Flutt með þyrlu úr grunnbúðum Everest: „Ég er lúxuspía“ Stefán Árni Pálsson skrifar 10. desember 2018 15:30 „Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir. Everest Ísland í dag Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira
„Fyrstu mánuðina eftir að ég greindist í seinna skiptið fór ég á fullt að ganga frá svona hlutum eins og að krakkarnir mínir hefðu tannlækni þangað til þau yrðu fullorðin og einhverjir svona hlutir sem ég veit ekki hverjum dettur í hug að gera. Ég held að maður fari bara í eitthvað svona sorgarferli og ef maður kemst út úr því þá held ég að maður rísi rosalega hratt upp,“ segir Guðrún Sigríður Ágústsdóttir, eða Sirrý eins og hún er jafnan kölluð. Sirrý greindist með leghálskrabbamein 2010, gekk í gegnum erfiða meðferð og losnaði við meinið.Sjá einnig: Reglubundin leghálskrabbameinsleit bjargar mannslífumHenni var tjáð að ef það tæki sig ekki upp aftur á næstu fimm árum ætti hún að vera í nokkuð góðum málum, sloppin – ef svo má segja. Rétt fyrir fimm ára markið fékk hún hins vegar þær fréttir að krabbameinið hefði tekið sig upp á ný, í þetta sinn væri það ólæknandi og líklega ætti hún aðeins eitt til þrjú ár eftir. Hún ákvað fljótt að lífið væri núna og fór meðal annars út í rekstur með góðum vinkonum, en þær reka í dag veitingastaðinn Lax í Granda Mathöll, Bubblubílinn og verslunina Búrið. Stjórnar aðstæðum sjálf í fjallgöngunum Þá hóf hún að ganga á fjöll af miklum móð, gekk í grunnbúðir Annapurna í Nepal í fyrra og kom nýlega heim úr grunnbúðum Everest.Er nýkomin heim úr grunnbúðum Everest.„Það var alls ekki of erfitt, svo maður var svolítið bara að njóta. Svo fékk ég svona rúsínuna í pylsuendanum af því að það bólgnaði upp á mér fóturinn, sem er svona afleiðing eftir veikindin min. Þannig að ég fékk að taka þyrluna niður eftir að vera búin að fara upp í grunnbúðir. Það var alveg geggjað, að fara upp fyrir þessi háu fjöll og sjá þau úr þyrlu,“ segir Sirrý. „Já, það er lúxusleiðin. Ég segi það líka oft, ég er lúxuspía.“ Hún segir göngurnar gefa sér mikið, þar sem hún setur sér markmið og vinnur marga litla sigra – auk þess sem hún hefur fullkomna stjórn á aðstæðum. Þó henni hafi verið gefin eitt til þrjú ár í upphafi segir Sirrý þau þó vel geta orðið miklu fleiri. Hún er a.m.k. staðráðin í að nýta hvern dag og njóta lífsins með vinum og fjölskyldu.Sirrý verður heimsótt í Íslandi í dag klukkan 18:55, strax eftir kvöldfréttir. Þar ræðir hún meðal annars um veikindin, vonina, göngurnar og reksturinn – og hvernig hún ákvað að fara alla leið í að njóta lífsins eftir að hafa fengið hinar erfiðu fréttir.
Everest Ísland í dag Mest lesið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Stjörnum prýdd dagskrá Bylgjunnar í Hljómskálagarðinum Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Menning Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fleiri fréttir Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig Sjá meira