Fleiri jákvæðir en neikvæðir í garð fiskeldis á Vestfjörðum Atli Ísleifsson skrifar 28. desember 2018 12:56 Frá laxeldi á Patreksfirði. vísir/einar Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni. Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Um 46 prósent landsmanna eru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en rétt tæp 30 prósent eru neikvæðir. Um 24 prósent eru hvorki jákvæðir né neikvæðir. Þetta er niðurstaða viðhorfskönnunar sem Gallup gerði fyrir Vestfjarðastofu í nóvember 2018. Mikill styr hefur verið um fiskeldi á Vestfjörðum síðustu mánuði. Ríkisstjórnin ákvað í október að veita fiskeldisfyrirtækjum á Vestfjörðum rekstrarleyfi til bráðabirgða til allt að tuttugu mánaða. Áður hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála fellt úr gildi starfsleyfi Arctic Sea Farm og Fjarðalax fyrir samtals 17.500 tonna ársframleiðslu á laxi í sjókvíum á Patreksfirði og Tálknafirði.Mestur stuðningur á Suðurlandi Mestur stuðningur við fiskeldi í sjó á Vestfjörðum var í Suðurkjördæmi þar sem rúmlega 62% voru jákvæðir en 20% neikvæðir. Minnstur stuðningur við fiskeldi í sjó reyndist meðal svarenda í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem tæplega 32% voru jákvæðir gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum en 38% voru neikvæðir,“ segir í tilkynningunni frá Vestfjarðastofu. Spurt var „Ertu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) gagnvart fiskeldi í sjó á Vestfjörðum?“ og tæplega 89 prósent þátttakenda tók afstöðu til spurningarinnar. Um var að ræða netkönnun þar sem haft var samband við 1.415 manns 18 ára og eldri af öllu landinu handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup. Alls svöruðu 822 og var þátttökuhlutfall 58,1 prósent.Vondir vegir koma fyrst upp í hugann Í könnuninni var einnig spurt um gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum þar sem liðlega 89 prósent aðspurðra töldu gæði matvæla sem framleidd eru á Vestfjörðum almennt góð. Innan við eitt prósent telur þau slæm og um 10 prósent segja vestfirsk mætvæli hvorki góð né slæm. „Í könnun Gallup voru svarendur beðnir að nefna þrjú atriði sem þeim koma fyrst í hug þegar þeir heyra minnst á Vestfirði. Flestir nefndu erfiðar samgöngur eða vonda vegi en næst oftast kom Ísafjörður upp í hugann, í þriðja sæti var náttúrufegurð og í fjórða sæti fegurð. Vestfirsk fjöll voru í fimmta sæti, sjávarútvegur í því sjötta og laxeldi í sjöunda. Spurt var „Nefndu þrjú atriði sem þér dettur fyrst í hug þegar þú heyrir minnst á Vestfirði“ og tæplega 88% nefndu allavega eitt atriði,“ segir í tilkynningunni.
Fiskeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Tengdar fréttir Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30 Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Sjá meira
Rannsaka hvort laxeldið fæli þorskinn burt Norskir sjómenn fullyrða að laxeldiskvíar í sjó fæli þorskinn burt úr fjörðunum. 20. desember 2018 07:30
Furðar sig á gjaldtöku á fiskeldisfyrirtæki á uppbyggingarskeiði Áætlað er að gjald á ræktun lax og regnbogasilungs í eldiskvíum í sjó muni skila ríkissjóði rétt rúmum milljarði króna á ári í tekjur frá árinu 2023. 21. desember 2018 07:30