Erdogan hyggur á frekari árásir á Kúrda Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2018 10:14 Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands. AP/Forsetaembætti Tyrklands Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands. Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segir að sveitir sínar muni ráðast gegn sýrlenskum Kúrdum (YPG) á næstu dögum. Vísbendingar eru um að Tyrkir hafi verið að færa hergögn og menn að landamærum sýrlenskra Kúrda sem starfa undir regnhlífarsamtökum Syrian Democratic Forces og með stuðningi Bandaríkjanna. Tyrkir líta á YPG sem hryðjuverkasamtök og systursamtök Verkamannaflokks Kúrda (PKK) sem háða hafa áratuga langa frelsisbaráttu í Tyrklandi. Bandaríkin og Tyrkland eru bandamenn í NATO og stuðningur Bandaríkjanna við SDF gegn Íslamska ríkinu hefur lengi verið horn í síðu yfirvalda í Ankara. Þá óttast Tyrkir að velgengni sýrlenskra Kúrda og hugsanlegt sjálfstæði þeirra myndi leiða til aukinna átaka innan Tyrklands. Erdogan sagði í sjónvarpsávarpi í gær að árásir á Kúrda væru yfirvofandi og að Tyrkir myndu gera árásir austur fyrir Efrat á næstu dögum. Hann tók fram að ekki stæði til að gera árásir á bandaríska hermenn sem eru á yfirráðasvæði SDF. Ef af verður yrði um þriðju innrás Tyrkja í Sýrland að ræða. Fyrst gerðu þeir innrás í norðurhluta landsins, vestur af Efrat, til að koma í veg fyrir að Kúrdar næðu að tengja yfirráðasvæði sitt við Afrin-hérað. Seinna meir gerðu þeir einnig innrás í Afrin og ráku Kúrda þaðan og fluttu uppreisnarmenn og vígamenn sem þeir hafa stutt inn í héraðið. YPG stundar þó skæðan skæruhernað í héraðinu þeir hópar sem Tyrkir styðja á svæðinu hafa einnig deilt sín á milli. Sérstakt deiluatriði er borgin Manbij, sem Tyrkir vilja að Kúrdar yfirgefi. Hún er á vestan megin við Efrat. Bandarískir hermenn hafa þó komið fyrir eftirlitsstöðvum við landamæri Tyrkja og Kúrda og hafa einnig komið hermönnum fyrir í Manbij. Guardian segir um tvö þúsund bandaríska hermenn vera í og við Manbij. Þá eru Bandaríkin með herstöð austur af borginni. Bandarískum herþyrlum er einnig flogið um svæðið og undanfarna daga hefur komið til smávægilegra bardaga á milli bandamanna SDF, sem stjórna Manbij, og uppreisnar- og vígahópa sem Tyrkir styðja. Í ávarpi sínu í gær kvartaði Erogan yfir óheiðarleika Bandaríkjanna og sagði að Tyrkjum hefði verið lofað að Kúrdar færu frá Manbij. Það hefði ekki gerst og því myndu Tyrkir færa þá. Talsmaður hernaðaryfirvalda Bandaríkjanna sagði Guardian að einhliða hernaðaraðgerðir Tyrkja í norðausturhluta Sýrlands, þar sem bandarískir hermenn eru staðsettir, væru óásættanlegar. Erdogan hefur lengi hótað því að senda hermenn gegn sýrlenskum Kúrdum í norðausturhluta Sýrlands.
Bandaríkin Mið-Austurlönd Sýrland Tyrkland Tengdar fréttir Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15 Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41 Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Sjá meira
Frakkar senda herlið til að hefta sókn Tyrkja í Sýrlandi Frakkar hyggjast senda herlið til norður-Sýrlands til þess að hefta sókn Tyrkja gegn Kúrdum. 29. mars 2018 21:15
Reyna að stilla til friðar á milli Tyrkja og sýrlenskra Kúrda Her Bandaríkjanna ætlar að byggja eftirlitsstöðvar á landamærum Sýrlands og Tyrklands til að draga úr spennu á milli sýrlenskra Kúrda og Tyrkja. 21. nóvember 2018 23:41