Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 29. desember 2018 13:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna Brexit. EPA/ Luke MacGregor Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Fleiri fréttir Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Sjá meira
Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15