Birni Leví blöskrar rausnarlegur jólabónus sinn Jakob Bjarnar skrifar 3. desember 2018 10:56 Ekki getur talist líklegt að tillögur Bjarna, auk hins rausnarlega jólabónuss verði til að milda gramt geð verkalýðsforingja á borð við Sólveigar Önnu. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er furðu lostinn vegna jólabónus sem þingmenn fá. Hann birti á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi launaseðil sinn þar sem sjá má að desemberuppbótin, svokallaður jólabónus sem heitir persónuuppbót á launaseðli þingmanna, er 181 þúsund krónur. Björn Leví segir að þessi uppbót eigi ekki að vera neitt hlutfall af launum eða í samræmi við það hvort laun eru há eða lág en það kom fram í DV í gær.Gramir verkalýðsleiðtogar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er ein þeirra sem telur þetta vel í lagt. „Á sama tíma og fréttir berast af því að alþingimenn fái tvöfaldan jólabónus alþýðunnar (sem er auðvitað mjög í anda þeirrar efnhagsstefnu sem hér er fylgt; brauðmolakenningunni um að hin ríku fái ávallt meira en aðrir og geti þá td. fyllst aðdáun á eigin göfugmennsku þegar þau láta fleiri þúsundkalla en við vesalingarnir rakna til góðgerðarstarfs í aðdraganda jólanna) leiðir ný kjarakönnun Eflingar í ljós að fjárhagsáhyggjur félaga aukast mikið á milli ára, Launaseðill Björns Levi Gunnarssonar.að aldrei hafa færri verið í eigin húsnæði frá upphafi launakönnunar, að þriðjungur félagsmanna hefur þurft að leita sér fjárhagsaðstoðar, að vinnutími lengist, að launahækkanir hjá Eflingar-fólki eru minni en hjá öðrum hópum í samfélaginu og að hjá hinum dæmigerðum kvenna-stéttum eru launin skelfilega lág (þær geta kannski leitað til alþingismanna eftir smá ölmusu til að láta jólin ganga upp?) og að þar er jafnframt mesta álagið,“ segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni.Verkalýðshreyfingin hlýtur að axla ábyrgð Víst er að tíðindi af velsæld þingmanna eru síst til þess fallnar að lægja öldur innan verkalýðshreyfingarinnar. Háðskur tónninn í Sólveigu Önnu er bitur: „En við hin vanstilltu, klikkuðu, gráðugu og byltingarsinnuðu ætlum samt að reyna að líta í eigin barm og biðjum alla afsökunnar á því að raunveruleikinn er eins og hann er. Við hljótum að axla fulla ábyrgð á honum, enda löngu komið í ljós að flest er okkur að kenna og ekkert okkur að þakka, allra síst blessað fullveldið.“ Fyrir liggja skýringar frá fjármálaráðuneytinu á þessari rausnarlegu jólauppbót en RÚV hefur eftir Svanhildi Hólm að: „Kjararáð (og þar áður kjaranefnd) ákvað að slá saman í eina tölu orlofs- og desemberuppbót og greiða hana í desember. Þannig fá VR-félagar 48.000 kr í orlofsuppbót og 89.000 í desemberuppbót eða samtals 137 þúsund krónur á árinu 2018. Þingmenn fá 181.050 krónur.“Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs, var meðal þeirra þriggja sem sat fund þar sem hækkanirnar voru ákveðnar.Vísir/valgarðurFrumvarp Bjarna festir ákvörðun Kjararáðs í sessi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp þar sem ákvörðun Kjararáðs um miklar launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, sem kynntar voru strax eftir síðustu kosningar eða fyrir rétt rúmu ári, eru festar í sessi. Þar kemur fram að laun forseta skuli nema tæpum þremur milljónum á mánuði, þingfararkauð nemur 1,1 milljón á mánuði, forsætisráðherra fær rúmlega 2 milljónir á mánuði en laun annarra ráðherra munu nema rúmlega 1,8 milljón á mánuði. Seðlabankastjóri verður með tæpar 2 milljónir á mánuði og aðstoðarseðlabankastjóri 1,7 milljón. Kjararáð hefur verið fellt niður og munu laun framvegis taka mið af launaþróun í landinu út frá útreikningum Hagstofu Íslands. Ekki er víst að þetta verði til að milda þá verkalýðsleiðtoga sem hér hafa verið nefndir eða aðra; fremur að þetta verði til að herða þeirra geð. Kjaramál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, er furðu lostinn vegna jólabónus sem þingmenn fá. Hann birti á Facebooksíðu sinni í gærkvöldi launaseðil sinn þar sem sjá má að desemberuppbótin, svokallaður jólabónus sem heitir persónuuppbót á launaseðli þingmanna, er 181 þúsund krónur. Björn Leví segir að þessi uppbót eigi ekki að vera neitt hlutfall af launum eða í samræmi við það hvort laun eru há eða lág en það kom fram í DV í gær.Gramir verkalýðsleiðtogar Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar er ein þeirra sem telur þetta vel í lagt. „Á sama tíma og fréttir berast af því að alþingimenn fái tvöfaldan jólabónus alþýðunnar (sem er auðvitað mjög í anda þeirrar efnhagsstefnu sem hér er fylgt; brauðmolakenningunni um að hin ríku fái ávallt meira en aðrir og geti þá td. fyllst aðdáun á eigin göfugmennsku þegar þau láta fleiri þúsundkalla en við vesalingarnir rakna til góðgerðarstarfs í aðdraganda jólanna) leiðir ný kjarakönnun Eflingar í ljós að fjárhagsáhyggjur félaga aukast mikið á milli ára, Launaseðill Björns Levi Gunnarssonar.að aldrei hafa færri verið í eigin húsnæði frá upphafi launakönnunar, að þriðjungur félagsmanna hefur þurft að leita sér fjárhagsaðstoðar, að vinnutími lengist, að launahækkanir hjá Eflingar-fólki eru minni en hjá öðrum hópum í samfélaginu og að hjá hinum dæmigerðum kvenna-stéttum eru launin skelfilega lág (þær geta kannski leitað til alþingismanna eftir smá ölmusu til að láta jólin ganga upp?) og að þar er jafnframt mesta álagið,“ segir Sólveig Anna á Facebooksíðu sinni.Verkalýðshreyfingin hlýtur að axla ábyrgð Víst er að tíðindi af velsæld þingmanna eru síst til þess fallnar að lægja öldur innan verkalýðshreyfingarinnar. Háðskur tónninn í Sólveigu Önnu er bitur: „En við hin vanstilltu, klikkuðu, gráðugu og byltingarsinnuðu ætlum samt að reyna að líta í eigin barm og biðjum alla afsökunnar á því að raunveruleikinn er eins og hann er. Við hljótum að axla fulla ábyrgð á honum, enda löngu komið í ljós að flest er okkur að kenna og ekkert okkur að þakka, allra síst blessað fullveldið.“ Fyrir liggja skýringar frá fjármálaráðuneytinu á þessari rausnarlegu jólauppbót en RÚV hefur eftir Svanhildi Hólm að: „Kjararáð (og þar áður kjaranefnd) ákvað að slá saman í eina tölu orlofs- og desemberuppbót og greiða hana í desember. Þannig fá VR-félagar 48.000 kr í orlofsuppbót og 89.000 í desemberuppbót eða samtals 137 þúsund krónur á árinu 2018. Þingmenn fá 181.050 krónur.“Jónas Þór Guðmundsson, formaður Kjararáðs, var meðal þeirra þriggja sem sat fund þar sem hækkanirnar voru ákveðnar.Vísir/valgarðurFrumvarp Bjarna festir ákvörðun Kjararáðs í sessi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra hefur kynnt frumvarp þar sem ákvörðun Kjararáðs um miklar launahækkanir til þingmanna og æðstu embættismanna ríkisins, sem kynntar voru strax eftir síðustu kosningar eða fyrir rétt rúmu ári, eru festar í sessi. Þar kemur fram að laun forseta skuli nema tæpum þremur milljónum á mánuði, þingfararkauð nemur 1,1 milljón á mánuði, forsætisráðherra fær rúmlega 2 milljónir á mánuði en laun annarra ráðherra munu nema rúmlega 1,8 milljón á mánuði. Seðlabankastjóri verður með tæpar 2 milljónir á mánuði og aðstoðarseðlabankastjóri 1,7 milljón. Kjararáð hefur verið fellt niður og munu laun framvegis taka mið af launaþróun í landinu út frá útreikningum Hagstofu Íslands. Ekki er víst að þetta verði til að milda þá verkalýðsleiðtoga sem hér hafa verið nefndir eða aðra; fremur að þetta verði til að herða þeirra geð.
Kjaramál Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira