0 Olympiacos - AC Milan 3-1
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti