Laxeldisfyrirtæki sýknað af kröfu málsóknarfélags Birgir Olgeirsson skrifar 12. desember 2018 22:35 Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir. Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað Laxa fiskeldi ehf. og Matvælastofnun af kröfu Náttúruverndar 2 málsóknarfélags um að ógilt verði rekstrarleyfi sem Fiskistofa veitti. Laxar fiskeldi fékk leyfið í mars árið 2012 til að reka sjókvíaeldi á laxi í Reyðarfirði, allt að sex þúsund tonnum árlega. Stofnfélagar málsóknarfélagsins eru Veiðifélag Hofsár og Sunnudalsár, Árhvammi, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Hofsá og Sunnudalsás, Veiðifélag Selár, Fremri-Nýpum, Vopnafirði sem fer með veiðirétt landeigenda við Selá, Veiðifélag Breiðdælinga, Heydölum, Breiðdalsvík, sem fer með veiðirétt landeigenda við Breiðdalsá, og Veiðifélag Vesturdalsár, Hamrahlíð 24, Vopnafirði, sem fer með veiðirétt landeigenda við Vesturdalsá. Félagið heldur því fram að ef starfsemi Laxa fiskeldis ehf. byggð á rekstarleyfinu, laxeldi í sjókvíum, nái fram að ganga sé innan fárra ára svo gott sem vissa fyrir eyðingu villtra laxastofna í ám á Íslandi, þar með töldum þeim laxveiðiám sem eru í eigu aðila sem stofnuðu félagið.Ríkið hafi heimild til að setja lög og reglur um auðlindanýtingu Héraðsdómur Reykjaness féllst ekki á rök málsóknarfélagsins, þar með talið að annmarkar á leyfinu leiði til þess að það verði ógilt eða að fella bera það úr gildi því það var útrunnið. Þá taldi dómurinn að ekki hafi verið sýnt fram á neina annmarka á ákvörðun Skipulagsstofnunar sem geta leitt til þess að rekstrarleyfið verði ógilt. Málsóknarfélagið hélt því fram að lagaheimild skorti til að afhenda Löxum fiskeldi afnot af því hafsvæði þar sem starfsemin fari fram. Um er að ræða hafsvæði utan netlaga en innan landhelgi Íslands. Héraðsdómur Reykjaness benti á að samkvæmt lögum um eignarétt íslenska ríkisins að auðlindum hafsbotnsins er íslenska ríkið eigandi svæðisins. Svæðið sé á forráðasvæði íslenska ríkisins samkvæmt lögum um landhelgi, efnahagslögsögu og hefur ríkið því heimild til að setja lög og reglur um nýtingu auðlinda, eins og gert hefur verið með lögum um fiskeldi. Var því þessari málsástæðu málsóknarfélagsins hafnað.Ekkert sýndi fram á verulega fjárhagslega hagsmuni starfsmanns Þá vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaður Matvælastofnunar hafi verið vanhæfur til meðferðar á rekstrarleyfi Laxa fiskeldis og það valdi ógildingu rekstrarleyfisins. Vildi málsóknarfélagið meina að starfsmaðurinn hafi átt persónulegra fjárhagslegra hagsmuna að gæta af málinu þar sem hann hafi starfað að hluta sjálfstætt vegna þjónustu á laxeldisfyrirtæki, það er með því að selja bóluefni til eldisfyrirtækja. Héraðsdómur Reykjaness sagði starfsmanninn ekki hafa komið að útgáfu rekstrarleyfisins, heldur veitti fyrir hönd Matvælastofnunar umsögn til Skipulagsstofnunar og var umsögnin aðeins ein af mörgum. Þá taldi Héraðsdómur Reykjaness að ekkert lægi fyrir um að fjárhagslegir hagsmunir starfsmannsins hafi verið svo verulegir að aðkoma hans að undirbúningi málsins geti leitt til þess að rekstrarleyfið yrði ógilt. Var kröfu málsóknarfélagsins því hafnað en dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Fiskeldi Fjarðabyggð Tengdar fréttir Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00 Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Umhverfisáhrif og byggðasjónarmið í hatrammri umræðu um fiskeldi Rýnt í þau gögn sem liggja fyrir frá opinberum stofnunum um umhverfisáhrif stækkunar laxeldis í Patreksfirði og Tálknafirði, sem og skýrslur Hafrannsóknastofnunar um erfðablöndun eldisfiska við íslenska laxastofna. 11. október 2018 13:00