Formúa í ferjur náist ekki að semja um Brexit Andri Eysteinsson skrifar 29. desember 2018 13:40 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hefur legið undir mikilli gagnrýni vegna Brexit. EPA/ Luke MacGregor Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé. Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Breska ríkisstjórnin mun verja yfir 100 milljónum punda í nýjar ferjur komi til þess að samningar um útgöngu Bretlands úr ESB náist ekki. Ferjunum verður ætlað að greiða fyrir samgöngum um Ermarsund. Þrír mánuðir eru þar til að Bretland mun yfirgefa sambandið og líkur á því að engin Brexit-samningur verði gerður virðast vera að aukast. Slík atburðarás er algjör martraðastaða fyrir mörg fyrirtæki sem að sögn Reuters hafa hafið undirbúning fyrir efnahagslegt áfall í kjölfar Brexit. Komi til þess að ekki verði samið er ljóst að miklar tafir geta orðið á samgöngum um Ermarsundsgöng milli Dover í Englandi og Calais í Frakklandi. Eins og fyrirkomulagið er í dag keyra um 16.000 flutningabílar og aðrir beint í gegn. Verði ekki samið mun hver bíll vera stöðvaður í vegabréfa og tollaskoðun. Slíkt mun hafa í för með sér töluverðar tafir á umferð. Til að tækla þetta vandamál hefur breska ríkisstjórnin lagt til hliðar fjármuni til kaupa á ferjum til að létta á álaginu á göngunum. Samið hefur verið við þrjú fyrirtæki um að reka ferjur frá þremur breskum sjávarbæjum, Poole, Portsmouth og Plymouth. Verði samningar um Brexit ekki klárir þegar bretland gengur úr ESB í byrjun mars, munu áætlanir þessar fara af stað. Það mun kosta bresk stjórnvöld um 110 milljónir punda að standa við ferjusamningana sem hafa verið gerðir. Vincent Cable, formaður frjálslyndra demókrata sagði samningana „algjöra sturlun“ og sagði þetta ábyrgðarlausa sóun á almannafé.
Bretland Brexit Evrópusambandið Frakkland Tengdar fréttir Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02 Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15 Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Ísland og Bretland ná samkomulagi um Brexit-samning Stjórnvöld á Íslandi, Noregi og Liechtenstein hafa náð samkomulagi við Bretland vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu. 20. desember 2018 13:02
Þjóðaratkvæðagreiðsla heldur ekki í boði hjá Corbyn Leiðtogi Verkamannaflokksins vill að þingið fái að greiða atkvæði um Brexit-sáttmála Theresu May – sem hann veit að breska þingið mun kolfella – og boða sem fyrst til þingkosninga og freista þess í kjölfarið að fá hagstæðari samning við Evrópusambandið. 22. desember 2018 15:15
Pólitískt samkomulag jafnvel ef Brexit-samningur verður felldur Ísland, Noregur og Liechtenstein hafa náð samningi við Bretland vegna Brexit. Frá þessu var greint á vef utanríkisráðuneytisins í gær. 21. desember 2018 08:15