Anton Sveinn setti tvö Íslandsmet í sama sundinu í morgun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2018 10:30 Anton Sveinn McKee. Mynd/Fésbókarsíða SSÍ SH-ingurinn Anton Sveinn McKee byrjaði vel á HM í 25 metra laug í Hangzhou í Kína en hann tryggði sér sæti í milliriðli í 100 metra bringusundi í morgun. Anton Sveinn er fyrsti Íslendingurinn til að keppa á mótinu og hann var í Íslandsmetaham strax í fyrsta sundi. Anton synti á þriðju braut í fimmta riðli og kom í mark á tímanum 57,57 sekúndum sem er Íslandsmet en gamla Íslandsmetið átti hann sjálfur og var það 58,66 sekúndur frá því árið 2017 í Berlín. Anton gerði gott betur því hann setti einnig Íslandsmet í 50 metra bringusundi í leiðinni því millitíminn hans í þessu 100 metra bringusundi var upp á 26,98 sekúndur. Það met átti hann ekki sjálfur því gamla metið var í eigu Jakobs Jóhanns Sveinssonar en Jakob syndi 50 metra bringusund á 27,37 sekúndum fyrir níu árum síðan. Með þessu sundi synti Anton Sveinn sig inn í milliriðlana sem fara fram í hádeginu að íslenskum tíma. Anton varð tólfti í undanrásum en sextán bestu sundmennirnir úr riðlakeppninni komust inn í milliriðlana. „Anton Sveinn hefur verið í góðri framför undanfarið, eftir stutta hvíld frá sundi í kjölfar ÓL 2016 hóf hann aftur æfingar með það að markmiði að ná lengra. Aðstæður hans eru töluvert breyttar frá því hann lauk námi í Bandaríkjunum, þar sem vinnan hans kallar á töluverð ferðalög milli staða í Bandaríkjunum. Æfingaplanið hans er því sniðið að því og Anton er mjög agaður í öllum undirbúningi fyrir mót eins og HM,“ segir í frétt um Íslandsmetasund Antons á heimasíðu Sundsambands Íslands. Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira
SH-ingurinn Anton Sveinn McKee byrjaði vel á HM í 25 metra laug í Hangzhou í Kína en hann tryggði sér sæti í milliriðli í 100 metra bringusundi í morgun. Anton Sveinn er fyrsti Íslendingurinn til að keppa á mótinu og hann var í Íslandsmetaham strax í fyrsta sundi. Anton synti á þriðju braut í fimmta riðli og kom í mark á tímanum 57,57 sekúndum sem er Íslandsmet en gamla Íslandsmetið átti hann sjálfur og var það 58,66 sekúndur frá því árið 2017 í Berlín. Anton gerði gott betur því hann setti einnig Íslandsmet í 50 metra bringusundi í leiðinni því millitíminn hans í þessu 100 metra bringusundi var upp á 26,98 sekúndur. Það met átti hann ekki sjálfur því gamla metið var í eigu Jakobs Jóhanns Sveinssonar en Jakob syndi 50 metra bringusund á 27,37 sekúndum fyrir níu árum síðan. Með þessu sundi synti Anton Sveinn sig inn í milliriðlana sem fara fram í hádeginu að íslenskum tíma. Anton varð tólfti í undanrásum en sextán bestu sundmennirnir úr riðlakeppninni komust inn í milliriðlana. „Anton Sveinn hefur verið í góðri framför undanfarið, eftir stutta hvíld frá sundi í kjölfar ÓL 2016 hóf hann aftur æfingar með það að markmiði að ná lengra. Aðstæður hans eru töluvert breyttar frá því hann lauk námi í Bandaríkjunum, þar sem vinnan hans kallar á töluverð ferðalög milli staða í Bandaríkjunum. Æfingaplanið hans er því sniðið að því og Anton er mjög agaður í öllum undirbúningi fyrir mót eins og HM,“ segir í frétt um Íslandsmetasund Antons á heimasíðu Sundsambands Íslands.
Sund Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Bandarískar deildir fyrirferðamiklar Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Sex í röð hjá Napólí „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Juventus lagði AC Milan Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Sjá meira