Óli Kristjáns: Það má alveg kalla þetta yfirlýsingu Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. desember 2018 14:00 Ólafur Kristjánsson fagnar því að fá Björn Daníel til liðs við FH. vísir „Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
„Þetta var ekki mjúkur pakki,“ segir léttur Ólafur Kristjánsson um síðbúnu jólagjöfina sem að hann fékk í FH-liðið fyrir átökin í Pepsi-deildinni næstu fjögur árin. Björn Daníel Sverrisson samdi við uppeldisfélagið í Krikanum í dag en hann kemur til FH frá AGF í Danmörku. Hann fór frá FH til Viking árið 2013.Sjá einnig:Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín „Það er gott að fá Bjössa. Hann er öflugur, á góðum aldri og hungraður í að spila,“ segir Ólafur. „Hann er ekki gamall og ekki slitinn. Það er jákvætt að menn eru að koma hingað innan við þrítugt með reynslu og allt það frekar en að koma heim komnir yfir þrítugt á síðustu metrunum.“ „Hann á mörg ár eftir og við væntum mikils af honum. Oft er talað um að það sé erfitt að koma heim þannig við þurfum að nota næstu fimm til sex mánuði í það að tjúna leikmanninn inn á það að enginn kemur í þessa deild og slær slöku við. Þetta er alvöru deild og allir þurfa að vera einbeittir,“ segir hann.Ólafur Kristjánsson við undirskriftina í dag ásamt Birni og Jóni Rúnari Halldórssyni.vísir/tomÆtla að berjast um titla FH-ingar áttu í basli með að skora mörk á síðustu leiktíð, allavega nógu mörg til að vinna bikar eða komast í Evrópu. Björn Daníel er vissulega ekki framherji en ansi marksækinn miðjumaður sem ætti að nýtast FH-liðinu. „Hann skorar úr föstum leikatriðum, er með góð skot fyrir utan teig og getur líka stungið sér inn á teiginn þegar að það á við. Hann gerði það í Noregi og þegar að hann fékk tækifæri í Danmörku. Hann var að skila 5-10 mörkum á tímabili áður en hann fór út og vonandi getur það haldið áfram,“ segir Ólafur. FH hafði betur í samkeppni við Val um undirskrift Björns Daníel. Er þetta yfirlýsing frá FH um að það ætlar ekki að verða undir í baráttunni við Hlíðarendafélagið, eða hin toppliðin, hvorki innan né utan vallar? „Það er alveg ljóst að FH hefur alltaf haft mikinn metnað og síðasta tímabil var vonbrigði þegar kom að úrslitunum og hvernig við enduðum mótið. Hér eru menn ekkert að slá slöku við,“ segir Ólafur. „Er þetta yfirlýsing? Já, þú getur alveg sagt það. Við ætlum okkur að vera með. Við ætlum okkur að gera betur en á síðasta tímabili og setja FH þangað sem það á að vera sem er að berjast um titla á Íslandi,“ segir Ólafur Kristjánsson.Klippa: Ólafur Kristjánsson - Gott að fá Bjössa heim
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14 Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Fleiri fréttir Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Myndaveisla frá sögulegri stund Vestra „Það er æfing á morgun“ „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Uppgjörið: Breiðablik - Tindastóll 5-0 | Blikar fóru illa með laskaða Stóla Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Sjá meira
Björn Daníel: Mikið talað um hvað ég fæ í laun en þetta er vinnan mín Björn Daníel Sverrisson fagnar því að vera kominn heim í FH. 28. desember 2018 13:14
Björn Daníel kominn heim í FH FH-ingar fengu síðbúna jólagjöf í dag þegar að besti leikmaður Pepsi-deildarinnar 2013 sneri aftur heim. 28. desember 2018 12:30