Hlutir sem ættu að snúa aftur á Laugaveginn 11. desember 2018 07:00 Don Cano var mjög vinsælt tískumerki á níunda áratugnum. Hér eru Hólmfríður Karlsdóttir og Guðmundur Hreiðarsson í auglýsingu fyrir fyrirtækið. Mynd/Sigurgeir Sigurjónsson Don Cano er komið aftur og er nýja línan nú fáanleg í verslun á Laugaveginum. Margir hugsa hlýtt til Don Cano enda tók þjóðin ástfóstri við merkið á sínum tíma. Fréttablaðið tók saman nokkra góða hluti og búðir sem ættu að í endurkomu - líkt og fatamerkið.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Löwenbräu Fyrsta daginn eftir að bjórbanninu lauk fengust fimm bjórtegundir í Vínbúðum í Reykjavík, Egils Gull, Sanitas Pilsner og Lageröl, Budweiser og Löwenbräu. ÁTVR-búðin í miðbænum er miðuð að ferðamönnum og það er lítið um Löwenbräu. Reyndar finnst þessi goðsagnakenndi bjór ekki í hillum ÁTVR. Ameríski barinn er til, írski barinn og sá danski en hvar er sá þýski? Nostalgía í hverjum sopa.Yfirvaraskegg Lostakústar Toms Selleck, Freddys Mercury, Tobba Jens og Marteins Geirssonar voru ekkert minna en stórkostlegir. Ekki væri úr vegi að bjóða upp á sérstakt lostakústahorn á hár- og rakarastofum Laugavegarins. Þar væri líka hægt að fá sítt að aftan, permanent og aðrar geggjaðar greiðslur fortíðar.Afaskyrturnar Pearl Jam og grunge-lúkkið er vanmetin snilld. Vissulega hægt að finna þessar skyrtur einhvers staðar en það mætti vera sérstakt horn í Vinnufatabúðinni með þessum óð til fortíðarRaftækin Þegar Don Cano tröllreið tískunni hér heima voru barnapíur sjónvarpsins að ryðja sér til rúms. Sinclair Spectrum, Binatone-tölvan, PC 386, Commodore og Amstrad ættu auðvitað að eiga sitt horn í Tiger. Nintendo selur litlu nostalgíutölvuna sína og það vilja allir horfa aðeins til fortíðar – helst með túbusjónvarpi.Spilavinir Spilavinir eru í Faxafeni. Þar er stórkostlegt að koma og vera. En Trivial Pursuit finnst ekki í búðarhillum lengur. Stórkostlegasta fjölskylduspil allra tíma. Trúlega eru spurningaspil liðin tíð en hver vill ekki fá sömu spurninguna aftur og aftur og vinna með örlitlu svindli?Hljómborð Hljóðgervlar og önnur rafhljóðfæri sköpuðu mikið af tónlist þegar fólk klæddist Don Cano. Það væri nú ekki vitlaust að vera með gott 90´s horn í hljóðfærabúð Laugavegs - sem er hvergi.DVD-diskurinn Hver saknar ekki DVD-disksins? Ekki hægt að spóla yfir kynningar sem var troðið upp á neytandann og hann varð að vera í ákveðnu „region“! Sumir eiga reyndar enn sinn DVD-spilara – sem er merkilegt. Það þyrfti reyndar að vera myndbandaleiga á Laugavegi, sem er ekki – fyrir utan DVD-barnamyndahornið í Bónus. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira
Don Cano er komið aftur og er nýja línan nú fáanleg í verslun á Laugaveginum. Margir hugsa hlýtt til Don Cano enda tók þjóðin ástfóstri við merkið á sínum tíma. Fréttablaðið tók saman nokkra góða hluti og búðir sem ættu að í endurkomu - líkt og fatamerkið.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Liverpool Draumaheimur íslenskra barna og ein merkilegasta dótabúð sem hér hefur verið. Það er fátt skemmtilegt á Laugaveginum eins og hann er núna og dótabúð myndi svo sannarlega lita búðaflóruna þar fallegum litum.Löwenbräu Fyrsta daginn eftir að bjórbanninu lauk fengust fimm bjórtegundir í Vínbúðum í Reykjavík, Egils Gull, Sanitas Pilsner og Lageröl, Budweiser og Löwenbräu. ÁTVR-búðin í miðbænum er miðuð að ferðamönnum og það er lítið um Löwenbräu. Reyndar finnst þessi goðsagnakenndi bjór ekki í hillum ÁTVR. Ameríski barinn er til, írski barinn og sá danski en hvar er sá þýski? Nostalgía í hverjum sopa.Yfirvaraskegg Lostakústar Toms Selleck, Freddys Mercury, Tobba Jens og Marteins Geirssonar voru ekkert minna en stórkostlegir. Ekki væri úr vegi að bjóða upp á sérstakt lostakústahorn á hár- og rakarastofum Laugavegarins. Þar væri líka hægt að fá sítt að aftan, permanent og aðrar geggjaðar greiðslur fortíðar.Afaskyrturnar Pearl Jam og grunge-lúkkið er vanmetin snilld. Vissulega hægt að finna þessar skyrtur einhvers staðar en það mætti vera sérstakt horn í Vinnufatabúðinni með þessum óð til fortíðarRaftækin Þegar Don Cano tröllreið tískunni hér heima voru barnapíur sjónvarpsins að ryðja sér til rúms. Sinclair Spectrum, Binatone-tölvan, PC 386, Commodore og Amstrad ættu auðvitað að eiga sitt horn í Tiger. Nintendo selur litlu nostalgíutölvuna sína og það vilja allir horfa aðeins til fortíðar – helst með túbusjónvarpi.Spilavinir Spilavinir eru í Faxafeni. Þar er stórkostlegt að koma og vera. En Trivial Pursuit finnst ekki í búðarhillum lengur. Stórkostlegasta fjölskylduspil allra tíma. Trúlega eru spurningaspil liðin tíð en hver vill ekki fá sömu spurninguna aftur og aftur og vinna með örlitlu svindli?Hljómborð Hljóðgervlar og önnur rafhljóðfæri sköpuðu mikið af tónlist þegar fólk klæddist Don Cano. Það væri nú ekki vitlaust að vera með gott 90´s horn í hljóðfærabúð Laugavegs - sem er hvergi.DVD-diskurinn Hver saknar ekki DVD-disksins? Ekki hægt að spóla yfir kynningar sem var troðið upp á neytandann og hann varð að vera í ákveðnu „region“! Sumir eiga reyndar enn sinn DVD-spilara – sem er merkilegt. Það þyrfti reyndar að vera myndbandaleiga á Laugavegi, sem er ekki – fyrir utan DVD-barnamyndahornið í Bónus.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Lífið Gervigreindin stýrði ferðinni Lífið Fleiri fréttir Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Sjá meira