Innlent

Bára leitar til Ragnars Aðalsteinssonar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragnar Aðalsteinsson og kollegar hans á lögmannsstofunni Rétti munu veita Báru Halldórsdóttur, fötlunaraktívista og uppljóstrara í Klaustursmálinu svokallaða lagalega aðstoð. Bára tók upp samtal þingmanna á Klaustur bar þann 20. nóvember síðastliðinn. Meðal þingmannanna voru fjórir úr röðum Miðflokksins sem vilja að málið fái meðferð fyrir dómstólum.

RÚV greindi frá því að Ragnar hefði tekið málið að sér ásamt Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur en þau eru kollegar á Rétti.

Vísir/Baldur
Ragnar, sem hefur marga fjöruna sopið og meðal annars verið í broddi fylkingar í Guðmundar- og Geirfinnsmálum undanfarin ár, segir mörg álitaefni í málinu. Í fyrstu var greindu fjölmiðlar frá því að Bára ætti að gefa skýrslu í dómssal. Það hefur verið leiðrétt en dómstjóri og héraðsdómari í Héraðsdómi Reykjavíkur hafa útskýrt að aðeins eigi að tilkynna Báru um að mögulega verði höfðað mál gegn henni.

„Þetta er allt mjög óljóst,“ segir Ragnar aðspurður um hvað muni gerast þegar Bára mætir í dómssal á mánudaginn.

Upphaflega hafi málið snúið að því að komast að því hver hefði tekið upp samtal sexmenninganna. Það hafi svo breyst þegar Bára steig fram og viðurkenndi að hafa tekið það upp á síma sinn.

„Þá bað lögmaður fjórmenninganna um að fyrirtakan yrði ekki felld niður. Mér er algjörlega óljóst hvað eigi að gerast í fyrirtökunni,“ segir Ragnar og tekur undir með blaðamanni að um óvissuferð sé að ræða.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×