Sport

Gunnar Nelson þakkar fyrir sig á Fésbókinni: Minnti mig á af hverju ég geri þetta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gunnar Nelson.
Gunnar Nelson. Vísir/Getty
Gunnar Nelson snéri aftur í búrið og pakkaði saman Brasilíumanninum Alex Oliveira í UFC um helgina.

Óþverrabragð Alex Oliveira dugði sem betur fer skammt því Gunnar Nelson lét ekki olnbogaskot í hnakkann stoppa sig og vann sannfærandi sigur í annarri lotu.

Gunnar Nelson hefur gefið mörg viðtöl eftir bardagann við Brasilíumanninn en eftir heimkomuna þá ákvað hann að setjast fyrir frama tölvuna og þakka fyrir sig á fésbókinni.

„Það var búinn að líða talsverður tími síðan að ég barðist síðast en þetta minnti mig á af hverju ég geri þetta. Það er engin tilfinning lík þeirri að berjast í búrinu,“ skrifaði Gunnar en kveðja hans er á ensku eins og sjá má hér fyrir neðan.



„Baráttan í búrinu getur gefið þér sjálftraust, auðmýkt þig, brotið þig, hert þig upp og stundum allt þetta í einu. Reynslan gerir okkur að því sem við erum. Þetta var mjög mikilvægur bardagi fyrir mig. Við sjáumst fljótlega aftur,“ skrifaði Gunnar.

Hann þakkar öllum fyrir stuðninginn og segist finna fyrri stuðningi allstaðar að úr heiminum en engum þó meira en þeim sem kemur heima frá Íslandi.

Gunnar þakkar sérstaklega þjálfurum sínum og styrktaraðilum fyrir og þeir sem eru nafngreindir í pistli hans eru John Kavanagh, Matthew Miller, Haraldur Dean Nelson, Unnar Helgason og svo félag hans Mjölnir.

Gunnar Nelson endar síðan pistilinn á því að þakka Alex Oliveira fyrir góðan bardaga.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×