Heildarstefnu vantar í geðheilbrigðismálum Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 10. desember 2018 22:00 Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira
Anna Gunnhildur Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir óvissuástand ríkja í geðheilbrigðismálum því bæði ríki og sveitarfélög haldi að sér höndum í þjónustu við málaflokkinn. Heildarstefnu vanti og togstreitan geti hreinlega valdið mannréttindabrotum. Sveitarfélög og ríki hafa lengi tekist á um hver beri ábyrgðin á þeim hópum sem þurfa aðstoð vegna flókins eða fjölþætts vanda í geðheilbrigðismálum. Við borgum útsvar til sveitarfélaganna, úr hægri vasa, til að sinna velferðarþjónustu og úr vinstri vasa borgum við tekjuskatt til ríkisins til að sinna heilbrigðisþjónustu. Þarna á milli myndast gljúfur og óvissa er hvort ríki eða tiltekið sveitarfélag beri ábyrgð á að veita þjónustuna. Einstaklingar sem falla í gljúfrið eru því oft uppi á aðstandendur sína komnir, sem vinna þá ólaunuð störf fyrir samfélagið. „Við treystum því að þessir aðilar sinni þessari þjónustu fyrir þessa peninga,“ segir Anna Gunnhildur, formaður Geðhjálpar. Hún segir að það sem gerist þegar samvinnan sé ekki nógu mikil þá falli fólk niður gljúfrið. „Fólk fellur niður um það, til okkar og til aðstandenda. Þá er ég að tala um þá sem eru heppnir. Þeir sem eru óheppnir enda svo bara á götunni,“ segir hún. Hún segir það ríkisins að rétta út höndina til sveitarfélaga og passa upp á að þau hafi nægilegt fjármagn til að sinna verkefnum sem þeim eru falin. Hún vill sjá þverfaglegan hóp vinna í heildarstefnumótun. Vandinn sé flókinn og fólk með mjög flókinn og erfiðan vanda týnist í gjánni ef samvinnan er ekki þétt. „Þetta veldur því að stundum fær fólk ekki þjónustu eða þarf að bíða lengi eftir henni. Þetta veldur því líka að vandinn eykst og lífsgæði fólks eru ekki eins góð og lífsgæði aðstandanda eru ekki eins góð. Svo getur þetta hreinlega valdið mannréttindabrotum,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Erlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Fleiri fréttir Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Sjá meira