Inga Sæland veifaði peningabúnti í pontu Alþingis Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. desember 2018 16:21 Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í pontu Alþingis í dag og tilkynnti að hún ætlaði að gefa peninginn, jólabónusinn sinn, til góðgerðarmála. Skoraði hún á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama en eins og fjallað hefur verið nemur upphæðin 181 þúsund krónum. Bæði er um jólabónus og orlofsuppbót þingmanna að ræða en ýmsum blöskrar hversu há þessi upphæð er eins og Vísir greindi frá á dögunum. „Í morgun hafði samband við mig kona sem er að vinna hjá góðgerðarsamtökum. Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónuskort. Hún sagði að það væri sárara en tárum tæki í rauninni hvað eymdin hefði vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga Sæland og hélt áfram. „Við fengum 181.000 krónur í jólabónus, við þingmenn. Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, hæstvirtur forseti.“ Hér tók Inga peningana úr vasana og sýndi þá í ræðustól. „Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla að gera slíkt hið sama því að við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól,“ sagði Inga og heyra mátti þingmenn taka undir með henni. Alþingi Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, veifaði peningabúnti í pontu Alþingis í dag og tilkynnti að hún ætlaði að gefa peninginn, jólabónusinn sinn, til góðgerðarmála. Skoraði hún á aðra þingmenn að gera slíkt hið sama en eins og fjallað hefur verið nemur upphæðin 181 þúsund krónum. Bæði er um jólabónus og orlofsuppbót þingmanna að ræða en ýmsum blöskrar hversu há þessi upphæð er eins og Vísir greindi frá á dögunum. „Í morgun hafði samband við mig kona sem er að vinna hjá góðgerðarsamtökum. Það voru 120 einstaklingar sem komu til hennar í gær og þáðu gjafakort, Bónuskort. Hún sagði að það væri sárara en tárum tæki í rauninni hvað eymdin hefði vaxið ótrúlega mikið á árinu 2018,“ sagði Inga Sæland og hélt áfram. „Við fengum 181.000 krónur í jólabónus, við þingmenn. Ég veit hvað ég ætla að gefa í jólagjöf. Ég skal sýna ykkur það, hæstvirtur forseti.“ Hér tók Inga peningana úr vasana og sýndi þá í ræðustól. „Ég tók út jólabónusinn minn og ég skora á alla að gera slíkt hið sama því að við höfum efni á því að kaupa gjafakort fyrir fátækt fólk og rétta það til góðgerðarsamtaka og ganga á undan með góðu fordæmi. Gleðileg jól,“ sagði Inga og heyra mátti þingmenn taka undir með henni.
Alþingi Tengdar fréttir Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56 Mest lesið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Innlent Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Innlent Loðna fundist á stóru svæði Innlent Maðurinn er fundinn Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu Innlent Fleiri fréttir „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Sjá meira
Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Þingmaðurinn birtir launaseðil sinn. Úrskurður kjararáðs festur í sessi. 3. desember 2018 10:56