Meðalmarkvörður væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. desember 2018 14:15 Alisson Becker. Vísir/Getty Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Liverpool er eina ósigraða liðið í ensku úrvalsdeildinni, eitt á toppi deildarinnar og komið í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar. Einn af nýju mönnunum á Anfield á mikinn þátt í því en þar erum við að tala um brasilíska markvörðinn Alisson Becker. Alisson Becker bjargaði Liverpool-liðinu á ögurstundu á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en hann hélt þar hreinu í tólfta sinn í 22 leikjum með Liverpool. Alisson Becker er að margra mati orðinn einn af allra bestu markvörðum heims en hann fær líka mun meiri athygli fótboltaheimsins spilandi með Liverpool en þegar hann var hjá Roma. Liverpool var tilbúið að borga 66,8 milljónir punda fyrir hann í sumar og félagið sér örugglega ekki eftir því í dag. Tölfræðingarnir á Opta hafa nú reiknað það út að meðalmarkvörður í knattspyrnunni væri búinn að fá á sig átta fleiri mörk en Alisson Becker hefur fengið á sig í ensku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Það má sjá þessa tölfræði Opta hér fyrir neðan.8 - Based on Opta's xG model, the average goalkeeper would have conceded eight more goals than Alisson has for Liverpool in the Premier League & Champions League combined in 2018-19. Wall. pic.twitter.com/H9rdXdXZoC — OptaJoe (@OptaJoe) December 12, 2018Alisson Becker er búinn að fá á sig aðeins 6 mörk í 16 leikjum í ensku úrvalsdeildinni en hann hefur haldið hreinu í 10 leikjum eða 63 prósent leikja sinna. Alisson hefur síðan fengið á sig 7 mörk í 6 leikjum í Meistaradeildinni en fimm þeirra komu í útileikjunum þremur og fimm þeirra komu í leikjunum á móti franska stórliðinu Paris Saint Germain. Enginn markvörður er búinn að halda oftar hreinu í ensku úrvalsdeildinni í vetur en Alisson Becker sem hélt hreinu í tíunda sinn í 4-0 sigrinum á Bournemouth um síðustu helgi. Ederson hjá Manchester City og Kepa Arrizabalaga hjá Chelsea koma næstir en þeir hafa haldið átta sinnum hreinu. Ederson hefur fenguið á sig 9 mörk í 16 leikjum en Kepa Arrizabalaga hefur fengið á sig 13 mörk í 16 leikjum.Alisson Becker.Vísir/Getty
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30 Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs West Ham búið að bjóða Potter starfið Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Mo Salah skýtur á Carragher Nottingham Forest upp að hlið Arsenal Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Sjá meira
Henderson: Alisson, ég elska þig Jordan Henderson, fyrirliði Liverpool, faðmaði markvörðinn sinn Alisson Becker innilega eftir sigurinn á Napoli í gær en hann var ekki hættur. 12. desember 2018 09:30
Klopp um Alisson: Ef ég vissi að hann væri svona góður þá hefði ég borgað tvöfalt meira Sóknarmenn Liverpool fengu ótal færi til að gera út um leikinn á móti Napoli í Meistaradeildinni í gærkvöldi en á úrslitastundu var það markvörðurinn Alisson Becker sem bjargaði liðinu. 12. desember 2018 10:30